Skatttekjur af ferðamönnum ætlaðar 445 milljarðar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Fjölmargir þeirra ferðamanna sem koma til Íslands skoða Þingvelli. vísir/pjetur Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlendum ferðamönnum á næsta kjörtímabili. Áætlunin byggir á spá um að ferðamönnum fjölgi um þrettán til tuttugu prósent á ári á næstu fjórum árum. Þetta var kynnt á fundi sem SAF efndi til með fulltrúum stjórnmálaflokka í Mosfellsbæ í vikunni. Miðað við þessa spá verða heildargjaldeyristekjur af komu ferðamanna um það bil 2.700 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Setti Grímur Sæmundsen, formaður SAF, upphæðina í samhengi við það að á þessu ári sé verg landsframleiðsla Íslands áætluð 2.400 milljarðar.Grímur Sæmundsen, formaður SAF.vísir/gva„Við höfum verið að kynna þetta stórkostlega tækifæri sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir. Við höfum verið að benda á það í því samhengi að til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfi að fjárfesta með sértækum hætti fyrir þarfir ferðaþjónustunnar fyrir um átta milljarða króna á ári á sama tímabili,“ segir Grímur. Hann segir að til þess að ríkissjóður fái umrædda 445 milljarða þurfi ríkið að fjárfesta fyrir 32 milljarða á sama tíma, eða um sjö prósent. SAF fundar nú víðs vegar um land með frambjóðendum og segir Grímur umræðurnar á fyrsta fundinum hafa verið uppbyggilegar. Þar voru mættir fulltrúar þeirra flokka sem myndu ná mönnum á þing samkvæmt skoðanakönnunum. „Það var mjög jákvæð umræða og mér fannst frambjóðendur sýna málefnum greinarinnar áhuga og kannski meiri skilning en við höfum talið okkur upplifa af hálfu stjórnmálanna almennt til þessa,“ segir Grímur. Hann segir frambjóðendur þó ekki hafa verið að lofa neinu í þessum málum enda snúist málið ekki um það heldur „að menn geri sér grein fyrir þessum tækifærum sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar frekari vöxt og uppbyggingu ferðaþjónustunnar“. SAF telur úrlausnarefnin hafa komið fram í Vegvísi að ferðaþjónustu sem kom út í fyrra. Þau verkefni sem þurfi að ráðast í snúi að bættri upplýsingagjöf, öryggi ferðamanna, áhættustýringu, náttúruvernd, uppbyggingu áfangastaða auk annars. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að ríkissjóður fái 445 milljarða króna í skatta og gjöld af erlendum ferðamönnum á næsta kjörtímabili. Áætlunin byggir á spá um að ferðamönnum fjölgi um þrettán til tuttugu prósent á ári á næstu fjórum árum. Þetta var kynnt á fundi sem SAF efndi til með fulltrúum stjórnmálaflokka í Mosfellsbæ í vikunni. Miðað við þessa spá verða heildargjaldeyristekjur af komu ferðamanna um það bil 2.700 milljarðar króna á kjörtímabilinu. Setti Grímur Sæmundsen, formaður SAF, upphæðina í samhengi við það að á þessu ári sé verg landsframleiðsla Íslands áætluð 2.400 milljarðar.Grímur Sæmundsen, formaður SAF.vísir/gva„Við höfum verið að kynna þetta stórkostlega tækifæri sem við sem þjóð stöndum frammi fyrir. Við höfum verið að benda á það í því samhengi að til þess að þetta geti orðið að veruleika þurfi að fjárfesta með sértækum hætti fyrir þarfir ferðaþjónustunnar fyrir um átta milljarða króna á ári á sama tímabili,“ segir Grímur. Hann segir að til þess að ríkissjóður fái umrædda 445 milljarða þurfi ríkið að fjárfesta fyrir 32 milljarða á sama tíma, eða um sjö prósent. SAF fundar nú víðs vegar um land með frambjóðendum og segir Grímur umræðurnar á fyrsta fundinum hafa verið uppbyggilegar. Þar voru mættir fulltrúar þeirra flokka sem myndu ná mönnum á þing samkvæmt skoðanakönnunum. „Það var mjög jákvæð umræða og mér fannst frambjóðendur sýna málefnum greinarinnar áhuga og kannski meiri skilning en við höfum talið okkur upplifa af hálfu stjórnmálanna almennt til þessa,“ segir Grímur. Hann segir frambjóðendur þó ekki hafa verið að lofa neinu í þessum málum enda snúist málið ekki um það heldur „að menn geri sér grein fyrir þessum tækifærum sem við stöndum frammi fyrir hvað varðar frekari vöxt og uppbyggingu ferðaþjónustunnar“. SAF telur úrlausnarefnin hafa komið fram í Vegvísi að ferðaþjónustu sem kom út í fyrra. Þau verkefni sem þurfi að ráðast í snúi að bættri upplýsingagjöf, öryggi ferðamanna, áhættustýringu, náttúruvernd, uppbyggingu áfangastaða auk annars. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira