Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar: Ákveðnir aðilar innan flokksins áttu erfitt með að fara að samþykktum og lögum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. október 2016 18:44 Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar Vísir Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. „Einna helst virtist sem að sumir gætu ekki sætt sig við þá stöðu sem þeir höfðu innan flokksins. Þeir áttu með öðrum orðum erfitt að ganga í takt við ákvarðanir stjórnarflokksins og jafnvel stefnu,” segir í yfirlýsingu frá stjórn flokksins sem undirrituð er af Helga Helgasyni, formanni flokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, hefðu dregið framboð sín til baka. Þeir lýstu yfir óánægju með forystustörf Helga. „Þannig hefur fjöldi aldraðra haft samband við skrifstofu flokksins vegna ummæla sem Gústaf Níelsson mun hafa viðhaft um málefni aldraðra á Útvarpi sögu. Gústaf segist hafa verið lengi þess áskynja að formaður flokksins hefði ekki stjórn á flokknum sem er undarleg yfirlýsing í ljósi þess að fljótlega eftir að kjördæmaráð flokksins í Reykjavík fékk því framgengt að hann yrði efsti maður á öðrum listanum fór hann til Spánar en eftirlét öðrum alla þá fyrirhöfn og vinnu sem felst í að koma fram framboði í hverju kjördæmi,” segir í yfirlýsingunni. „Gústaf hefur oftar en einu sinni notað það sem hótun að ef hann fái ekki sínu framgengt muni hann nota krafta sína til þess að „drepa“ framboðið. Nú virðist vera komið að því.” Þá segir einnig að brotthvarf Gústafs og Gunnlaugs muni í engu hafa áhrif á framboðsmál Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar segir að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn. „Einna helst virtist sem að sumir gætu ekki sætt sig við þá stöðu sem þeir höfðu innan flokksins. Þeir áttu með öðrum orðum erfitt að ganga í takt við ákvarðanir stjórnarflokksins og jafnvel stefnu,” segir í yfirlýsingu frá stjórn flokksins sem undirrituð er af Helga Helgasyni, formanni flokksins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, oddvitar flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, hefðu dregið framboð sín til baka. Þeir lýstu yfir óánægju með forystustörf Helga. „Þannig hefur fjöldi aldraðra haft samband við skrifstofu flokksins vegna ummæla sem Gústaf Níelsson mun hafa viðhaft um málefni aldraðra á Útvarpi sögu. Gústaf segist hafa verið lengi þess áskynja að formaður flokksins hefði ekki stjórn á flokknum sem er undarleg yfirlýsing í ljósi þess að fljótlega eftir að kjördæmaráð flokksins í Reykjavík fékk því framgengt að hann yrði efsti maður á öðrum listanum fór hann til Spánar en eftirlét öðrum alla þá fyrirhöfn og vinnu sem felst í að koma fram framboði í hverju kjördæmi,” segir í yfirlýsingunni. „Gústaf hefur oftar en einu sinni notað það sem hótun að ef hann fái ekki sínu framgengt muni hann nota krafta sína til þess að „drepa“ framboðið. Nú virðist vera komið að því.” Þá segir einnig að brotthvarf Gústafs og Gunnlaugs muni í engu hafa áhrif á framboðsmál Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Oddvitar í Íslensku þjóðfylkingunni hættir Oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafa dregið framboð sín til baka. 13. október 2016 16:59