Kosningaspjall Vísis: Telur það ekki mistök að hafa farið í olíuleit á sínum tíma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2016 16:04 Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. vísir/stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ég held að það hafi ekki verið mistök á þessum tíma, alls ekki. Ég held bara að frá því að þetta gerðist þá höfum við bara séð þróunina í loftslagsmálum vera með þeim hætti að við þurfum að grípa til róttækari aðgerða og það er eitthvað sem Vinstri græn vilja gera og tala fyrir, að við stígum styrkari skref í baráttunni gegn hlýnun loftslags og þetta er einn hlutur í því að við erum andsnúin olíuleit á Drekasvæðinu eins og staðan er í dag,“ sagði Rósa Björk. Hún sagði að á meðal þess sem flokkurinn vilji stefna að sé raforkuvæðing bílaflotans og græn innkaup hins opinbera. Aðspurð um hvort það hefði verið rétt ákvörðun að fara í framkvæmdir vegna málmbræðslu á Bakka sem hófust einnig í tíð vinstristjórnarinnar sagði Rósa Björk: „Það hefur verið umdeild ákvörðun í okkar röðum það verður að segjast eins og er. Það er staðreynd að sú ákvörðun var tekin vegna þess að fyrirætlanir voru um mun stærri orkufrekari iðnað á svæðinu á Bakka og miklu stærri og meira mengandi stóriðju. Þetta var leið til þess að hlýða kalli heimamanna um iðnað á þessu svæði en um leið ákall til þess að koma á minna mengandi iðnaði og mun minni í sniðum en upphaflegu fyrirætlanirnar voru. En um þetta hefur verið deilt í okkar röðum hvort að við sem flokkur sem kennum okkur við græna pólitíska stefnu eigum að standa fyrir því að veita leyfi fyrir orkuiðnaði.“ Skýrt að Vinstri græn vilji ríkisstuðning við matvælaframleiðslu Eitt af umdeildari málum kjörtímabilsins voru nýsamþykktir búvörusamningar. Vinstri græn sátu hjá þegar samningarnir voru samþykktir á þingi í haust en Rósa Björk sagði flokkinn alltaf hafa haft skýra stefnu í landbúnaðarmálum, það er að vera fylgjandi ríkisstuðningu við matvælaframleisðlu. „Við höfum alltaf verið fylgjandi ríkisstuðningi við matvælaframleiðslu, það er eitthvað sem við höfum alltaf verið mjög skýr með. Ástæðan að við sátum hjá var allur málatilbúnaður þessa máls og hversu lítið samráð var haft. Þess má líka geta að það var nokkuð stór hluti bænda sem var ekki sáttur við þennan búvörusamning nefni þar sauðfjárbændur og svínabændur en við höfum alltaf verið fylgjandi ríkisstuðningi í matvælaframleiðslu eins og allir kannski vita í raun og veru,“ sagði Rósa Björk. Hún sagði að á bak við þessa stefnu væru meðal annars byggðasjónarmið en að Vinstri græn vildu ekki sjá svona stóra samninga gerða án þverpólitísks samráðs. Þjóðin hafi síðasta orðið þegar kemur að aðildarviðræðum við ESB Eins og kunnugt er hóf Ísland aðildarviðræður við Evrópusambandið í tíð ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aðspurð hvernig flokkurinn vill ljúka því ferli sagði Rósa: „Við höfum ávallt talað fyrir því að þjóðin hafi síðasta orðið þegar kemur að aðildarviðræðum.“ Viljið þið fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort það eigi að halda áfram aðildarviðræðunum eða ekki? „Ég held að það væri skynsamlegt að við myndum líta á þá vinnu sem farið var í á síðasta kjörtímabili og bera það svo undir þjóðina þegar við erum búin að fara í þá vinnu sem var búið að vinna þá þegar.“ Ljúka þá samningi og fara í þjóðaratkvæði? „Fara í þá vinnu aftur og bera það svo undir þjóðina.“ Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi telur að það hafi ekki verið mistök hjá Steingrími J. Sigfússyni þáverandi atvinnuvegaráðherra og flokksbróður sínum að úthluta fyrstu sérleyfunum til olíuleitar á Drekasvæðinu þó að flokkurinn sé í dag andsnúinn olíuleit. Þetta kom fram í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ég held að það hafi ekki verið mistök á þessum tíma, alls ekki. Ég held bara að frá því að þetta gerðist þá höfum við bara séð þróunina í loftslagsmálum vera með þeim hætti að við þurfum að grípa til róttækari aðgerða og það er eitthvað sem Vinstri græn vilja gera og tala fyrir, að við stígum styrkari skref í baráttunni gegn hlýnun loftslags og þetta er einn hlutur í því að við erum andsnúin olíuleit á Drekasvæðinu eins og staðan er í dag,“ sagði Rósa Björk. Hún sagði að á meðal þess sem flokkurinn vilji stefna að sé raforkuvæðing bílaflotans og græn innkaup hins opinbera. Aðspurð um hvort það hefði verið rétt ákvörðun að fara í framkvæmdir vegna málmbræðslu á Bakka sem hófust einnig í tíð vinstristjórnarinnar sagði Rósa Björk: „Það hefur verið umdeild ákvörðun í okkar röðum það verður að segjast eins og er. Það er staðreynd að sú ákvörðun var tekin vegna þess að fyrirætlanir voru um mun stærri orkufrekari iðnað á svæðinu á Bakka og miklu stærri og meira mengandi stóriðju. Þetta var leið til þess að hlýða kalli heimamanna um iðnað á þessu svæði en um leið ákall til þess að koma á minna mengandi iðnaði og mun minni í sniðum en upphaflegu fyrirætlanirnar voru. En um þetta hefur verið deilt í okkar röðum hvort að við sem flokkur sem kennum okkur við græna pólitíska stefnu eigum að standa fyrir því að veita leyfi fyrir orkuiðnaði.“ Skýrt að Vinstri græn vilji ríkisstuðning við matvælaframleiðslu Eitt af umdeildari málum kjörtímabilsins voru nýsamþykktir búvörusamningar. Vinstri græn sátu hjá þegar samningarnir voru samþykktir á þingi í haust en Rósa Björk sagði flokkinn alltaf hafa haft skýra stefnu í landbúnaðarmálum, það er að vera fylgjandi ríkisstuðningu við matvælaframleisðlu. „Við höfum alltaf verið fylgjandi ríkisstuðningi við matvælaframleiðslu, það er eitthvað sem við höfum alltaf verið mjög skýr með. Ástæðan að við sátum hjá var allur málatilbúnaður þessa máls og hversu lítið samráð var haft. Þess má líka geta að það var nokkuð stór hluti bænda sem var ekki sáttur við þennan búvörusamning nefni þar sauðfjárbændur og svínabændur en við höfum alltaf verið fylgjandi ríkisstuðningi í matvælaframleiðslu eins og allir kannski vita í raun og veru,“ sagði Rósa Björk. Hún sagði að á bak við þessa stefnu væru meðal annars byggðasjónarmið en að Vinstri græn vildu ekki sjá svona stóra samninga gerða án þverpólitísks samráðs. Þjóðin hafi síðasta orðið þegar kemur að aðildarviðræðum við ESB Eins og kunnugt er hóf Ísland aðildarviðræður við Evrópusambandið í tíð ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Aðspurð hvernig flokkurinn vill ljúka því ferli sagði Rósa: „Við höfum ávallt talað fyrir því að þjóðin hafi síðasta orðið þegar kemur að aðildarviðræðum.“ Viljið þið fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort það eigi að halda áfram aðildarviðræðunum eða ekki? „Ég held að það væri skynsamlegt að við myndum líta á þá vinnu sem farið var í á síðasta kjörtímabili og bera það svo undir þjóðina þegar við erum búin að fara í þá vinnu sem var búið að vinna þá þegar.“ Ljúka þá samningi og fara í þjóðaratkvæði? „Fara í þá vinnu aftur og bera það svo undir þjóðina.“
Kosningar 2016 Kosningar 2016 video X16 Suðvestur Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10 Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44 Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Sjá meira
Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Ólíklegt að Píratar fari í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. 12. október 2016 15:10
Kosningaspjall Vísis: „Við erum með bestu stefnu í heimi“ Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingar segist ekki trúa því að stefnumál flokksins séu ástæða lítils fylgis sem hann mælist nú með í skoðanakönnunum því stefna flokksins sé sú besta í heimi. Hún hefur þó ekki skýringar á hinu litlu fylgi en þetta kom fram í viðtali við Oddnýju í Kosningaspjalli Vísis í dag. 14. október 2016 15:44
Kosningaspjall Vísis: „Verðtryggingin er ekkert nema svikamylla“ Dögun vill afnema verðtryggingu og setja þak á vexti. Ragnar Þór Ingólfsson oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi segir þetta algjörlega raunhæft en hann var gestur í Kosningaspjalli Vísis í dag. 13. október 2016 15:26