Hjartasteinn fékk þrenn verðlaun í Varsjá Kjartan Guðmundsson skrifar 18. október 2016 11:00 Anton Máni Svansson framleiðandi og Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri og handritshöfundur. „Við erum rosalega þakklát fyrir þessi viðbrögð. Við höfum unnið að þessu í fjölda ára og gaman að sjá hvað myndin gengur vel í fólk,“ segir Anton Máni Svansson, einn framleiðenda kvikmyndarinnar Hjartasteinn. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd og vann um helgina til þrennra verðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Myndin hlaut flest verðlaun allra á hátíðinni, en Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini og myndin vann til kirkjuverðlauna hátíðarinnar.Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.Verður sýnd víða um heim Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina og fóru tökur fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Í umsögn dómnefndar um valið á kirkjuverðlaunum hátíðarinnar í Varsjá segir meðal annars að þau hafi ekki aðeins verið veitt Hjartasteini vegna listrænna gæða myndarinnar, heldur einnig andlegra og mannlegra þátta hennar. Þá er tekið fram að myndin sýni á lágstemmdan hátt fram á getu mannsins til að vaxa og þroskast. Hjartasteinn var heimsfrumsýnd í Venice Days dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í september og vann þar til Queer Lion-verðlauna hátíðarinnar. Eftir það hefur hún verið sýnd á fleiri alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, meðal annars í Toronto í Kanada og Busan í Suður-Kóreu. Aðspurður segir Anton Máni að nákvæm dagsetning frumsýningar myndarinnar hér á Íslandi hafi ekki enn verið ákveðin, en það verði í kringum áramótin næstu. „Þangað til verður myndin á stanslausu flakki milli landa og kvikmyndahátíða. Eftir jól fer hún svo líka á fjölda hátíða, til dæmis í Bandaríkjunum, Brasilíu, Danmörku og Grikklandi. Guðmundur Arnar leikstjóri er mest í því að ferðast með myndinni, en sjálfur fer ég til að mynda með henni til Þýskalands og Úkraínu,“ útskýrir Anton Máni og bætir við að af viðbrögðunum hingað til að dæma líti út fyrir að myndin verði sýnd víða um heim. „Í mörgum löndum erum við í viðræðum um sölu á myndinni og þær ganga mjög vel.“Sigursæll stuttmyndaleikstjóri Eins og áður sagði er Hjartasteinn fyrsta mynd Guðmundar Arnars í fullri lengd en hann hefur áður vakið athygli, meðal annars fyrir stuttmyndina Hvalfjörður, sem reyndist sigursæl á kvikmyndahátíðum og vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013. Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
„Við erum rosalega þakklát fyrir þessi viðbrögð. Við höfum unnið að þessu í fjölda ára og gaman að sjá hvað myndin gengur vel í fólk,“ segir Anton Máni Svansson, einn framleiðenda kvikmyndarinnar Hjartasteinn. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd og vann um helgina til þrennra verðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Myndin hlaut flest verðlaun allra á hátíðinni, en Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini og myndin vann til kirkjuverðlauna hátíðarinnar.Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.Verður sýnd víða um heim Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina og fóru tökur fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Í umsögn dómnefndar um valið á kirkjuverðlaunum hátíðarinnar í Varsjá segir meðal annars að þau hafi ekki aðeins verið veitt Hjartasteini vegna listrænna gæða myndarinnar, heldur einnig andlegra og mannlegra þátta hennar. Þá er tekið fram að myndin sýni á lágstemmdan hátt fram á getu mannsins til að vaxa og þroskast. Hjartasteinn var heimsfrumsýnd í Venice Days dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í september og vann þar til Queer Lion-verðlauna hátíðarinnar. Eftir það hefur hún verið sýnd á fleiri alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, meðal annars í Toronto í Kanada og Busan í Suður-Kóreu. Aðspurður segir Anton Máni að nákvæm dagsetning frumsýningar myndarinnar hér á Íslandi hafi ekki enn verið ákveðin, en það verði í kringum áramótin næstu. „Þangað til verður myndin á stanslausu flakki milli landa og kvikmyndahátíða. Eftir jól fer hún svo líka á fjölda hátíða, til dæmis í Bandaríkjunum, Brasilíu, Danmörku og Grikklandi. Guðmundur Arnar leikstjóri er mest í því að ferðast með myndinni, en sjálfur fer ég til að mynda með henni til Þýskalands og Úkraínu,“ útskýrir Anton Máni og bætir við að af viðbrögðunum hingað til að dæma líti út fyrir að myndin verði sýnd víða um heim. „Í mörgum löndum erum við í viðræðum um sölu á myndinni og þær ganga mjög vel.“Sigursæll stuttmyndaleikstjóri Eins og áður sagði er Hjartasteinn fyrsta mynd Guðmundar Arnars í fullri lengd en hann hefur áður vakið athygli, meðal annars fyrir stuttmyndina Hvalfjörður, sem reyndist sigursæl á kvikmyndahátíðum og vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.
Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira