Hjartasteinn fékk þrenn verðlaun í Varsjá Kjartan Guðmundsson skrifar 18. október 2016 11:00 Anton Máni Svansson framleiðandi og Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri og handritshöfundur. „Við erum rosalega þakklát fyrir þessi viðbrögð. Við höfum unnið að þessu í fjölda ára og gaman að sjá hvað myndin gengur vel í fólk,“ segir Anton Máni Svansson, einn framleiðenda kvikmyndarinnar Hjartasteinn. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd og vann um helgina til þrennra verðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Myndin hlaut flest verðlaun allra á hátíðinni, en Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini og myndin vann til kirkjuverðlauna hátíðarinnar.Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.Verður sýnd víða um heim Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina og fóru tökur fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Í umsögn dómnefndar um valið á kirkjuverðlaunum hátíðarinnar í Varsjá segir meðal annars að þau hafi ekki aðeins verið veitt Hjartasteini vegna listrænna gæða myndarinnar, heldur einnig andlegra og mannlegra þátta hennar. Þá er tekið fram að myndin sýni á lágstemmdan hátt fram á getu mannsins til að vaxa og þroskast. Hjartasteinn var heimsfrumsýnd í Venice Days dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í september og vann þar til Queer Lion-verðlauna hátíðarinnar. Eftir það hefur hún verið sýnd á fleiri alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, meðal annars í Toronto í Kanada og Busan í Suður-Kóreu. Aðspurður segir Anton Máni að nákvæm dagsetning frumsýningar myndarinnar hér á Íslandi hafi ekki enn verið ákveðin, en það verði í kringum áramótin næstu. „Þangað til verður myndin á stanslausu flakki milli landa og kvikmyndahátíða. Eftir jól fer hún svo líka á fjölda hátíða, til dæmis í Bandaríkjunum, Brasilíu, Danmörku og Grikklandi. Guðmundur Arnar leikstjóri er mest í því að ferðast með myndinni, en sjálfur fer ég til að mynda með henni til Þýskalands og Úkraínu,“ útskýrir Anton Máni og bætir við að af viðbrögðunum hingað til að dæma líti út fyrir að myndin verði sýnd víða um heim. „Í mörgum löndum erum við í viðræðum um sölu á myndinni og þær ganga mjög vel.“Sigursæll stuttmyndaleikstjóri Eins og áður sagði er Hjartasteinn fyrsta mynd Guðmundar Arnars í fullri lengd en hann hefur áður vakið athygli, meðal annars fyrir stuttmyndina Hvalfjörður, sem reyndist sigursæl á kvikmyndahátíðum og vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013. Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Við erum rosalega þakklát fyrir þessi viðbrögð. Við höfum unnið að þessu í fjölda ára og gaman að sjá hvað myndin gengur vel í fólk,“ segir Anton Máni Svansson, einn framleiðenda kvikmyndarinnar Hjartasteinn. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd og vann um helgina til þrennra verðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Myndin hlaut flest verðlaun allra á hátíðinni, en Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini og myndin vann til kirkjuverðlauna hátíðarinnar.Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.Verður sýnd víða um heim Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina og fóru tökur fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Í umsögn dómnefndar um valið á kirkjuverðlaunum hátíðarinnar í Varsjá segir meðal annars að þau hafi ekki aðeins verið veitt Hjartasteini vegna listrænna gæða myndarinnar, heldur einnig andlegra og mannlegra þátta hennar. Þá er tekið fram að myndin sýni á lágstemmdan hátt fram á getu mannsins til að vaxa og þroskast. Hjartasteinn var heimsfrumsýnd í Venice Days dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í september og vann þar til Queer Lion-verðlauna hátíðarinnar. Eftir það hefur hún verið sýnd á fleiri alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, meðal annars í Toronto í Kanada og Busan í Suður-Kóreu. Aðspurður segir Anton Máni að nákvæm dagsetning frumsýningar myndarinnar hér á Íslandi hafi ekki enn verið ákveðin, en það verði í kringum áramótin næstu. „Þangað til verður myndin á stanslausu flakki milli landa og kvikmyndahátíða. Eftir jól fer hún svo líka á fjölda hátíða, til dæmis í Bandaríkjunum, Brasilíu, Danmörku og Grikklandi. Guðmundur Arnar leikstjóri er mest í því að ferðast með myndinni, en sjálfur fer ég til að mynda með henni til Þýskalands og Úkraínu,“ útskýrir Anton Máni og bætir við að af viðbrögðunum hingað til að dæma líti út fyrir að myndin verði sýnd víða um heim. „Í mörgum löndum erum við í viðræðum um sölu á myndinni og þær ganga mjög vel.“Sigursæll stuttmyndaleikstjóri Eins og áður sagði er Hjartasteinn fyrsta mynd Guðmundar Arnars í fullri lengd en hann hefur áður vakið athygli, meðal annars fyrir stuttmyndina Hvalfjörður, sem reyndist sigursæl á kvikmyndahátíðum og vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.
Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira