Hjartasteinn fékk þrenn verðlaun í Varsjá Kjartan Guðmundsson skrifar 18. október 2016 11:00 Anton Máni Svansson framleiðandi og Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri og handritshöfundur. „Við erum rosalega þakklát fyrir þessi viðbrögð. Við höfum unnið að þessu í fjölda ára og gaman að sjá hvað myndin gengur vel í fólk,“ segir Anton Máni Svansson, einn framleiðenda kvikmyndarinnar Hjartasteinn. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd og vann um helgina til þrennra verðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Myndin hlaut flest verðlaun allra á hátíðinni, en Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini og myndin vann til kirkjuverðlauna hátíðarinnar.Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.Verður sýnd víða um heim Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina og fóru tökur fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Í umsögn dómnefndar um valið á kirkjuverðlaunum hátíðarinnar í Varsjá segir meðal annars að þau hafi ekki aðeins verið veitt Hjartasteini vegna listrænna gæða myndarinnar, heldur einnig andlegra og mannlegra þátta hennar. Þá er tekið fram að myndin sýni á lágstemmdan hátt fram á getu mannsins til að vaxa og þroskast. Hjartasteinn var heimsfrumsýnd í Venice Days dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í september og vann þar til Queer Lion-verðlauna hátíðarinnar. Eftir það hefur hún verið sýnd á fleiri alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, meðal annars í Toronto í Kanada og Busan í Suður-Kóreu. Aðspurður segir Anton Máni að nákvæm dagsetning frumsýningar myndarinnar hér á Íslandi hafi ekki enn verið ákveðin, en það verði í kringum áramótin næstu. „Þangað til verður myndin á stanslausu flakki milli landa og kvikmyndahátíða. Eftir jól fer hún svo líka á fjölda hátíða, til dæmis í Bandaríkjunum, Brasilíu, Danmörku og Grikklandi. Guðmundur Arnar leikstjóri er mest í því að ferðast með myndinni, en sjálfur fer ég til að mynda með henni til Þýskalands og Úkraínu,“ útskýrir Anton Máni og bætir við að af viðbrögðunum hingað til að dæma líti út fyrir að myndin verði sýnd víða um heim. „Í mörgum löndum erum við í viðræðum um sölu á myndinni og þær ganga mjög vel.“Sigursæll stuttmyndaleikstjóri Eins og áður sagði er Hjartasteinn fyrsta mynd Guðmundar Arnars í fullri lengd en hann hefur áður vakið athygli, meðal annars fyrir stuttmyndina Hvalfjörður, sem reyndist sigursæl á kvikmyndahátíðum og vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013. Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
„Við erum rosalega þakklát fyrir þessi viðbrögð. Við höfum unnið að þessu í fjölda ára og gaman að sjá hvað myndin gengur vel í fólk,“ segir Anton Máni Svansson, einn framleiðenda kvikmyndarinnar Hjartasteinn. Myndin er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd og vann um helgina til þrennra verðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Varsjá í Póllandi. Myndin hlaut flest verðlaun allra á hátíðinni, en Guðmundur Arnar var valinn besti leikstjórinn, Baldur Einarsson hlaut sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini og myndin vann til kirkjuverðlauna hátíðarinnar.Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina.Verður sýnd víða um heim Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina og fóru tökur fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Í umsögn dómnefndar um valið á kirkjuverðlaunum hátíðarinnar í Varsjá segir meðal annars að þau hafi ekki aðeins verið veitt Hjartasteini vegna listrænna gæða myndarinnar, heldur einnig andlegra og mannlegra þátta hennar. Þá er tekið fram að myndin sýni á lágstemmdan hátt fram á getu mannsins til að vaxa og þroskast. Hjartasteinn var heimsfrumsýnd í Venice Days dagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum í september og vann þar til Queer Lion-verðlauna hátíðarinnar. Eftir það hefur hún verið sýnd á fleiri alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, meðal annars í Toronto í Kanada og Busan í Suður-Kóreu. Aðspurður segir Anton Máni að nákvæm dagsetning frumsýningar myndarinnar hér á Íslandi hafi ekki enn verið ákveðin, en það verði í kringum áramótin næstu. „Þangað til verður myndin á stanslausu flakki milli landa og kvikmyndahátíða. Eftir jól fer hún svo líka á fjölda hátíða, til dæmis í Bandaríkjunum, Brasilíu, Danmörku og Grikklandi. Guðmundur Arnar leikstjóri er mest í því að ferðast með myndinni, en sjálfur fer ég til að mynda með henni til Þýskalands og Úkraínu,“ útskýrir Anton Máni og bætir við að af viðbrögðunum hingað til að dæma líti út fyrir að myndin verði sýnd víða um heim. „Í mörgum löndum erum við í viðræðum um sölu á myndinni og þær ganga mjög vel.“Sigursæll stuttmyndaleikstjóri Eins og áður sagði er Hjartasteinn fyrsta mynd Guðmundar Arnars í fullri lengd en hann hefur áður vakið athygli, meðal annars fyrir stuttmyndina Hvalfjörður, sem reyndist sigursæl á kvikmyndahátíðum og vann til sérstakra dómnefndarverðlauna í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes árið 2013.
Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira