Vilja rannsókn á strokufiski úr sjókvíum Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2016 07:00 Landssamband veiðifélaga krefst þess að stjórnvöld láti fara fram óháða rannsókn á því af hverju regnbogasilungur hefur sloppið í svo miklu magni úr kvíum á Vestfjörðum. Segja þeir það hafa leitt til þess að regnbogasilungur hefur veiðst um allt norðanvert og vestanvert landið síðustu vikur og mánuði. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þetta er skýrt merki um hvers er að vænta á næstu árum,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva„Þeir sem eru í regnbogaeldi eru flestir hverjir að hætta í því og færa sig í laxeldi. Það eru engar líkur á að hann sleppi eitthvað minna. Þegar frjór eldislax sleppur getur það valdið erfðamengun og að við töpum þessu villtu stofnum. Skýr rannsóknardæmi eru um að það er að gerast í nokkrum ám í Noregi og að villtir stofnar eru að hverfa úr þeim.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, gefur lítið fyrir kort sem hefur verið gefið út af Landssambandi veiðifélaga. „Það er á hreinu að þetta kort er gefið út núna í áróðursskyni til þess að hræða yfirvöld. Regnbogasilungur hefur sannarlega veiðst í ám en hann getur ekki á nokkurn hátt fjölgað sér og ég veit að veiðimenn hafa haft gaman af því að veiða hann,“ segir Höskuldur. „Einnig hefur Fiskistofa ekki verið sátt við framsetningu kortsins og talið hana villandi.“Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaÍ ár verða framleidd við Ísland um fimmtán þúsund tonn af eldislaxi og innan þriggja ára gæti slátrun eldisfisks hér á landi orðið meiri en samanlögð kjötframleiðsla hér á landi. Tveggja daga eftirlitsferð Fiskistofu um daginn staðfesti að regnbogasilung er nú að finna í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort regnbogasilung sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Fiskistofa hefur ekki fengið tilkynningu um að slysaslepping hafi orðið í fiskeldi á Vestfjörðum, en rekstraraðilum í fiskeldi er skylt að tilkynna um slys. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Landssamband veiðifélaga krefst þess að stjórnvöld láti fara fram óháða rannsókn á því af hverju regnbogasilungur hefur sloppið í svo miklu magni úr kvíum á Vestfjörðum. Segja þeir það hafa leitt til þess að regnbogasilungur hefur veiðst um allt norðanvert og vestanvert landið síðustu vikur og mánuði. „Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þetta er skýrt merki um hvers er að vænta á næstu árum,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga.Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva„Þeir sem eru í regnbogaeldi eru flestir hverjir að hætta í því og færa sig í laxeldi. Það eru engar líkur á að hann sleppi eitthvað minna. Þegar frjór eldislax sleppur getur það valdið erfðamengun og að við töpum þessu villtu stofnum. Skýr rannsóknardæmi eru um að það er að gerast í nokkrum ám í Noregi og að villtir stofnar eru að hverfa úr þeim.“ Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva, gefur lítið fyrir kort sem hefur verið gefið út af Landssambandi veiðifélaga. „Það er á hreinu að þetta kort er gefið út núna í áróðursskyni til þess að hræða yfirvöld. Regnbogasilungur hefur sannarlega veiðst í ám en hann getur ekki á nokkurn hátt fjölgað sér og ég veit að veiðimenn hafa haft gaman af því að veiða hann,“ segir Höskuldur. „Einnig hefur Fiskistofa ekki verið sátt við framsetningu kortsins og talið hana villandi.“Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélagaÍ ár verða framleidd við Ísland um fimmtán þúsund tonn af eldislaxi og innan þriggja ára gæti slátrun eldisfisks hér á landi orðið meiri en samanlögð kjötframleiðsla hér á landi. Tveggja daga eftirlitsferð Fiskistofu um daginn staðfesti að regnbogasilung er nú að finna í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Fiskistofa rannsakar nú hvort regnbogasilung sé einnig að finna í Ísafjarðardjúpi, en grunur er um að svo geti verið. Fiskistofa hefur ekki fengið tilkynningu um að slysaslepping hafi orðið í fiskeldi á Vestfjörðum, en rekstraraðilum í fiskeldi er skylt að tilkynna um slys. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira