Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. október 2016 10:13 Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag til að sýna samstöðu með pólskum konum og mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingarlöggjöf þar í landi. Mótmælin hafa yfirskriftina Black Monday eða Svartur mánudagur. Í lýsingu á viðburðinum á Facebook segir að pólskir stjórnmálamenn vilji senda pólskar konur aftur til miðalda. Þá segir einnig að í dag stefni þúsundir pólskra kvenna stefna á að leggja niður störf sín og mótmæla breytingar á lögunum, sem brjóti á lýðræðislegum rétti kvenna og ógni lífi þeirra.„Við mótmælum því að komið sé fram við óléttar konur eins og hugsanlega glæpamenn.Við mótmælum því að gildandi lög geri samskipti óléttra kvenna við heilbrigðisstarfsmenn óttablendin.Við mótmælum því að konur séu sviptar öryggistilfinningu og þeirri umönnun sem þær eiga rétt á.Við mótmælum því að litið sé á nauðganir, þegar konur upplifa líkamlegan- og andlegan sársauka, sem upphaf nýs lífs,“ stendur í lýsingunni. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu. Samkvæmt nýju lögunum yrði gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu nema ef móðirin er í lífshættu. Viðurlög við fóstureyðingum yrðu fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Í myndbandi sem gert var í tilefni dagsins kemur fram að mótmælaaðgerðir pólskra kvenna um að leggja niður störf og sýna þannig samstöðu í verki sé innblásin af kvennafrídeginum árið 1975 þegar um 25 þúsund konur á Íslandi lögðu niður störf og mótmæltu kynbundnum launamismun á útifundi á Lækjartorgi.Frétt Stöðvar 2 um löggjöfina má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, og myndband sem framleitt var í tilefni Svarts mánudags má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. 20. september 2016 20:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag til að sýna samstöðu með pólskum konum og mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingarlöggjöf þar í landi. Mótmælin hafa yfirskriftina Black Monday eða Svartur mánudagur. Í lýsingu á viðburðinum á Facebook segir að pólskir stjórnmálamenn vilji senda pólskar konur aftur til miðalda. Þá segir einnig að í dag stefni þúsundir pólskra kvenna stefna á að leggja niður störf sín og mótmæla breytingar á lögunum, sem brjóti á lýðræðislegum rétti kvenna og ógni lífi þeirra.„Við mótmælum því að komið sé fram við óléttar konur eins og hugsanlega glæpamenn.Við mótmælum því að gildandi lög geri samskipti óléttra kvenna við heilbrigðisstarfsmenn óttablendin.Við mótmælum því að konur séu sviptar öryggistilfinningu og þeirri umönnun sem þær eiga rétt á.Við mótmælum því að litið sé á nauðganir, þegar konur upplifa líkamlegan- og andlegan sársauka, sem upphaf nýs lífs,“ stendur í lýsingunni. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu. Samkvæmt nýju lögunum yrði gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu nema ef móðirin er í lífshættu. Viðurlög við fóstureyðingum yrðu fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Í myndbandi sem gert var í tilefni dagsins kemur fram að mótmælaaðgerðir pólskra kvenna um að leggja niður störf og sýna þannig samstöðu í verki sé innblásin af kvennafrídeginum árið 1975 þegar um 25 þúsund konur á Íslandi lögðu niður störf og mótmæltu kynbundnum launamismun á útifundi á Lækjartorgi.Frétt Stöðvar 2 um löggjöfina má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, og myndband sem framleitt var í tilefni Svarts mánudags má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. 20. september 2016 20:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. 20. september 2016 20:00