Svartur mánudagur innblásinn af kvennafrídeginum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. október 2016 10:13 Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag til að sýna samstöðu með pólskum konum og mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingarlöggjöf þar í landi. Mótmælin hafa yfirskriftina Black Monday eða Svartur mánudagur. Í lýsingu á viðburðinum á Facebook segir að pólskir stjórnmálamenn vilji senda pólskar konur aftur til miðalda. Þá segir einnig að í dag stefni þúsundir pólskra kvenna stefna á að leggja niður störf sín og mótmæla breytingar á lögunum, sem brjóti á lýðræðislegum rétti kvenna og ógni lífi þeirra.„Við mótmælum því að komið sé fram við óléttar konur eins og hugsanlega glæpamenn.Við mótmælum því að gildandi lög geri samskipti óléttra kvenna við heilbrigðisstarfsmenn óttablendin.Við mótmælum því að konur séu sviptar öryggistilfinningu og þeirri umönnun sem þær eiga rétt á.Við mótmælum því að litið sé á nauðganir, þegar konur upplifa líkamlegan- og andlegan sársauka, sem upphaf nýs lífs,“ stendur í lýsingunni. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu. Samkvæmt nýju lögunum yrði gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu nema ef móðirin er í lífshættu. Viðurlög við fóstureyðingum yrðu fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Í myndbandi sem gert var í tilefni dagsins kemur fram að mótmælaaðgerðir pólskra kvenna um að leggja niður störf og sýna þannig samstöðu í verki sé innblásin af kvennafrídeginum árið 1975 þegar um 25 þúsund konur á Íslandi lögðu niður störf og mótmæltu kynbundnum launamismun á útifundi á Lækjartorgi.Frétt Stöðvar 2 um löggjöfina má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, og myndband sem framleitt var í tilefni Svarts mánudags má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. 20. september 2016 20:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Sjá meira
Tæplega sex hundruð manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan hálf sex síðdegis í dag til að sýna samstöðu með pólskum konum og mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingarlöggjöf þar í landi. Mótmælin hafa yfirskriftina Black Monday eða Svartur mánudagur. Í lýsingu á viðburðinum á Facebook segir að pólskir stjórnmálamenn vilji senda pólskar konur aftur til miðalda. Þá segir einnig að í dag stefni þúsundir pólskra kvenna stefna á að leggja niður störf sín og mótmæla breytingar á lögunum, sem brjóti á lýðræðislegum rétti kvenna og ógni lífi þeirra.„Við mótmælum því að komið sé fram við óléttar konur eins og hugsanlega glæpamenn.Við mótmælum því að gildandi lög geri samskipti óléttra kvenna við heilbrigðisstarfsmenn óttablendin.Við mótmælum því að konur séu sviptar öryggistilfinningu og þeirri umönnun sem þær eiga rétt á.Við mótmælum því að litið sé á nauðganir, þegar konur upplifa líkamlegan- og andlegan sársauka, sem upphaf nýs lífs,“ stendur í lýsingunni. Lög um fóstureyðingar í Póllandi eru nú þegar ein þau ströngustu í Evrópu. Samkvæmt nýju lögunum yrði gengið enn lengra og fóstureyðingar bannaðar með öllu nema ef móðirin er í lífshættu. Viðurlög við fóstureyðingum yrðu fimm ára fangelsi, bæði fyrir móðurina og þá sem kunna að framkvæma aðgerðina. Í myndbandi sem gert var í tilefni dagsins kemur fram að mótmælaaðgerðir pólskra kvenna um að leggja niður störf og sýna þannig samstöðu í verki sé innblásin af kvennafrídeginum árið 1975 þegar um 25 þúsund konur á Íslandi lögðu niður störf og mótmæltu kynbundnum launamismun á útifundi á Lækjartorgi.Frétt Stöðvar 2 um löggjöfina má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, og myndband sem framleitt var í tilefni Svarts mánudags má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. 20. september 2016 20:00 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Sjá meira
Segir ný fóstureyðingarlög gjörbreyta stöðu pólskra kvenna Pólska þingið tekur í vikunni til umfjöllunar umdeild lög sem gera fóstureyðingar ólöglegar og refsiverðar. Pólsk kona búsett hér á landi segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni og að samfélag pólskra kvenna á Íslandi sé alfarið á móti lögunum, sem hún telur brjóta á mannréttindum kvenna. 20. september 2016 20:00