Lífið

Ísland með tvo sendiherra í Brussel

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Við höfum rödd þegar kemur að jafnréttismálum og við beitum okkur,“ segja báðir sendiherrar Íslands í Belgíu, annar fyrir ESB og hinn fyrir NATÓ.

Í fjórða þættinum af Sendiráðum Íslands kynnir Sindri Sindrason sér þau tvö sendiráð  sem eru staðsett í Brussel en á báðum stöðum eru konur við stýrið.

Þá fær hann svör við því hvers vegna við Íslendingar þurfum að vera á staðnum, kynnist starfsfólkinu, fær að sjá glæsileg híbýli sendiherra og kemst að því í hvað skattpeningurinn okkar fer.

Fjórði þátturinn fer í loftið klukkan 20:10 á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×