Lögreglan í París: Kim Kardashian mögulega rænd því hún flaggaði skartgripunum á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 22:34 Kim Kardashian West ásamt eiginmanni sínum Kanye West. vísir/afp Skartgripum sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West á eða var með í láni var mögulega rænt vegna þess að Kim flaggaði þeim á samfélagsmiðlum sínum. Þetta segir talsmaður lögreglunnar í París í samtali við AP-fréttaveituna en Kardashian dvaldi í lúxusíbúð í borginni þegar þjófar ruddust þar inn, bundu hana niður, læstu inni á baðherbergi og létu greipar sópa um íbúðina. Talið er að þeir hafi stolið skartgripum að verðmæti allt að tíu milljónum dollara en lífvörður Kardashian var ekki á staðnum þegar þjófarnir ruddust inn. Ræningjarnir eru ófundnir en samkvæmt frétt Guardian rannsakar lögreglan nú upptökur úr öryggismyndavélum. Johanna Primevert talsmaður lögreglunnar sagði að ránið væri einsdæmi í París og að mögulega hefði Kardashian ekki gætt nægilega að sér með því að sýna skartgripina á samfélagsmiðlum. Þá velti Primevert því upp að mögulega hafi öryggisgæslunni í byggingunni þar sem Kardashian dvaldi verið ábótavant. Að sögn Primevert hefur ránið ekkert með öryggið á strætum Parísar að gera þar sem þjófarnir höfðu skipulagt ránið vel og einsett sér að ræna raunveruleikastjörnuna. „Það er augljóst að þegar þú ert stjarna eins og Kim Kardashian, með meira en 48 milljón fylgjendur á Twitter... Ég held að þetta gæti alveg hafa gerst annars staðar en í París. Það var í rauninni stjarnan sem þeir voru á eftir en hún var með í fórum sínum ýmis verðmæti sem höfðu sést á samfélagsmiðlum og það var það sem þjófarnir voru á höttunum eftir,“ sagði Primevert. Þessi orð endurómaði fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld þegar hann ræddi við blaðamenn á tískusýningu Chanel í París. „Ég skil ekki hvað hún var að gera á hóteli þar sem ekki var nein öryggisgæsla og með hluti eins og þessa. Ef þú ert fræg og þú birtir myndir af öllum skartgripunum þínum á netinu þá ferðu á hótel þar sem enginn getur komið nálægt herberginu þínu. Þú getur ekki sýnt auð þinn opinberlega og svo verið hissa á að fólk vilji deila honum með þér,“ sagði Lagerfeld. Síðar setti Lagerfeld svo mynd á Instagram til að sýna stuðning sinn við Kardashian. Sjálf hefur Kardashian ekkert látið heyra í sér á samfélagsmiðlum síðan ránið var framið en á meðal þess sem hún hefur birt myndir af á Instagram upp á síðkastið er risastór demantshringur sem talið er fullvíst að hafi verið stolið, ýmsir skartgripir frá Lorraine Schwartz, pelsir frá Givency og barnaföt frá Roberto Cavalli. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 27, 2016 at 3:44pm PDT A day before his @chanelofficial show in Paris, @karllagerfeld has a special message for @kimkardashian: 'We are all with you.' A photo posted by V Magazine (@vmagazine) on Oct 3, 2016 at 6:56am PDT Tengdar fréttir Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Skartgripum sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West á eða var með í láni var mögulega rænt vegna þess að Kim flaggaði þeim á samfélagsmiðlum sínum. Þetta segir talsmaður lögreglunnar í París í samtali við AP-fréttaveituna en Kardashian dvaldi í lúxusíbúð í borginni þegar þjófar ruddust þar inn, bundu hana niður, læstu inni á baðherbergi og létu greipar sópa um íbúðina. Talið er að þeir hafi stolið skartgripum að verðmæti allt að tíu milljónum dollara en lífvörður Kardashian var ekki á staðnum þegar þjófarnir ruddust inn. Ræningjarnir eru ófundnir en samkvæmt frétt Guardian rannsakar lögreglan nú upptökur úr öryggismyndavélum. Johanna Primevert talsmaður lögreglunnar sagði að ránið væri einsdæmi í París og að mögulega hefði Kardashian ekki gætt nægilega að sér með því að sýna skartgripina á samfélagsmiðlum. Þá velti Primevert því upp að mögulega hafi öryggisgæslunni í byggingunni þar sem Kardashian dvaldi verið ábótavant. Að sögn Primevert hefur ránið ekkert með öryggið á strætum Parísar að gera þar sem þjófarnir höfðu skipulagt ránið vel og einsett sér að ræna raunveruleikastjörnuna. „Það er augljóst að þegar þú ert stjarna eins og Kim Kardashian, með meira en 48 milljón fylgjendur á Twitter... Ég held að þetta gæti alveg hafa gerst annars staðar en í París. Það var í rauninni stjarnan sem þeir voru á eftir en hún var með í fórum sínum ýmis verðmæti sem höfðu sést á samfélagsmiðlum og það var það sem þjófarnir voru á höttunum eftir,“ sagði Primevert. Þessi orð endurómaði fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld þegar hann ræddi við blaðamenn á tískusýningu Chanel í París. „Ég skil ekki hvað hún var að gera á hóteli þar sem ekki var nein öryggisgæsla og með hluti eins og þessa. Ef þú ert fræg og þú birtir myndir af öllum skartgripunum þínum á netinu þá ferðu á hótel þar sem enginn getur komið nálægt herberginu þínu. Þú getur ekki sýnt auð þinn opinberlega og svo verið hissa á að fólk vilji deila honum með þér,“ sagði Lagerfeld. Síðar setti Lagerfeld svo mynd á Instagram til að sýna stuðning sinn við Kardashian. Sjálf hefur Kardashian ekkert látið heyra í sér á samfélagsmiðlum síðan ránið var framið en á meðal þess sem hún hefur birt myndir af á Instagram upp á síðkastið er risastór demantshringur sem talið er fullvíst að hafi verið stolið, ýmsir skartgripir frá Lorraine Schwartz, pelsir frá Givency og barnaföt frá Roberto Cavalli. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 27, 2016 at 3:44pm PDT A day before his @chanelofficial show in Paris, @karllagerfeld has a special message for @kimkardashian: 'We are all with you.' A photo posted by V Magazine (@vmagazine) on Oct 3, 2016 at 6:56am PDT
Tengdar fréttir Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30