Lögreglan í París: Kim Kardashian mögulega rænd því hún flaggaði skartgripunum á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 22:34 Kim Kardashian West ásamt eiginmanni sínum Kanye West. vísir/afp Skartgripum sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West á eða var með í láni var mögulega rænt vegna þess að Kim flaggaði þeim á samfélagsmiðlum sínum. Þetta segir talsmaður lögreglunnar í París í samtali við AP-fréttaveituna en Kardashian dvaldi í lúxusíbúð í borginni þegar þjófar ruddust þar inn, bundu hana niður, læstu inni á baðherbergi og létu greipar sópa um íbúðina. Talið er að þeir hafi stolið skartgripum að verðmæti allt að tíu milljónum dollara en lífvörður Kardashian var ekki á staðnum þegar þjófarnir ruddust inn. Ræningjarnir eru ófundnir en samkvæmt frétt Guardian rannsakar lögreglan nú upptökur úr öryggismyndavélum. Johanna Primevert talsmaður lögreglunnar sagði að ránið væri einsdæmi í París og að mögulega hefði Kardashian ekki gætt nægilega að sér með því að sýna skartgripina á samfélagsmiðlum. Þá velti Primevert því upp að mögulega hafi öryggisgæslunni í byggingunni þar sem Kardashian dvaldi verið ábótavant. Að sögn Primevert hefur ránið ekkert með öryggið á strætum Parísar að gera þar sem þjófarnir höfðu skipulagt ránið vel og einsett sér að ræna raunveruleikastjörnuna. „Það er augljóst að þegar þú ert stjarna eins og Kim Kardashian, með meira en 48 milljón fylgjendur á Twitter... Ég held að þetta gæti alveg hafa gerst annars staðar en í París. Það var í rauninni stjarnan sem þeir voru á eftir en hún var með í fórum sínum ýmis verðmæti sem höfðu sést á samfélagsmiðlum og það var það sem þjófarnir voru á höttunum eftir,“ sagði Primevert. Þessi orð endurómaði fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld þegar hann ræddi við blaðamenn á tískusýningu Chanel í París. „Ég skil ekki hvað hún var að gera á hóteli þar sem ekki var nein öryggisgæsla og með hluti eins og þessa. Ef þú ert fræg og þú birtir myndir af öllum skartgripunum þínum á netinu þá ferðu á hótel þar sem enginn getur komið nálægt herberginu þínu. Þú getur ekki sýnt auð þinn opinberlega og svo verið hissa á að fólk vilji deila honum með þér,“ sagði Lagerfeld. Síðar setti Lagerfeld svo mynd á Instagram til að sýna stuðning sinn við Kardashian. Sjálf hefur Kardashian ekkert látið heyra í sér á samfélagsmiðlum síðan ránið var framið en á meðal þess sem hún hefur birt myndir af á Instagram upp á síðkastið er risastór demantshringur sem talið er fullvíst að hafi verið stolið, ýmsir skartgripir frá Lorraine Schwartz, pelsir frá Givency og barnaföt frá Roberto Cavalli. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 27, 2016 at 3:44pm PDT A day before his @chanelofficial show in Paris, @karllagerfeld has a special message for @kimkardashian: 'We are all with you.' A photo posted by V Magazine (@vmagazine) on Oct 3, 2016 at 6:56am PDT Tengdar fréttir Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Skartgripum sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West á eða var með í láni var mögulega rænt vegna þess að Kim flaggaði þeim á samfélagsmiðlum sínum. Þetta segir talsmaður lögreglunnar í París í samtali við AP-fréttaveituna en Kardashian dvaldi í lúxusíbúð í borginni þegar þjófar ruddust þar inn, bundu hana niður, læstu inni á baðherbergi og létu greipar sópa um íbúðina. Talið er að þeir hafi stolið skartgripum að verðmæti allt að tíu milljónum dollara en lífvörður Kardashian var ekki á staðnum þegar þjófarnir ruddust inn. Ræningjarnir eru ófundnir en samkvæmt frétt Guardian rannsakar lögreglan nú upptökur úr öryggismyndavélum. Johanna Primevert talsmaður lögreglunnar sagði að ránið væri einsdæmi í París og að mögulega hefði Kardashian ekki gætt nægilega að sér með því að sýna skartgripina á samfélagsmiðlum. Þá velti Primevert því upp að mögulega hafi öryggisgæslunni í byggingunni þar sem Kardashian dvaldi verið ábótavant. Að sögn Primevert hefur ránið ekkert með öryggið á strætum Parísar að gera þar sem þjófarnir höfðu skipulagt ránið vel og einsett sér að ræna raunveruleikastjörnuna. „Það er augljóst að þegar þú ert stjarna eins og Kim Kardashian, með meira en 48 milljón fylgjendur á Twitter... Ég held að þetta gæti alveg hafa gerst annars staðar en í París. Það var í rauninni stjarnan sem þeir voru á eftir en hún var með í fórum sínum ýmis verðmæti sem höfðu sést á samfélagsmiðlum og það var það sem þjófarnir voru á höttunum eftir,“ sagði Primevert. Þessi orð endurómaði fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld þegar hann ræddi við blaðamenn á tískusýningu Chanel í París. „Ég skil ekki hvað hún var að gera á hóteli þar sem ekki var nein öryggisgæsla og með hluti eins og þessa. Ef þú ert fræg og þú birtir myndir af öllum skartgripunum þínum á netinu þá ferðu á hótel þar sem enginn getur komið nálægt herberginu þínu. Þú getur ekki sýnt auð þinn opinberlega og svo verið hissa á að fólk vilji deila honum með þér,“ sagði Lagerfeld. Síðar setti Lagerfeld svo mynd á Instagram til að sýna stuðning sinn við Kardashian. Sjálf hefur Kardashian ekkert látið heyra í sér á samfélagsmiðlum síðan ránið var framið en á meðal þess sem hún hefur birt myndir af á Instagram upp á síðkastið er risastór demantshringur sem talið er fullvíst að hafi verið stolið, ýmsir skartgripir frá Lorraine Schwartz, pelsir frá Givency og barnaföt frá Roberto Cavalli. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 27, 2016 at 3:44pm PDT A day before his @chanelofficial show in Paris, @karllagerfeld has a special message for @kimkardashian: 'We are all with you.' A photo posted by V Magazine (@vmagazine) on Oct 3, 2016 at 6:56am PDT
Tengdar fréttir Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30