Hert á heimildum til hlerana Þorgeir Helgason skrifar 6. október 2016 07:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við rannsóknarstörf. Hert verður á heimildum lögreglu til þess að hlera. vísir/pjetur Lögreglunni verður gert erfiðara fyrir að stunda símhleranir í rannsóknarskyni samkvæmt nýjum ákvæðum í sakamálalögum sem samþykkt voru á Alþingi í lok september og taka gildi um næstu áramót. Lagabreytingarnar fela í sér að þrengt hefur verið að skilyrðum sem þarf að uppfylla til að fá heimild til símhlerunar. Þannig verður sakborningi skipaður talsmaður sem gætir hagsmuna hans fyrir héraðsdómi og ábyrgð ríkissaksóknara við eftirlit með framkvæmd símhlerana verður meiri en áður var. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fagnar breytingunum. „Ég tel að þetta sé til mikilla bóta, það liggur fyrir að þetta hefur á köflum verið eins og villta vestrið, þar sem nánast allar kröfur sem komið hafa frá lögreglunni hafa verið samþykktar og stimplaðar af Héraðsdómi eftirlitslaust. Það hefur enginn verið til staðar til að gæta hagsmuna þess sem er hleraður. Þess vegna er augljós réttarbót í þessum lögum og því ber að fagna lagasetningunni,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Hans VilhjálmssonLögregla og dómstólar hafa í gegnum tíðina verið harðlega gagnrýnd fyrir framkvæmd símhlerana. Felst sú gagnrýni helst í því hve gjarnir dómstólar eru á að úrskurða heimildir og hve lítið eftirlit er haft með framkvæmd símhlerunarinnar og eftirmálum hennar. Á árunum 2009 til 2013 veittu héraðsdómstólar á Íslandi lögreglu 726 sinnum heimild til símhlerana en í eingöngu fjögur skipti var kröfu lögreglu hafnað. Dómstólar urðu því við kröfum lögreglu á þessu tímabili í rúmlega 99,5 prósentum tilfella. Símhlerun er íþyngjandi rannsóknarúrræði lögreglunnar og er því mikilvægt að þeim sem hleraðir hafa verið sé tilkynnt um það þegar aðgerð lýkur. Vilhjálmur segist þekkja mörg dæmi þess að lögreglan sinni ekki þessari tilkynningarskyldu. Hann hafi sent fyrirspurn á héraðssaksóknara til þess að fá upplýst hvaða rannsóknaraðgerðum einn umbjóðandi hans hefði sætt. Héraðssaksóknari svaraði því til að umbjóðandi Vilhjálms hefði aðeins verið til rannsóknar í því máli sem til meðferðar var. Vilhjálmur sendi því sömu fyrirspurn til ríkissaksóknara en samkvæmt svari hans hafði umbjóðandi Vilhjálms sætt símhlerun í eldra máli. Það mál var til lykta leitt í Hæstarétti og samkvæmt skráningu lögreglu hafði ekki verið tilkynnt um hlerunina. Sakamálalögum hefur nú verið breytt á þann veg að ríkissaksóknara ber að tryggja að sá sem hefur verið hleraður fái vitneskju um það innan tólf mánaða frá því aðgerð lögreglu lauk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Lögreglunni verður gert erfiðara fyrir að stunda símhleranir í rannsóknarskyni samkvæmt nýjum ákvæðum í sakamálalögum sem samþykkt voru á Alþingi í lok september og taka gildi um næstu áramót. Lagabreytingarnar fela í sér að þrengt hefur verið að skilyrðum sem þarf að uppfylla til að fá heimild til símhlerunar. Þannig verður sakborningi skipaður talsmaður sem gætir hagsmuna hans fyrir héraðsdómi og ábyrgð ríkissaksóknara við eftirlit með framkvæmd símhlerana verður meiri en áður var. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður fagnar breytingunum. „Ég tel að þetta sé til mikilla bóta, það liggur fyrir að þetta hefur á köflum verið eins og villta vestrið, þar sem nánast allar kröfur sem komið hafa frá lögreglunni hafa verið samþykktar og stimplaðar af Héraðsdómi eftirlitslaust. Það hefur enginn verið til staðar til að gæta hagsmuna þess sem er hleraður. Þess vegna er augljós réttarbót í þessum lögum og því ber að fagna lagasetningunni,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Hans VilhjálmssonLögregla og dómstólar hafa í gegnum tíðina verið harðlega gagnrýnd fyrir framkvæmd símhlerana. Felst sú gagnrýni helst í því hve gjarnir dómstólar eru á að úrskurða heimildir og hve lítið eftirlit er haft með framkvæmd símhlerunarinnar og eftirmálum hennar. Á árunum 2009 til 2013 veittu héraðsdómstólar á Íslandi lögreglu 726 sinnum heimild til símhlerana en í eingöngu fjögur skipti var kröfu lögreglu hafnað. Dómstólar urðu því við kröfum lögreglu á þessu tímabili í rúmlega 99,5 prósentum tilfella. Símhlerun er íþyngjandi rannsóknarúrræði lögreglunnar og er því mikilvægt að þeim sem hleraðir hafa verið sé tilkynnt um það þegar aðgerð lýkur. Vilhjálmur segist þekkja mörg dæmi þess að lögreglan sinni ekki þessari tilkynningarskyldu. Hann hafi sent fyrirspurn á héraðssaksóknara til þess að fá upplýst hvaða rannsóknaraðgerðum einn umbjóðandi hans hefði sætt. Héraðssaksóknari svaraði því til að umbjóðandi Vilhjálms hefði aðeins verið til rannsóknar í því máli sem til meðferðar var. Vilhjálmur sendi því sömu fyrirspurn til ríkissaksóknara en samkvæmt svari hans hafði umbjóðandi Vilhjálms sætt símhlerun í eldra máli. Það mál var til lykta leitt í Hæstarétti og samkvæmt skráningu lögreglu hafði ekki verið tilkynnt um hlerunina. Sakamálalögum hefur nú verið breytt á þann veg að ríkissaksóknara ber að tryggja að sá sem hefur verið hleraður fái vitneskju um það innan tólf mánaða frá því aðgerð lögreglu lauk. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda