Sporin hræða og það þarf varfærin skref í uppbyggingu fiskeldis Svavar Hávarðsson skrifar 7. október 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna Ýtrustu varúðarsjónarmið gagnvart umhverfinu eru í fullu gildi sem stefna Vinstri grænna hvað varðar uppbyggingaráform á sjókvíaeldi á Vestfjörðum og annars staðar, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Við höfum margoft gert að umræðuefni stöðu villta laxins í samhengi við uppbyggingu fiskeldis, en við erum ekki sjálfkrafa á móti hugmyndum um atvinnuuppbyggingu. Ég lít á það sem okkar skyldu, þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að fá atvinnuuppbyggingu, að varðveita líffræðilega fjölbreytni villta laxins,“ segir Katrín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðurvesturkjördæmi, birti í gær grein um þá möguleika sem felast í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum, þar sem hún stillir þeirri uppbyggingu upp sem svari við „óheillaþróun síðustu ára“ í atvinnulegu tilliti.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmGreinin birtist á sama tíma og deilur um réttmæti fiskeldis út frá umhverfislegum og fjárhagslegum, hagsmunum hafa náð hámarki. Eftir birtingu hennar sköpuðust umræður á samfélagsmiðlum um að sýn Lilju á eldið gengi þvert á stefnu Vinstri grænna þar sem rauði þráðurinn er og að náttúran skuli njóta vafans. Katrín segir að við lestur greinarinnar sjái hún ekki að skoðun Lilju sé á skjön við stefnu flokksins – heldur tiltaki hún sérstaklega að eldið skuli lúta ströngustu reglum. Katrín viðurkennir að áhugi Lilju Rafneyjar á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi skíni vissulega í gegn, en tekið sé skýrt fram í greininni að nýting auðlindarinnar skuli vera með sjálfbærum hætti. Katrín segir að mikil aukning í fiskeldi sé í umræðunni en „mér finnst við ekki geta ráðist í hana nema einmitt að hafa öll gögn uppi á borðum um hver hættan er. Við höfum spor sem hræða, til dæmis frá Noregi og því er engin spurning í mínum huga að þarna þarf að taka mjög varfærnisleg skref,“ segir Katrín. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Ýtrustu varúðarsjónarmið gagnvart umhverfinu eru í fullu gildi sem stefna Vinstri grænna hvað varðar uppbyggingaráform á sjókvíaeldi á Vestfjörðum og annars staðar, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. „Við höfum margoft gert að umræðuefni stöðu villta laxins í samhengi við uppbyggingu fiskeldis, en við erum ekki sjálfkrafa á móti hugmyndum um atvinnuuppbyggingu. Ég lít á það sem okkar skyldu, þrátt fyrir að það sé ánægjulegt að fá atvinnuuppbyggingu, að varðveita líffræðilega fjölbreytni villta laxins,“ segir Katrín. Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem skipar efsta sæti á lista Vinstri grænna í Norðurvesturkjördæmi, birti í gær grein um þá möguleika sem felast í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum, þar sem hún stillir þeirri uppbyggingu upp sem svari við „óheillaþróun síðustu ára“ í atvinnulegu tilliti.Lilja Rafney Magnúsdóttirvísir/vilhelmGreinin birtist á sama tíma og deilur um réttmæti fiskeldis út frá umhverfislegum og fjárhagslegum, hagsmunum hafa náð hámarki. Eftir birtingu hennar sköpuðust umræður á samfélagsmiðlum um að sýn Lilju á eldið gengi þvert á stefnu Vinstri grænna þar sem rauði þráðurinn er og að náttúran skuli njóta vafans. Katrín segir að við lestur greinarinnar sjái hún ekki að skoðun Lilju sé á skjön við stefnu flokksins – heldur tiltaki hún sérstaklega að eldið skuli lúta ströngustu reglum. Katrín viðurkennir að áhugi Lilju Rafneyjar á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi skíni vissulega í gegn, en tekið sé skýrt fram í greininni að nýting auðlindarinnar skuli vera með sjálfbærum hætti. Katrín segir að mikil aukning í fiskeldi sé í umræðunni en „mér finnst við ekki geta ráðist í hana nema einmitt að hafa öll gögn uppi á borðum um hver hættan er. Við höfum spor sem hræða, til dæmis frá Noregi og því er engin spurning í mínum huga að þarna þarf að taka mjög varfærnisleg skref,“ segir Katrín. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira