Innlent

Pendúllinn: Vandræðadagur Viðreisnar, þingdólgar og litlar grænar hænur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þegar þrjár vikur eru til kosninga er Framsóknarflokkurinn enn og aftur á allra vörum. Skrautlegt flokksþing hans um liðna helgi stal öllum fyrirsögnunum í vikunni og er því ekki nema von að Pendúllinn hafi sveiflast í átt að samvinnustefnunni í þessum þætti.

Nafnarnir Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Stefán Óli Jónsson ásamt sérlega gestinum Karenu Kjartansdóttur, upplýsingafulltrúa SFS og fyrrum kollega þeirra á 365, reyndu að gera hinu Dallas-kennda þingi skil. Ekkert var þeim óviðkomandi; ekki frammíköll, Kínverjar, rofnar ræður og svo sannarlega ekki litlar grænar hænur.

Þá ræddi þríeykið einnig afleitan dag Viðreisnar í gær þar sem búrkur og innherjaviðskipti komu við sögu. Viðreisn náði þó viðspyrnu um kvöldið þegar forystufólk flokkanna kom saman og virtist ætla að komast að farsælli niðurstöðu í beinni útsendingu. Verður hið sama upp á teningnum í því sem gætu orðið reglulega erfiðar stjórnarmyndunarviðræður?

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum föstudegi fram að þingkosningnum 29. október.

Pendúllinn er aðgengilegur á hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. á iTunes, Pocket Casts eða Podcast Addict. Til að finna þáttinn er best að leita einfaldlega undir nafninu Pendúllinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×