Vinnubrögð forystumanna BSRB sögð vera gerræðisleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. september 2016 06:30 Bjarni Benediktsson segir að samkomulagið sé stærsta framlag vinnumarkaðarins til stöðugleika inn í framtíðina. Hér heilsar hann Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, og Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM. vísir/gva Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB bókuðu mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu á formannafundi sem fór fram í Reykjanesbæ í byrjun september. Þetta voru forsvarsmenn Landssambands lögreglumanna, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjúkraliðafélagsins og Tollvarðafélagsins. Samkomulag um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu voru kynntar á blaðamannafund í gær. Það felur í sér að allt launafólk mun njóta sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 árum í 67 ár, en þó verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára ef þeir kjósa.Snorri Magnússon„Samhliða þessu er skiljanlegt að menn leggi áherslu á það að önnur launakjör verði jöfnuð en það hefur ætíð reynst mjög erfitt að taka samtal um jöfnun launakjara á meðan lífeyrisréttindin eru ekki sambærileg. Í framhaldi af þessum breytingum er hægt að ræða um jöfnun launakjara á allt öðrum grunni heldur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti breytingarnar. „Grunnprinsippið, samræmt lífeyriskerfi og samræmd launakerfi, er góðra gjalda vert og eitthvað sem við erum fyllilega sammála,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Hins vegar sé með samkomulaginu verið að ganga frá til framtíðar réttindaafsali starfsmanna hins opinbera á meðan ekki liggur fyrir á sama tíma hvernig farið verður í að leiðrétta launamuninn milli starfsmanna opinbera og almenna markaðarins. Hann telur að þetta hefði þurft að taka til skoðunar samtímis. Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að stefna sambandsins sé, og hafi verið í mörg ár, að flýta starfslokum sinna félagsmanna. „Okkar óskastaða væri að hefja lífeyristöku um 55 ára aldurinn. En þarna í þessu samkomulagi er talað um að hækka lífeyrissjóðsaldurinn úr 65 í 67 ár og við getum ekki samþykkt það. Það er alveg útilokað,“ segir Stefán. Í ályktun félagsstjórnarfundar Sjúkraliðafélags Íslands, sem haldinn var 13. september síðastliðinn, segir að stjórnin lýsi yfir verulegum vonbrigðum með þá aðila í forystu BSRB sem hafi samið um og samþykkt gríðarlegar skerðingar á framtíðarlífeyrisréttindum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar (lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga). Vinnubrögðin voru sögð gerræðisleg og hvatt til þess að samkomulagið yrði ekki undirritað fyrr en búið væri að kjósa um það í almennri kosningu opinberra starfsmanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Forsvarsmenn fjögurra stéttarfélaga innan BSRB bókuðu mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á lífeyrissjóðakerfinu á formannafundi sem fór fram í Reykjanesbæ í byrjun september. Þetta voru forsvarsmenn Landssambands lögreglumanna, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjúkraliðafélagsins og Tollvarðafélagsins. Samkomulag um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu voru kynntar á blaðamannafund í gær. Það felur í sér að allt launafólk mun njóta sambærilegra lífeyrisréttinda hvort sem það starfar á opinberum eða almennum vinnumarkaði. Launafólki verður gert betur kleift að færa sig milli almenns og opinbers vinnumarkaðar hvenær sem er starfsævinnar án þess að það hafi teljandi áhrif á ávinnslu lífeyrisréttinda. Lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður úr 65 árum í 67 ár, en þó verður tryggt að núverandi sjóðsfélagar haldi óbreyttum réttindum og geti farið á eftirlaun 65 ára ef þeir kjósa.Snorri Magnússon„Samhliða þessu er skiljanlegt að menn leggi áherslu á það að önnur launakjör verði jöfnuð en það hefur ætíð reynst mjög erfitt að taka samtal um jöfnun launakjara á meðan lífeyrisréttindin eru ekki sambærileg. Í framhaldi af þessum breytingum er hægt að ræða um jöfnun launakjara á allt öðrum grunni heldur en gert hefur verið til þessa,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, þegar hann kynnti breytingarnar. „Grunnprinsippið, samræmt lífeyriskerfi og samræmd launakerfi, er góðra gjalda vert og eitthvað sem við erum fyllilega sammála,“ segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Hins vegar sé með samkomulaginu verið að ganga frá til framtíðar réttindaafsali starfsmanna hins opinbera á meðan ekki liggur fyrir á sama tíma hvernig farið verður í að leiðrétta launamuninn milli starfsmanna opinbera og almenna markaðarins. Hann telur að þetta hefði þurft að taka til skoðunar samtímis. Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að stefna sambandsins sé, og hafi verið í mörg ár, að flýta starfslokum sinna félagsmanna. „Okkar óskastaða væri að hefja lífeyristöku um 55 ára aldurinn. En þarna í þessu samkomulagi er talað um að hækka lífeyrissjóðsaldurinn úr 65 í 67 ár og við getum ekki samþykkt það. Það er alveg útilokað,“ segir Stefán. Í ályktun félagsstjórnarfundar Sjúkraliðafélags Íslands, sem haldinn var 13. september síðastliðinn, segir að stjórnin lýsi yfir verulegum vonbrigðum með þá aðila í forystu BSRB sem hafi samið um og samþykkt gríðarlegar skerðingar á framtíðarlífeyrisréttindum A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar (lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga). Vinnubrögðin voru sögð gerræðisleg og hvatt til þess að samkomulagið yrði ekki undirritað fyrr en búið væri að kjósa um það í almennri kosningu opinberra starfsmanna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira