Innlent

Háskóli Íslands á meðal 250 bestu háskóla í heimi

Atli ísleifsson skrifar
Aðalbygging Háskóla Íslands.
Aðalbygging Háskóla Íslands. Vísir/Anton
Háskóli Íslands er í sæti 201 til 250 á lista yfir bestu háskóla í heimi. Niðurstöður Times Higher Education World University Rankings voru birtar í dag en þetta er sjötta árið í röð sem HÍ er á listanum, einn íslenskra háskóla.

Oxford-háskólinn í Bretlandi er í efsta sæti listans en á hæla hans eru California Institute of Technology og Stanford í Bandaríkjunum. Sjá má listann í heild sinni hér.



Í tilkynningu frá Háskóla Íslands er haft eftir Jóni Atla Benediktssyni háskólarektor að hann segi eftirtektarvert að skólinn haldi enn stöðu sinni á listanum. Þó séu blikur á lofti vegna alvarlegrar undirfjármögnunar skólans. Hann segir það enn fremur skipta Íslandi miklu að hafa háskóla svo framarlega á listanum.

Háskóli Íslands var á svipuðum slóðum í hópi þeirra bestu í fyrra, hafnaði þá í 222. sæti á heimslistanum, og var í 13. sæti á meðal háskóla á Norðurlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×