Útlendingastofnun frestar brottflutningi Morteza frá Íslandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. september 2016 22:34 Morteza á Austurvelli í ágúst síðastliðnum þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð þar fyrir mótmælum. vísir/stefán Útlendingastofnun hefur frestað brottflutningi Morteza Songolzadeh frá Íslandi. Morteza er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran en flytja átti hann til Frakklands á morgun. Þetta staðfestir Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður Morteza í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Reykjavík Grapevine. Eva Dóra segir að þau hafi ekki fengið að vita af ákvörðun Útlendingastofnunar fyrr en undir kvöld og hafi því enn ekki undir höndum rökstuðning Útlendingastofnunar fyrir ákvörðuninni. Á morgun mun málið skýrast frekar um það hver réttarstaða Morteza er núna. Morteza býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Ítarlega hefur verið fjallað um mál hans í fjölmiðlum og vakti hann til að mynda mikla athygli þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór Morteza til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Senda átti Morteza burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð Útlendingastofnunar en lögmaður Morteza kvartaði til umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðarinnar sem hún telur ekki í samræmi við lög, að því er fram kemur í umfjöllun Grapevine. Morteza sagði í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum að hann teldi yfirgnæfandi líkur á því að vera sendur aftur til Írans frá Frakklandi, og óttast hann því um líf sitt. Vísir hefur ekki náð tali af Morteza í kvöld en í samtali við Grapevine kveðst hann mjög hissa á ákvörðun Útlendingastofnunar nú um að fresta brottflutningi hans frá landinu. Hann segist hafa verið búinn að pakka niður öllu dótinu sínu enda hafi hann búist við því að vera að fara af landi brott á morgun. Flóttamenn Tengdar fréttir Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Útlendingastofnun hefur frestað brottflutningi Morteza Songolzadeh frá Íslandi. Morteza er 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran en flytja átti hann til Frakklands á morgun. Þetta staðfestir Eva Dóra Kolbrúnardóttir lögmaður Morteza í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Reykjavík Grapevine. Eva Dóra segir að þau hafi ekki fengið að vita af ákvörðun Útlendingastofnunar fyrr en undir kvöld og hafi því enn ekki undir höndum rökstuðning Útlendingastofnunar fyrir ákvörðuninni. Á morgun mun málið skýrast frekar um það hver réttarstaða Morteza er núna. Morteza býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú. Ítarlega hefur verið fjallað um mál hans í fjölmiðlum og vakti hann til að mynda mikla athygli þegar Íslenska þjóðfylkingin stóð fyrir mótmælum á Austurvelli en þá fór Morteza til mótmælendanna og bauð þeim upp á kaffi. Senda átti Morteza burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti þann úrskurð Útlendingastofnunar en lögmaður Morteza kvartaði til umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðarinnar sem hún telur ekki í samræmi við lög, að því er fram kemur í umfjöllun Grapevine. Morteza sagði í samtali við Fréttablaðið í ágúst síðastliðnum að hann teldi yfirgnæfandi líkur á því að vera sendur aftur til Írans frá Frakklandi, og óttast hann því um líf sitt. Vísir hefur ekki náð tali af Morteza í kvöld en í samtali við Grapevine kveðst hann mjög hissa á ákvörðun Útlendingastofnunar nú um að fresta brottflutningi hans frá landinu. Hann segist hafa verið búinn að pakka niður öllu dótinu sínu enda hafi hann búist við því að vera að fara af landi brott á morgun.
Flóttamenn Tengdar fréttir Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00 Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36 Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Segist í lífshættu vegna brottvísunar til Frakklands Morteza Songolzadeh, hælisleitanda frá Íran sem var dæmdur til dauða í heimalandinu, var afhent formleg tilkynning um brottvísun til Frakklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar hjá alþjóðadeild lögreglunnar í gær. 24. ágúst 2016 07:00
Hælisleitandi gaf meðlimum Íslensku þjóðfylkingarinnar kaffisopa Morteza var dæmdur til dauða í Íran. Honum hefur verið synjað um hæli á Íslandi af Útlendingastofnun og þá staðfesti kærunefnd útlendingamála úrskurðinn. Hann gaf mótmælendum í Íslensku þjóðfylkingunni kaffisopa á Austurvelli í gær. 16. ágúst 2016 08:36
Voru í fangelsi í fjörutíu daga Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. 11. september 2016 20:00