Gísli á Uppsölum á svið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2016 09:15 Elfar Logi, Svavar Knútur og Þröstur Leó telja Gísla á Uppsölum vera í liði með þeim. Vísir/Anton Brink „Við stefnum að því fullum fetum að ná landi í Selárdal,“ segir Elfar Logi Hannesson sem er í gervi Gísla á Uppsölum í leikverki sem frumsýnt verður í Selárdalskirkju á sunnudaginn klukkan 14. Leikstjóri er Þröstur Leó Gunnarsson og Svavar Knútur samdi tónlistina. Elfar Logi segir gerð leikverksins mikið átak eins og við hafi mátt búast. „Við berum mikla virðingu fyrir Gísla og hans sögu. Hann varð náttúrlega eign þjóðarinnar þegar hann komst í sjónvarpið þó hann væri einfari, en bókin hans, Eintal, er okkar biblía. Þar opnast fleiri gluggar en almenningur þekkir og það er sú hlið sem við viljum koma á framfæri.“ Um aðra helgi stefna þeir félagar á Þingeyri. Svo finnst þeim við hæfi að Gísli Oktavíus fái að fara um hin ýmsu héruð landsins með sögu sína og taka með opnum hug öllum sem hafa samband við þá.Selárdalskirkja. Úr gluggum hennar blasa Uppsalir við.Mynd/GunSelárdalskirkja verður einstakur sýningarstaður, að mati Elfars Loga. „Við fórum í vettvangsferð í dalinn um daginn. Það var þoka alla leiðina frá Bíldudal en um leið og við staðnæmdumst á stéttinni á Uppsölum þá birti til og sólin braust fram. Við teljum að með því hafi Gísli gefið okkur merki um að honum lítist vel á það sem við erum að gera.“ Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við stefnum að því fullum fetum að ná landi í Selárdal,“ segir Elfar Logi Hannesson sem er í gervi Gísla á Uppsölum í leikverki sem frumsýnt verður í Selárdalskirkju á sunnudaginn klukkan 14. Leikstjóri er Þröstur Leó Gunnarsson og Svavar Knútur samdi tónlistina. Elfar Logi segir gerð leikverksins mikið átak eins og við hafi mátt búast. „Við berum mikla virðingu fyrir Gísla og hans sögu. Hann varð náttúrlega eign þjóðarinnar þegar hann komst í sjónvarpið þó hann væri einfari, en bókin hans, Eintal, er okkar biblía. Þar opnast fleiri gluggar en almenningur þekkir og það er sú hlið sem við viljum koma á framfæri.“ Um aðra helgi stefna þeir félagar á Þingeyri. Svo finnst þeim við hæfi að Gísli Oktavíus fái að fara um hin ýmsu héruð landsins með sögu sína og taka með opnum hug öllum sem hafa samband við þá.Selárdalskirkja. Úr gluggum hennar blasa Uppsalir við.Mynd/GunSelárdalskirkja verður einstakur sýningarstaður, að mati Elfars Loga. „Við fórum í vettvangsferð í dalinn um daginn. Það var þoka alla leiðina frá Bíldudal en um leið og við staðnæmdumst á stéttinni á Uppsölum þá birti til og sólin braust fram. Við teljum að með því hafi Gísli gefið okkur merki um að honum lítist vel á það sem við erum að gera.“
Menning Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Pelsafár hraustra karlmanna geisar á landinu Lífið „Unun að troðið sé á manni þegar svona er“ Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira