Leigusali dæmdur til að endurgreiða leigu og þrif á mygluðu innbúi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2016 19:15 Veturinn 2011 til 2012 bjó ungt par með ungbarn á Ásbrú. Allan veturinn var fjölskyldan veik og þá sérstaklega litli drengurinn sem þreifst ekki og var alltaf sljór til augnanna.Sjá einnig: Var farin að halda að barnið væri greindarskert Í ljós kom að myglusveppur var í íbúðinni, heilbrigðiseftirlitið dæmdi íbúðina óíbúðarhæfa og fjölskyldan flutti út. En drengurinn gat ekki verið í kringum búslóðina sem hafði verið í íbúðinni án þess að verða veikur á ný. Þegar amman, Bergljót, komst að því að veikindin voru að mannavöldum og enginn vilji væri hjá leigufélaginu Ásabyggð til að bæta fyrir skaðann ákvað hún að fara í mál gegn leigufélaginu. Fjölskyldan vann málið fyrir hæstarétti í gær. Þar er Leigufélagið dæmt til að endurgreiða um eins og hálfs mánaðar leigu og tæplega tólf hundruð þúsund krónur til að þrífa búslóðina. Bergljót er sátt við sigur en ósátt við að búslóðin sé ekki að fullu bætt.Bergljót Snorradóttir hafði miklar áhyggjur af fjölskyldunni á meðan hún bjó í myglaðri íbúðinni.mynd/stöð2 „Ég er mjög ósátt við að þau eru ekki látin njóta vafans, þar sem þau eru búin að veikjast og búa í þessu," segir Bergljót og bendir á að fjölskyldan eigi enn erfitt með að vera inni í húsum þar sem vottur af myglu er. „Þau munu aldrei geta notað þessa búslóð. Henni verður bara fargað. Og ekki munum við selja öðrum þessi húsgögn. Það myndi ég aldrei gera. Ég óska engum að þola það sem þau hafa þurft að þola," segir hún. Í greinagerð sveppafræðings sem var lögð fyrir dóm segir að tilraunir sýni að ekki takist að hreinsa allt sveppa- og bakteríuefni úr búslóðum og því sé mikil hætta á að barnið veikist aftur sé það í sama rými og húsbúnaðurinn. Í yfirmatsgerð skipaðra matsmanna af dómi segir samt sem áður að þeir álíti að vönduð hreinsun dugi alla jafna til að fjarlægja ónæmisvaka nægilega vel. Bergljót er ósátt við þessa niðurstöðu matsmanna. Ég lít svo á að einn af matsmönnum eigi hagsmuni að gæta. Hann er aðili sem gefur sig út fyrir að hreinsa búslóðir sem hafa lent í myglusveppum," segir hún og vísar til meindýraeyðirs sem skipaður var sérfræðingur í málinu. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður fjölskyldunnarmynd/stöð2Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir dóminn þó hafa mikla þýðingu því hann skýri réttarstöðu leigjenda sem hefur verið mikil óvissa um hingað til. „Til dæmis er leigusalinn í þessu tilviki mjög stór leigusali, með margar íbúðir til leigu. Hann ber ríka ábyrgð. Nú er staðfest að hann sýndi af sér vanrækslu við viðhald húsnæðis og þar með ber hann ábyrgð gagnvart leigjendum.“ Gunnar Ingi segir mörg svipuð mál vera á sínu borði. „Það hefur töluverður fjöldi fólks leitað til mín og meðal annars á þessu svæði, á Ásbrú. Þetta fólk hefur verið að bíða eftir niðurstöðu í þessu máli. Og nú þarf væntanlega ekki að reka þau mál fyrir dómssal. Þessi dómur verður leiðbeinandi fyrir mörg þeirra," segir Gunnar Ingi. Tengdar fréttir Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Tvær íbúðir í sömu blokk óíbúðarhæfar Heilbrigðiseftirlitið hefur dæmt aðra stúdentaíbúð á stuttum tíma óíbúðarhæfa á Ásbrú á Reykjanesi. Svartmygla og mítlar greindust í íbúð. Leigusali þvertekur fyrir að myglufaraldur sé í íbúðum. 31. mars 2016 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Tíu til fimmtán starfsmenn BUGL hafa veikst af myglusvepp Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. 4. febrúar 2016 07:00 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Veturinn 2011 til 2012 bjó ungt par með ungbarn á Ásbrú. Allan veturinn var fjölskyldan veik og þá sérstaklega litli drengurinn sem þreifst ekki og var alltaf sljór til augnanna.Sjá einnig: Var farin að halda að barnið væri greindarskert Í ljós kom að myglusveppur var í íbúðinni, heilbrigðiseftirlitið dæmdi íbúðina óíbúðarhæfa og fjölskyldan flutti út. En drengurinn gat ekki verið í kringum búslóðina sem hafði verið í íbúðinni án þess að verða veikur á ný. Þegar amman, Bergljót, komst að því að veikindin voru að mannavöldum og enginn vilji væri hjá leigufélaginu Ásabyggð til að bæta fyrir skaðann ákvað hún að fara í mál gegn leigufélaginu. Fjölskyldan vann málið fyrir hæstarétti í gær. Þar er Leigufélagið dæmt til að endurgreiða um eins og hálfs mánaðar leigu og tæplega tólf hundruð þúsund krónur til að þrífa búslóðina. Bergljót er sátt við sigur en ósátt við að búslóðin sé ekki að fullu bætt.Bergljót Snorradóttir hafði miklar áhyggjur af fjölskyldunni á meðan hún bjó í myglaðri íbúðinni.mynd/stöð2 „Ég er mjög ósátt við að þau eru ekki látin njóta vafans, þar sem þau eru búin að veikjast og búa í þessu," segir Bergljót og bendir á að fjölskyldan eigi enn erfitt með að vera inni í húsum þar sem vottur af myglu er. „Þau munu aldrei geta notað þessa búslóð. Henni verður bara fargað. Og ekki munum við selja öðrum þessi húsgögn. Það myndi ég aldrei gera. Ég óska engum að þola það sem þau hafa þurft að þola," segir hún. Í greinagerð sveppafræðings sem var lögð fyrir dóm segir að tilraunir sýni að ekki takist að hreinsa allt sveppa- og bakteríuefni úr búslóðum og því sé mikil hætta á að barnið veikist aftur sé það í sama rými og húsbúnaðurinn. Í yfirmatsgerð skipaðra matsmanna af dómi segir samt sem áður að þeir álíti að vönduð hreinsun dugi alla jafna til að fjarlægja ónæmisvaka nægilega vel. Bergljót er ósátt við þessa niðurstöðu matsmanna. Ég lít svo á að einn af matsmönnum eigi hagsmuni að gæta. Hann er aðili sem gefur sig út fyrir að hreinsa búslóðir sem hafa lent í myglusveppum," segir hún og vísar til meindýraeyðirs sem skipaður var sérfræðingur í málinu. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður fjölskyldunnarmynd/stöð2Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir dóminn þó hafa mikla þýðingu því hann skýri réttarstöðu leigjenda sem hefur verið mikil óvissa um hingað til. „Til dæmis er leigusalinn í þessu tilviki mjög stór leigusali, með margar íbúðir til leigu. Hann ber ríka ábyrgð. Nú er staðfest að hann sýndi af sér vanrækslu við viðhald húsnæðis og þar með ber hann ábyrgð gagnvart leigjendum.“ Gunnar Ingi segir mörg svipuð mál vera á sínu borði. „Það hefur töluverður fjöldi fólks leitað til mín og meðal annars á þessu svæði, á Ásbrú. Þetta fólk hefur verið að bíða eftir niðurstöðu í þessu máli. Og nú þarf væntanlega ekki að reka þau mál fyrir dómssal. Þessi dómur verður leiðbeinandi fyrir mörg þeirra," segir Gunnar Ingi.
Tengdar fréttir Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Tvær íbúðir í sömu blokk óíbúðarhæfar Heilbrigðiseftirlitið hefur dæmt aðra stúdentaíbúð á stuttum tíma óíbúðarhæfa á Ásbrú á Reykjanesi. Svartmygla og mítlar greindust í íbúð. Leigusali þvertekur fyrir að myglufaraldur sé í íbúðum. 31. mars 2016 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Tíu til fimmtán starfsmenn BUGL hafa veikst af myglusvepp Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. 4. febrúar 2016 07:00 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00
Tvær íbúðir í sömu blokk óíbúðarhæfar Heilbrigðiseftirlitið hefur dæmt aðra stúdentaíbúð á stuttum tíma óíbúðarhæfa á Ásbrú á Reykjanesi. Svartmygla og mítlar greindust í íbúð. Leigusali þvertekur fyrir að myglufaraldur sé í íbúðum. 31. mars 2016 07:00
Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00
Tíu til fimmtán starfsmenn BUGL hafa veikst af myglusvepp Myglusveppur greindist í húsnæði göngudeildar BUGL við Dalbraut í byrjun síðasta árs og hafa framkvæmdir staðið yfir án þess að náðst hafi að koma í veg fyrir vandann. Í síðustu viku var starfsmönnum sent bréf þar sem tilkynnt var að takmarka þyrfti starfsemi göngudeildarinnar eftir að fleiri starfsmenn veiktust. 4. febrúar 2016 07:00
Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent