Segir íslenskt leikhús ekki á sérstaklega góðum stað Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. september 2016 12:30 Jón Viðar Jónsson Vísir/E.Ól Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir íslenskt leikhús ekki á góðum stað og að listamenn taka gagnrýni misvel. Jón Viðar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Viðar segir fásinnu að hver sem er geti verið leikhúsgagnrýnandi. „Þetta er svona svolítið í tíðarandanum núna, einhver svona afstæðishyggja, að allir hafi jafnt vit á hlutunum og svoleiðis. Þetta er náttúrulega fásinna. Auðvitað þurfa menn að kynna sér listirnar og vera inni í þeim og mennta sig í þeim og öðlast fagþekkingu til að geta verið dómbærir um þær,“ sagði Jón Viðar. „Tónlistin er kannski augljósasta dæmið, af því að í tónlistinni eru reglurnar svo tærar og hreinar. Ef þú spilar falskt þá spilarðu falskt. Það þarf ekki að vera að diskútera það. Það er hægt að feika meira í leikhúsinu. En þar eru ákveðnir mælikvarðar sem eru ríkjandi og allt vel menntað og reynt leikhúsfólk samþykkir í grunninn. Og gagnrýnandi náttúrulega er bara partur af þeim hópi.“Mikið samtal milli gagnrýnenda og listafólks Aðspurður hvort að erfitt sé að vera beinskeyttur gagnrýnandi í svo litlu samfélagi segir hann að svo sé ekki, það sé meira samtal milli gagnrýnenda og listafólks en almenningur átti sig á. „Ef að ein gagnrýnandi er settur á stall þá er það hópurinn sem gerir það. Fólk sér að smekkurinn er góður og það treystir hans dómgreind og það treystir því líka að hann sé heiðarlegur og að hann sé ekki að hugsa um einhverjar vinsældir í bransanum og kunningsskap og svona nokkuð. Það er mjög mikið atriði auðvitað að maður sé heiðarlegur gagnvart sinni listrænu upplifun og leggja hana á borðið. En auðvitað hafa menn mismunandi sýn á leikhúsið eins og gengur. það eru ekkert allir sem hafa sama smekk og ég endilega.“En var aldrei vont eða erfitt að horfa framan í leikara eftir að þú varst kannski búin að rakka niður sýningu eða leik viðkomandi? „Nei nei það held ég ekkert. Þegar að ég hef fellt einhvern dóm sem að fólki hefur þótt neikvæður þá hef ég haft mínar ástæður til þess. Ég held að ég hafi ekki verið að níðast á fólki persónulega. Auðvitað taka listamenn gagnrýni misvel. Það er bara eins og gengur en það eru margir sem þola gagnrýni alveg ágætlega. Aðspurður hvort að margar sýningar hafi fengið fullt hús stiga frá honum síðan hann byrjaði að gagnrýna árið 1978 segir Jón Viðar að svo sé. „Já já, það er einhver slatti“ „Íslenskt leikhús er ekkert á sérstaklega góðum stað að mínum dómi,“ sagði Jón Viðar að lokum.Viðtalið við Jón Viðar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Jón Viðar Jónsson starfaði sem leikhúsgagnrýnandi með hléum frá árinu 1978 til 2014. Hann segir íslenskt leikhús ekki á góðum stað og að listamenn taka gagnrýni misvel. Jón Viðar var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jón Viðar segir fásinnu að hver sem er geti verið leikhúsgagnrýnandi. „Þetta er svona svolítið í tíðarandanum núna, einhver svona afstæðishyggja, að allir hafi jafnt vit á hlutunum og svoleiðis. Þetta er náttúrulega fásinna. Auðvitað þurfa menn að kynna sér listirnar og vera inni í þeim og mennta sig í þeim og öðlast fagþekkingu til að geta verið dómbærir um þær,“ sagði Jón Viðar. „Tónlistin er kannski augljósasta dæmið, af því að í tónlistinni eru reglurnar svo tærar og hreinar. Ef þú spilar falskt þá spilarðu falskt. Það þarf ekki að vera að diskútera það. Það er hægt að feika meira í leikhúsinu. En þar eru ákveðnir mælikvarðar sem eru ríkjandi og allt vel menntað og reynt leikhúsfólk samþykkir í grunninn. Og gagnrýnandi náttúrulega er bara partur af þeim hópi.“Mikið samtal milli gagnrýnenda og listafólks Aðspurður hvort að erfitt sé að vera beinskeyttur gagnrýnandi í svo litlu samfélagi segir hann að svo sé ekki, það sé meira samtal milli gagnrýnenda og listafólks en almenningur átti sig á. „Ef að ein gagnrýnandi er settur á stall þá er það hópurinn sem gerir það. Fólk sér að smekkurinn er góður og það treystir hans dómgreind og það treystir því líka að hann sé heiðarlegur og að hann sé ekki að hugsa um einhverjar vinsældir í bransanum og kunningsskap og svona nokkuð. Það er mjög mikið atriði auðvitað að maður sé heiðarlegur gagnvart sinni listrænu upplifun og leggja hana á borðið. En auðvitað hafa menn mismunandi sýn á leikhúsið eins og gengur. það eru ekkert allir sem hafa sama smekk og ég endilega.“En var aldrei vont eða erfitt að horfa framan í leikara eftir að þú varst kannski búin að rakka niður sýningu eða leik viðkomandi? „Nei nei það held ég ekkert. Þegar að ég hef fellt einhvern dóm sem að fólki hefur þótt neikvæður þá hef ég haft mínar ástæður til þess. Ég held að ég hafi ekki verið að níðast á fólki persónulega. Auðvitað taka listamenn gagnrýni misvel. Það er bara eins og gengur en það eru margir sem þola gagnrýni alveg ágætlega. Aðspurður hvort að margar sýningar hafi fengið fullt hús stiga frá honum síðan hann byrjaði að gagnrýna árið 1978 segir Jón Viðar að svo sé. „Já já, það er einhver slatti“ „Íslenskt leikhús er ekkert á sérstaklega góðum stað að mínum dómi,“ sagði Jón Viðar að lokum.Viðtalið við Jón Viðar má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira