Sport

Obama tjáir sig um mótmæli Kaepernick

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Obama ásamt NFL-meisturum Denver Broncos.
Obama ásamt NFL-meisturum Denver Broncos. vísir/getty
Það hafa allir í Bandaríkjunum skoðun á mótmælum NFL-leikstjórnandans Colin Kaepernick og nú hefur sjálfur Bandaríkjaforseti, Barack Obama, blandað sér í umræðuna.

„Ég hef sagt það áður að ég trúi því að virða fánann og þjóðsönginn sé eitt af því sem tengir okkur sem þjóð,“ sagði Obama sem vill ekki taka afstöðu í málinu en vill þó að þjóð sín sé meðvitað um ákveðna hluti.

„Ég reyni líka að minna fólk á að einn hluti þess sem gerir þjóðina sérstaka er að við virðum skoðanir hvors annars. Það hafa allir rétt á því að viðra sínar skoðanir svo lengi sem þeir gera það innan ramma laganna.“

Margir líta svo á að með mótmælum sínum í þjóðsöngnum sé Kaepernick að gera lítið úr því fólki sem berst fyrir þjóð sína og hefur látið lífið við að berjast í hernum.

Kaepernick hefur sagt að mótmæli hans beinist ekki gegn hernum heldur lögregluofbeldi og kúgun svartra í landinu.

NFL

Tengdar fréttir

Kaepernick á forsíðu Time

Colin Kaepernick, leikmaður San Francisco 49ers í NFL-deildinni og einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna, prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs tímaritsins Time.

Kaepernick hefur fengið morðhótanir

Colin Kaepernick, einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna, segist hafa fengið morðhótanir vegna mótmæla sinna á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna er fluttur fyrir leiki í NFL-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×