Réttir að hefjast um land allt Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2016 06:00 Sextíu réttir fara fram um helgina um allt land. Í mörgum þeirra er áhugasömum velkomið að koma og hjálpa til við að draga í dilka. Vísir/Valli „Ég er einmitt í göngum núna. Ég fer bara hingað upp á hól svo ég sjái yfir,“ sagði Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Samkvæmt talningu Bændablaðsins verða sextíu réttir haldnar um land allt um helgina, 35 í dag, laugardag, og 25 á morgun, sunnudag. Það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að smala snemma árs í jafn hlýju veðri og verið hefur undanfarið um land allt. Ástæðan er sú að kindurnar vilja síður koma niður af fjallinu þegar vel viðrar. Þegar kólnar í veðri færa þær sig hægt og rólega niður fjallið og eru þá nær réttinni. „Þær eru alveg lausar við að vilja koma heim. Mér sýnist þær vera lengst uppi á eggjum í grjóti einhvers staðar. Þær hafa engan áhuga á því að koma heim strax,“ segir Jóhannes. Í Fljótum er alltaf smalað aðra helgina í september. „Við erum að smala þrjár eða fjórar helgar í röð svo við komumst þokkalega yfir það sem við erum að gera. Svo þarf að koma lömbunum í slátrun sem er orðið mjög skipulagt þannig að það eru ekki margir dagar í boði.“ Í lok smalatíðar er svo venjan að slá upp heljarinnar réttaballi. Í Fljótum fer ballið fram í félagsheimilinu Ketilási. „Það er eins mikið stuð og það getur orðið. Við réttum núna þrjá daga í röð og svo er aðalréttin okkar við hliðina á félagsheimilinu þannig að það er stutt á ballið. Það mega allir koma á ballið en það er mest stuðið í þeim sem hafa verið lengst í göngum og eru orðnir þreyttastir. Þeir verða að halda sér á dansgólfinu því annars sofna þeir bara.“ Á réttarballinu koma allir aldurshópar saman. Jóhannes má ekki vera að því að spjalla lengur því hann á fullt í fangi með ærnar. „Þær eru að gera árás á mig.“ Upplýsingar um réttir landsins um helgina má nálgast á vef Bændasamtakanna, bbl.is. Í mörgum þeirra eru gestir velkomnir að aðstoða en best er að hringja á undan sér. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira
„Ég er einmitt í göngum núna. Ég fer bara hingað upp á hól svo ég sjái yfir,“ sagði Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Samkvæmt talningu Bændablaðsins verða sextíu réttir haldnar um land allt um helgina, 35 í dag, laugardag, og 25 á morgun, sunnudag. Það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að smala snemma árs í jafn hlýju veðri og verið hefur undanfarið um land allt. Ástæðan er sú að kindurnar vilja síður koma niður af fjallinu þegar vel viðrar. Þegar kólnar í veðri færa þær sig hægt og rólega niður fjallið og eru þá nær réttinni. „Þær eru alveg lausar við að vilja koma heim. Mér sýnist þær vera lengst uppi á eggjum í grjóti einhvers staðar. Þær hafa engan áhuga á því að koma heim strax,“ segir Jóhannes. Í Fljótum er alltaf smalað aðra helgina í september. „Við erum að smala þrjár eða fjórar helgar í röð svo við komumst þokkalega yfir það sem við erum að gera. Svo þarf að koma lömbunum í slátrun sem er orðið mjög skipulagt þannig að það eru ekki margir dagar í boði.“ Í lok smalatíðar er svo venjan að slá upp heljarinnar réttaballi. Í Fljótum fer ballið fram í félagsheimilinu Ketilási. „Það er eins mikið stuð og það getur orðið. Við réttum núna þrjá daga í röð og svo er aðalréttin okkar við hliðina á félagsheimilinu þannig að það er stutt á ballið. Það mega allir koma á ballið en það er mest stuðið í þeim sem hafa verið lengst í göngum og eru orðnir þreyttastir. Þeir verða að halda sér á dansgólfinu því annars sofna þeir bara.“ Á réttarballinu koma allir aldurshópar saman. Jóhannes má ekki vera að því að spjalla lengur því hann á fullt í fangi með ærnar. „Þær eru að gera árás á mig.“ Upplýsingar um réttir landsins um helgina má nálgast á vef Bændasamtakanna, bbl.is. Í mörgum þeirra eru gestir velkomnir að aðstoða en best er að hringja á undan sér.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira