Réttir að hefjast um land allt Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2016 06:00 Sextíu réttir fara fram um helgina um allt land. Í mörgum þeirra er áhugasömum velkomið að koma og hjálpa til við að draga í dilka. Vísir/Valli „Ég er einmitt í göngum núna. Ég fer bara hingað upp á hól svo ég sjái yfir,“ sagði Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Samkvæmt talningu Bændablaðsins verða sextíu réttir haldnar um land allt um helgina, 35 í dag, laugardag, og 25 á morgun, sunnudag. Það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að smala snemma árs í jafn hlýju veðri og verið hefur undanfarið um land allt. Ástæðan er sú að kindurnar vilja síður koma niður af fjallinu þegar vel viðrar. Þegar kólnar í veðri færa þær sig hægt og rólega niður fjallið og eru þá nær réttinni. „Þær eru alveg lausar við að vilja koma heim. Mér sýnist þær vera lengst uppi á eggjum í grjóti einhvers staðar. Þær hafa engan áhuga á því að koma heim strax,“ segir Jóhannes. Í Fljótum er alltaf smalað aðra helgina í september. „Við erum að smala þrjár eða fjórar helgar í röð svo við komumst þokkalega yfir það sem við erum að gera. Svo þarf að koma lömbunum í slátrun sem er orðið mjög skipulagt þannig að það eru ekki margir dagar í boði.“ Í lok smalatíðar er svo venjan að slá upp heljarinnar réttaballi. Í Fljótum fer ballið fram í félagsheimilinu Ketilási. „Það er eins mikið stuð og það getur orðið. Við réttum núna þrjá daga í röð og svo er aðalréttin okkar við hliðina á félagsheimilinu þannig að það er stutt á ballið. Það mega allir koma á ballið en það er mest stuðið í þeim sem hafa verið lengst í göngum og eru orðnir þreyttastir. Þeir verða að halda sér á dansgólfinu því annars sofna þeir bara.“ Á réttarballinu koma allir aldurshópar saman. Jóhannes má ekki vera að því að spjalla lengur því hann á fullt í fangi með ærnar. „Þær eru að gera árás á mig.“ Upplýsingar um réttir landsins um helgina má nálgast á vef Bændasamtakanna, bbl.is. Í mörgum þeirra eru gestir velkomnir að aðstoða en best er að hringja á undan sér. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira
„Ég er einmitt í göngum núna. Ég fer bara hingað upp á hól svo ég sjái yfir,“ sagði Jóhannes H. Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Samkvæmt talningu Bændablaðsins verða sextíu réttir haldnar um land allt um helgina, 35 í dag, laugardag, og 25 á morgun, sunnudag. Það getur verið nokkrum vandkvæðum bundið að smala snemma árs í jafn hlýju veðri og verið hefur undanfarið um land allt. Ástæðan er sú að kindurnar vilja síður koma niður af fjallinu þegar vel viðrar. Þegar kólnar í veðri færa þær sig hægt og rólega niður fjallið og eru þá nær réttinni. „Þær eru alveg lausar við að vilja koma heim. Mér sýnist þær vera lengst uppi á eggjum í grjóti einhvers staðar. Þær hafa engan áhuga á því að koma heim strax,“ segir Jóhannes. Í Fljótum er alltaf smalað aðra helgina í september. „Við erum að smala þrjár eða fjórar helgar í röð svo við komumst þokkalega yfir það sem við erum að gera. Svo þarf að koma lömbunum í slátrun sem er orðið mjög skipulagt þannig að það eru ekki margir dagar í boði.“ Í lok smalatíðar er svo venjan að slá upp heljarinnar réttaballi. Í Fljótum fer ballið fram í félagsheimilinu Ketilási. „Það er eins mikið stuð og það getur orðið. Við réttum núna þrjá daga í röð og svo er aðalréttin okkar við hliðina á félagsheimilinu þannig að það er stutt á ballið. Það mega allir koma á ballið en það er mest stuðið í þeim sem hafa verið lengst í göngum og eru orðnir þreyttastir. Þeir verða að halda sér á dansgólfinu því annars sofna þeir bara.“ Á réttarballinu koma allir aldurshópar saman. Jóhannes má ekki vera að því að spjalla lengur því hann á fullt í fangi með ærnar. „Þær eru að gera árás á mig.“ Upplýsingar um réttir landsins um helgina má nálgast á vef Bændasamtakanna, bbl.is. Í mörgum þeirra eru gestir velkomnir að aðstoða en best er að hringja á undan sér.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Menning Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Sjá meira