Aðgerða að vænta vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. september 2016 06:45 Tilraunasprengjan nú er sú fimmta á tíu ára tímabili. vísir/epa Yfirvöld í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér beitingu einhliða þvingunaraðgerða gegn Norður-Kóreu eftir að landið hélt kjarnorkuvopnatilraunum sínum áfram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði vegna málsins á föstudagskvöld en skilaði ekki ályktun. Norður-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á fimmtudag. Var það í fimmta skipti frá október 2006 en í annað sinn í ár. Jarðskjálfti sem fylgdi mældist 5,3 að styrk. Sprengjan var margfalt öflugri en sú sem sprengd var í janúar.Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherravísir/stefán„Við fordæmum þessar aðgerðir harðlega og höfum miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Er hún fékk fréttirnar hafði hún, að eigin sögn, tafarlaust samband við sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum til að koma þeim skilaboðum áleiðis. Að mati Lilju eru norður-kóresk yfirvöld að sýna mátt sinn og megin með þessum tilraunum. Eins og alþekkt er þá er Norður-Kórea einræðisríki með miðstýrðu hagkerfi. Nágrannarnir í suðri búa hins vegar við markaðshagkerfi og mun meiri hagsæld og lífsgæði. „Meðalþjóðartekjur á hvern íbúa í Norður-Kóreu er ekki nema fimm prósent samanborið við Suður-Kóreu,“ segir Lilja. „Það er gjörsamlega ólíðandi að stjórnvöld séu í einhverju kjarnorkubrölti á meðan íbúar landsins líða skort.“ Það kvað við annan tón í yfirlýsingu Suður-Kóreumanna vegna tilraunanna en oft áður. Þar segir að sýni Norður-Kórea minnstu merki um að landið hyggist beita kjarnorkuvopnum muni Suður-Kóreuher eyða Pjongjang af yfirborði jarðar. „Yfirvöld í Seúl hafa yfirleitt verið nokkuð hófstillt í viðbrögðum. Þessi sprengja nú hefur ýtt miklu sterkar við þeim en hinar fyrri,“ segir Lilja. „Þjóðir heimsins eru sem stendur að ræða við nágrannaríki á borð við Suður-Kóreu og Japan og kanna hvaða aðgerðir eru bestar.“ Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í komandi viku en utanríkisráðherrann telur líklegt að þetta mál muni setja svip sinn á þingið. „Það er óhjákvæmilegt þegar svona mál koma upp að þau verði rædd á slíkum vettvangi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryggisráðið kallað saman vegna kjarnorkutilraunar N-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu 9. september 2016 13:17 Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05 Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér beitingu einhliða þvingunaraðgerða gegn Norður-Kóreu eftir að landið hélt kjarnorkuvopnatilraunum sínum áfram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði vegna málsins á föstudagskvöld en skilaði ekki ályktun. Norður-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á fimmtudag. Var það í fimmta skipti frá október 2006 en í annað sinn í ár. Jarðskjálfti sem fylgdi mældist 5,3 að styrk. Sprengjan var margfalt öflugri en sú sem sprengd var í janúar.Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherravísir/stefán„Við fordæmum þessar aðgerðir harðlega og höfum miklar áhyggjur af þessari þróun,“ segir Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Er hún fékk fréttirnar hafði hún, að eigin sögn, tafarlaust samband við sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum til að koma þeim skilaboðum áleiðis. Að mati Lilju eru norður-kóresk yfirvöld að sýna mátt sinn og megin með þessum tilraunum. Eins og alþekkt er þá er Norður-Kórea einræðisríki með miðstýrðu hagkerfi. Nágrannarnir í suðri búa hins vegar við markaðshagkerfi og mun meiri hagsæld og lífsgæði. „Meðalþjóðartekjur á hvern íbúa í Norður-Kóreu er ekki nema fimm prósent samanborið við Suður-Kóreu,“ segir Lilja. „Það er gjörsamlega ólíðandi að stjórnvöld séu í einhverju kjarnorkubrölti á meðan íbúar landsins líða skort.“ Það kvað við annan tón í yfirlýsingu Suður-Kóreumanna vegna tilraunanna en oft áður. Þar segir að sýni Norður-Kórea minnstu merki um að landið hyggist beita kjarnorkuvopnum muni Suður-Kóreuher eyða Pjongjang af yfirborði jarðar. „Yfirvöld í Seúl hafa yfirleitt verið nokkuð hófstillt í viðbrögðum. Þessi sprengja nú hefur ýtt miklu sterkar við þeim en hinar fyrri,“ segir Lilja. „Þjóðir heimsins eru sem stendur að ræða við nágrannaríki á borð við Suður-Kóreu og Japan og kanna hvaða aðgerðir eru bestar.“ Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefst í komandi viku en utanríkisráðherrann telur líklegt að þetta mál muni setja svip sinn á þingið. „Það er óhjákvæmilegt þegar svona mál koma upp að þau verði rædd á slíkum vettvangi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Öryggisráðið kallað saman vegna kjarnorkutilraunar N-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu 9. september 2016 13:17 Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05 Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Öryggisráðið kallað saman vegna kjarnorkutilraunar N-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu 9. september 2016 13:17
Fordæma kjarnorkusprengingu Norður-Kóreumanna harðlega Alþjóðakjarnorkumálastofnunin IAEA hefur harmað tilraunasprenginguna og segir hana vekja ugg. 9. september 2016 09:05
Stærsta kjarnorkusprenging Norður Kóreu til þessa Norður Kóreumenn sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin hafa verið öflug, enda framkallaði hún jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig og telja sérfræðingar að þetta hafi verið öflugasta tilraunasprenging þeirra til þessa. 9. september 2016 07:17