Lífið

Af hverju sendiráð í Moskvu?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sendiráð Íslands hefjast miðvikudaginn 14. september á Stöð 2 en í þáttaröðinni verður skyggnst inn í forvitnilegan heim sendiráða okkar víða um heim.

Sindri Sindrason byrjar í Moskvu og fær að kynnast starfssemi sendiráðsins, sjá glæsilegan sendiherrabústaðinn, hitta sendiherrann Albert Jónsson, eiginkonu hans, starfsfólk sendiráðsins og fær einnig að heyra sögur fólks sem hefur nýtt sér þjónustu sendiráðsins á einn eða annan hátt.

Næstu miðvikudaga heimsækir hann Rússland, Þýskaland, Japan, Brussel, Frakkland, Færeyjar, Noreg og Bandaríkin.

Um er að ræða vandaða þætti í umsjón Sindra. Sendiráð Íslands eru yfir tuttugu talsins og verður farið í níu þeirra víðs vegar um heiminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×