Lífið

Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016

Stefán Árni Pálsson skrifar
21 stúlka tók þátt í keppninni en Hildur María bar sigur úr býtum.
21 stúlka tók þátt í keppninni en Hildur María bar sigur úr býtum. myndir/miss universe iceland
Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi.

Hildur mun því keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe 30. janúar 2017 á Filippseyjum. Ekki hefur íslensk stúlka tekið þátt í keppninni síðan 2009 og verður Hildur því sú fyrsta í átta ár.

Í öðru sæti var Sigrún Eva Ármannsdóttir og í þriðja sæti var Andrea Sigurðardóttir.

Hildur María er 23 ára kona úr Kópavoginum sem starfar sem flugfreyja hjá Icelandair.

Miss Universe er alþjóðleg fegurðarsamkeppni sem var lengi í eigu forsetaframbjóðandans og viðskiptajöfursins Donalds Trump en er nú í eigu umboðsskrifstofunnar IMG Models.

Mikill fjöldi kvenna sótti um þátttöku í keppninni en 21 stúlka keppti um titilinn.

Hildur María mun fljúga til Bandaríkjanna strax á fimmtudag þar sem við tekur þriggja vikna langt ferðalag um landið. Aðalkeppni Miss Universe fer svo fram á Filippseyjum þann 30. janúar. 

Hér fyrir neðan má sjá myndasafn frá keppninni.

Aðsent/Miss Universe Iceland - Sissi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×