Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. september 2016 19:00 Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár eða tæplega fimm hundruð umsóknir. Árið 2016 er þannig metár í fjölda hælisumsókna. Ástand húsnæðismála er ekki gott og leitar Útlendingastofnun nú leiða til að bæta út því. Í dag er ástandið svo slæmt að hælisleitendur neyðast til að sofa á fleti á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar. Rauði Krossinn, Útlendingastofnun, Innanríkisráðuneytið og fleiri þar til bærir aðilar hafa fundað síðustu daga um hvort tilefni sé til að virkja neyðarskipulag Rauða krossins.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunarvísir/gvaForstjóri Útlendingastofnunar segir fjöldahjálparstöðina vera allra síðasta úrræðið en stofnunin fundaði með Reykjavíkurborg í dag um næstu skref. „Að Útlendingastofnun opni einhverskonar gistiskýli eða slíkt en það hins vegar kallar á undanþágur og það skýrist á næstu dögum hvort það verði heimilað,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Gangi það hins vegar ekki eftir verði neyðarskipulag Rauða krossins virkt. „Það er alveg ljós að við þurfum úrræði og við erum búin að tæma öll úrræði á höfuðborgarsvæðinu sem okkur hafa staðið til boða fram til þessa. Þannig já, ef þessi lausn sem við höfum lagt upp með gengur ekki eftir þá verður þetta niðurstaðan,“ segir Kristín. Kristín vonast til að samningar við sveitarfélögin gangi eftir. „Það er vilji til að semja um að taka fleiri. Það tekur hins vegar tíma að finna þetta húsnæði. Þess vegna höfum við lagt til bráðabirgðalausn og innan tveggja mánaða sirka komi sveitarfélögin sterk inn og taki á sig þessa einstaklinga í sína þjónustu“ En af hverju er ástandið svona slæmt? „Það eru nokkrir samverkandi þættir. Það er fjöldinn og síðan er það málsmeðferðin hjá okkur, frá Útlendingastofnun í gegn um kærunefndarinnar og síðan til flugnings úr landi hjá Ríkislögreglustjóra en það hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Kristín Völundardóttir. Flóttamenn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári er þegar meiri en allt síðasta ár eða tæplega fimm hundruð umsóknir. Árið 2016 er þannig metár í fjölda hælisumsókna. Ástand húsnæðismála er ekki gott og leitar Útlendingastofnun nú leiða til að bæta út því. Í dag er ástandið svo slæmt að hælisleitendur neyðast til að sofa á fleti á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar. Rauði Krossinn, Útlendingastofnun, Innanríkisráðuneytið og fleiri þar til bærir aðilar hafa fundað síðustu daga um hvort tilefni sé til að virkja neyðarskipulag Rauða krossins.Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunarvísir/gvaForstjóri Útlendingastofnunar segir fjöldahjálparstöðina vera allra síðasta úrræðið en stofnunin fundaði með Reykjavíkurborg í dag um næstu skref. „Að Útlendingastofnun opni einhverskonar gistiskýli eða slíkt en það hins vegar kallar á undanþágur og það skýrist á næstu dögum hvort það verði heimilað,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Gangi það hins vegar ekki eftir verði neyðarskipulag Rauða krossins virkt. „Það er alveg ljós að við þurfum úrræði og við erum búin að tæma öll úrræði á höfuðborgarsvæðinu sem okkur hafa staðið til boða fram til þessa. Þannig já, ef þessi lausn sem við höfum lagt upp með gengur ekki eftir þá verður þetta niðurstaðan,“ segir Kristín. Kristín vonast til að samningar við sveitarfélögin gangi eftir. „Það er vilji til að semja um að taka fleiri. Það tekur hins vegar tíma að finna þetta húsnæði. Þess vegna höfum við lagt til bráðabirgðalausn og innan tveggja mánaða sirka komi sveitarfélögin sterk inn og taki á sig þessa einstaklinga í sína þjónustu“ En af hverju er ástandið svona slæmt? „Það eru nokkrir samverkandi þættir. Það er fjöldinn og síðan er það málsmeðferðin hjá okkur, frá Útlendingastofnun í gegn um kærunefndarinnar og síðan til flugnings úr landi hjá Ríkislögreglustjóra en það hefur tekið lengri tíma en áætlað var,“ segir Kristín Völundardóttir.
Flóttamenn Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira