Lífið

Bieber í Bláa lóninu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vonandi nær Bieber að jafna sig eftir langt ferðalag í Bláa lóninu.
Vonandi nær Bieber að jafna sig eftir langt ferðalag í Bláa lóninu. Vísir/GVA
Poppstjarnan Justin Bieber mætti til landsins á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. Bieber ferðaðist hingað til lands með einkaþotu. Hann fór svo beint úr þotunni yfir í þyrlu sem flutti hann á brott af flugvellinum.

Samkvæmt heimildum Vísis lá leið Bieber þaðan í Bláa lónið. Hann hefur eflaust gott af góðri hvíld eftir langt flug, en almennt flug frá Los Angeles til Íslands tekur um átta og hálfa klukkustund.

Þegar Bieber lenti hér á landi var klukkan um fimm að nóttu í Los Angeles, og ljóst að poppprinsinn þarf að ná áttum fljótt ef hann á að vera í sínu besta formi annað kvöld þegar aðdáendur hópast í Kórinn til að sjá hann koma fram.

Samkvæmt heimildum Vísis mun Bieber dvelja hér á landi í einhvern tíma og mun hann gista í einbýlishúsi utan Reykjavíkur á meðan dvöl hans stendur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×