Fann manndóm sinn í róðrum yfir úthöfin Una Sighvatsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 21:00 Fiann Paul er pólskur Íslendingur, sem sigraði nú í ágúst róðrarkeppnina Great Pacific Race í flokki fjögurra manna liða. Um leið náði hann þeim áfanga að verða fyrsti maðurinn til að slá hraðamet í róðrarsiglingu yfir þrjú úthöf. Þessi afrek hefur Fiann unnið fyrir Íslands hönd því hann rær undir íslenskum fána.Mikil snerting við náttúruna Fiann segist meðal annars sækja innblástur í afrek sjófarenda til forna, eins og landnemana sem fyrstir sigldu frá Íslandi til Grænlands og Norður-Ameríku. „Mér finnst það mjög fallegt og heillandi í mörgum víddum að róa. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn. Maður fær mikla landkönnunartilfinningu og mikla snertingu við náttúruna, þetta er mjög einstakt." Fiann á úthafinu.Mynd/Úr einkasafniÆtlar að róa til Svalbarða næst Fiann þveraði Atlantshafið á 32 dögum frá Marokko til Barbados eyja árið 2011. Þremur árum síðar réri hann yfir Indlandshaf á 57 dögum og nú yfir Kyrrahafið á 39 dögum frá Kaliforníu til Hawaii. Hann segist þó enn eiga nóg eftir. „Á næsta ári er ég að hugsa um að róa frá Íslandi til Svalbarða. Það verður líka brautryðjendaferð, nokkuð sem aldrei hefur verið gert áður. Og svo er ég líka að afla mér meiri menntunar," segir Fiann sem heldur innan skamms til Sviss þar sem hann leggur stund á doktorsnám í sálfræðiLíkamlega áskorunin hjóm eitt Og sálfræðin spilar sannarlega inn í á róðrinum, því Fiann segir líkamlegu áskorunina hjóm eitt í samanburði við þá andlegu. „Þetta hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Ég gæti talað um það í marga klukkutíma, en í stuttu máli þá smækkar þetta mann, en það stækkar mann líka á sama tíma. Og það gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér á annan hátt en maður hefur áður getað." Róðurinn yfir heimshöfin er því ekki síst ferðalag inn á við, í leit að hinum innri manni. „Það er ekki bara andlegt, þetta er á tilvistarlegan hátt eitthvað sem hjálpar manni að staðfesta manndóm sinn, sérstakelga þroska manndómsins." Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Fiann Paul er pólskur Íslendingur, sem sigraði nú í ágúst róðrarkeppnina Great Pacific Race í flokki fjögurra manna liða. Um leið náði hann þeim áfanga að verða fyrsti maðurinn til að slá hraðamet í róðrarsiglingu yfir þrjú úthöf. Þessi afrek hefur Fiann unnið fyrir Íslands hönd því hann rær undir íslenskum fána.Mikil snerting við náttúruna Fiann segist meðal annars sækja innblástur í afrek sjófarenda til forna, eins og landnemana sem fyrstir sigldu frá Íslandi til Grænlands og Norður-Ameríku. „Mér finnst það mjög fallegt og heillandi í mörgum víddum að róa. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn. Maður fær mikla landkönnunartilfinningu og mikla snertingu við náttúruna, þetta er mjög einstakt." Fiann á úthafinu.Mynd/Úr einkasafniÆtlar að róa til Svalbarða næst Fiann þveraði Atlantshafið á 32 dögum frá Marokko til Barbados eyja árið 2011. Þremur árum síðar réri hann yfir Indlandshaf á 57 dögum og nú yfir Kyrrahafið á 39 dögum frá Kaliforníu til Hawaii. Hann segist þó enn eiga nóg eftir. „Á næsta ári er ég að hugsa um að róa frá Íslandi til Svalbarða. Það verður líka brautryðjendaferð, nokkuð sem aldrei hefur verið gert áður. Og svo er ég líka að afla mér meiri menntunar," segir Fiann sem heldur innan skamms til Sviss þar sem hann leggur stund á doktorsnám í sálfræðiLíkamlega áskorunin hjóm eitt Og sálfræðin spilar sannarlega inn í á róðrinum, því Fiann segir líkamlegu áskorunina hjóm eitt í samanburði við þá andlegu. „Þetta hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Ég gæti talað um það í marga klukkutíma, en í stuttu máli þá smækkar þetta mann, en það stækkar mann líka á sama tíma. Og það gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér á annan hátt en maður hefur áður getað." Róðurinn yfir heimshöfin er því ekki síst ferðalag inn á við, í leit að hinum innri manni. „Það er ekki bara andlegt, þetta er á tilvistarlegan hátt eitthvað sem hjálpar manni að staðfesta manndóm sinn, sérstakelga þroska manndómsins."
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira