Fann manndóm sinn í róðrum yfir úthöfin Una Sighvatsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 21:00 Fiann Paul er pólskur Íslendingur, sem sigraði nú í ágúst róðrarkeppnina Great Pacific Race í flokki fjögurra manna liða. Um leið náði hann þeim áfanga að verða fyrsti maðurinn til að slá hraðamet í róðrarsiglingu yfir þrjú úthöf. Þessi afrek hefur Fiann unnið fyrir Íslands hönd því hann rær undir íslenskum fána.Mikil snerting við náttúruna Fiann segist meðal annars sækja innblástur í afrek sjófarenda til forna, eins og landnemana sem fyrstir sigldu frá Íslandi til Grænlands og Norður-Ameríku. „Mér finnst það mjög fallegt og heillandi í mörgum víddum að róa. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn. Maður fær mikla landkönnunartilfinningu og mikla snertingu við náttúruna, þetta er mjög einstakt." Fiann á úthafinu.Mynd/Úr einkasafniÆtlar að róa til Svalbarða næst Fiann þveraði Atlantshafið á 32 dögum frá Marokko til Barbados eyja árið 2011. Þremur árum síðar réri hann yfir Indlandshaf á 57 dögum og nú yfir Kyrrahafið á 39 dögum frá Kaliforníu til Hawaii. Hann segist þó enn eiga nóg eftir. „Á næsta ári er ég að hugsa um að róa frá Íslandi til Svalbarða. Það verður líka brautryðjendaferð, nokkuð sem aldrei hefur verið gert áður. Og svo er ég líka að afla mér meiri menntunar," segir Fiann sem heldur innan skamms til Sviss þar sem hann leggur stund á doktorsnám í sálfræðiLíkamlega áskorunin hjóm eitt Og sálfræðin spilar sannarlega inn í á róðrinum, því Fiann segir líkamlegu áskorunina hjóm eitt í samanburði við þá andlegu. „Þetta hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Ég gæti talað um það í marga klukkutíma, en í stuttu máli þá smækkar þetta mann, en það stækkar mann líka á sama tíma. Og það gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér á annan hátt en maður hefur áður getað." Róðurinn yfir heimshöfin er því ekki síst ferðalag inn á við, í leit að hinum innri manni. „Það er ekki bara andlegt, þetta er á tilvistarlegan hátt eitthvað sem hjálpar manni að staðfesta manndóm sinn, sérstakelga þroska manndómsins." Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Fiann Paul er pólskur Íslendingur, sem sigraði nú í ágúst róðrarkeppnina Great Pacific Race í flokki fjögurra manna liða. Um leið náði hann þeim áfanga að verða fyrsti maðurinn til að slá hraðamet í róðrarsiglingu yfir þrjú úthöf. Þessi afrek hefur Fiann unnið fyrir Íslands hönd því hann rær undir íslenskum fána.Mikil snerting við náttúruna Fiann segist meðal annars sækja innblástur í afrek sjófarenda til forna, eins og landnemana sem fyrstir sigldu frá Íslandi til Grænlands og Norður-Ameríku. „Mér finnst það mjög fallegt og heillandi í mörgum víddum að róa. Það er ekki bara líkamlegi þátturinn. Maður fær mikla landkönnunartilfinningu og mikla snertingu við náttúruna, þetta er mjög einstakt." Fiann á úthafinu.Mynd/Úr einkasafniÆtlar að róa til Svalbarða næst Fiann þveraði Atlantshafið á 32 dögum frá Marokko til Barbados eyja árið 2011. Þremur árum síðar réri hann yfir Indlandshaf á 57 dögum og nú yfir Kyrrahafið á 39 dögum frá Kaliforníu til Hawaii. Hann segist þó enn eiga nóg eftir. „Á næsta ári er ég að hugsa um að róa frá Íslandi til Svalbarða. Það verður líka brautryðjendaferð, nokkuð sem aldrei hefur verið gert áður. Og svo er ég líka að afla mér meiri menntunar," segir Fiann sem heldur innan skamms til Sviss þar sem hann leggur stund á doktorsnám í sálfræðiLíkamlega áskorunin hjóm eitt Og sálfræðin spilar sannarlega inn í á róðrinum, því Fiann segir líkamlegu áskorunina hjóm eitt í samanburði við þá andlegu. „Þetta hefur brjálæðisleg áhrif á sálarlífið. Ég gæti talað um það í marga klukkutíma, en í stuttu máli þá smækkar þetta mann, en það stækkar mann líka á sama tíma. Og það gerir manni kleift að kynnast sjálfum sér á annan hátt en maður hefur áður getað." Róðurinn yfir heimshöfin er því ekki síst ferðalag inn á við, í leit að hinum innri manni. „Það er ekki bara andlegt, þetta er á tilvistarlegan hátt eitthvað sem hjálpar manni að staðfesta manndóm sinn, sérstakelga þroska manndómsins."
Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira