Enski boltinn

Fyrsti úrvalsdeildarsigur Middlesbrough í sjö ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Middlesbrough vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í sjö ár þegar liðið vann 2-1 sigur á Sunderland á útivelli í dag.

Christian Stuani kom Middlesbrough yfir á þrettándu mínútu með frábæru skoti og Stuani var aftur á ferðinni skömmu fyrir hlé.

Nýliðarnir 2-0 yfir í hálfleik á Stadium of Light og David Moyes í vandræðum í sínum fyrsta leik sem stjóri Sunderland.

Patrivk van Aanholt minnkaði muninn tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok þegar hann fylgdi á eftir skoti sem Brad Guzan missti frá sér.

Nær komust heimamenn í Sunderland ekki og lokatölur 2-1 sigur Middlesbrough sem er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina.

Sunderland er án stiga og ljóst er að erfitt verkefni bíður David Moyes að halda liðinu í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×