Enski boltinn

Herrera: Valencia besti hægri bakvörður heims

Anton Ingi Leifsson skrifar
Valencia og Herrera ásamt Marcos Rojo.
Valencia og Herrera ásamt Marcos Rojo. vísir/getty
Ander Herrera, miðjumaður Manchester United, segir að samherji sinn hjá United, Antonio Valencia, sé besti hægri bakvörður heims í dag ásamt Dani Alves.

„Ég þekki hann og hef alltaf líkað vel við hvernig hann spilar,” sagði Herrera í samtali við sjónvarpsstöð Manchester United. „Hann er ekki venjulegur hægri bakvörður því hann spilaði sem kantmaður því ég held að í dag sé hann besti hægri bakvörður í heimi, ásamt Dani Alves.”

Valencia hefur byrjað tímabilið vel, en hann lagði upp sigurmarkið á Zlatan Ibrahimovic í Samfélagsskildinum og átti þátt í marki Wayne Rooney gegn Bournemouth um síðustu helgi.

„Þegar þú hefur hægri bakvörð sem er fljótur í vörn og gefur fyrir sex eða sjö fyrirgjafir í leik, alltaf eða nánast alltaf fullkomnlega, þá skilur hann fótbolta. Þegar ég hef boltann, veit ég að Antonio er alltaf tilbúinn að fá hann, að gefa þér eina lausn.”

„Ég held að hann verði mjög mikilvægur á þessu á tímabili. Hann hefur nú þegar verið mikilvægur á þessu tímabili, hann hefur verið hér í átta ár, en ég held að að ég hafi sagt ykkur í lok síðasta tímabils að eitthvað gott væri að fara gerast og allir vilja taka þátt í því,” sagði Herrera að lokum.

United er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni og hefur þegar unnið einn bikar; Samfélagsskjöldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×