Enski boltinn

Ragnar kominn til Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Sigurðsson fór á kostum á EM.
Ragnar Sigurðsson fór á kostum á EM. vísir/epa
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, er genginn í raðir enska B-deildarlðisins Fulham. Þetta staðfesti Sigurður Sveinsson, faðir Ragnars, í samtali við Vísi í dag. „Hann var að skrifa undir fyrir tíu mínútum síðan,“ sagði Sigurður.

Ragnar gerði tveggja ára samning við Fulham en hann kemur til félagsins frá Krasnodar í Rússlandi. Ragnar er uppalinn hjá Fylki en hefur einnig spilað með IFK Gautaborg og FC Kaupmannahöfn.

Fulham er sem stendur í fimmta sæti ensku B-deildarinnar eftir fjórar umferðir og hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu.

Sjálfur hefur hann lengi stefnt að því að komast í ensku úrvalsdeildina og var eftir góða frammistöðu á EM í sumar orðaður við nokkur ensk úrvalsdeildarlið.

„Hann er alsæll með þetta enda hefur hann haft lengi augastað á því að spila í Englandi,“ bætti Sigurður við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×