Enski boltinn

Messan: Gylfi hélt Swansea uppi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson voru til umræðu í Messunni í gær.

Gylfi var á bekknum í fyrsta leik Swansea á tímabilinu en kom inn í liðið um síðustu helgi.

„Gylfi kemur með gæði inn í liðið í föstum leikatriðum og skotin hans eru alltaf hættuleg. Hann hélt auðvitað Swansea upp í úrvalsdeildinni á vissan hátt með frammistöðu sinni eftir áramót,“ sagði Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson bætti við.

„Swansea-liðið er allt annað með Gylfa innanborðs. Leikur liðsins batnaði mikið er hann kom inn síðast. Hann spilar alltaf jafna leiki.“

Jón Daði Böðvarsson hefur svo byrjað af krafti með Wolves í B-deildinni. Slegið í gegn með tveimur mörkum nú þegar.

„Hann hefur tekið ótrúlegum framförum síðustu tvö til þrjú ár og nú er hann allt í einu kominn í stóra deild. Þetta er deild sem er sniðin fyrir hann,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

Sjá má umræðuna um íslensku landsliðsmennina hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×