Mörg börn með ADHD í sambærilegum vanda og Ingibjörg Melkorka Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 24. ágúst 2016 19:30 Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. Stöð 2 fjallaði á mánudag um Ingibjörgu Melkorku Ásgeirsdóttur, sautján ára stúlku sem lést eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. Ingibjörg var greind með athyglisbrest og ofvirkni auk þess að glíma við andleg veikindi. Hún var alla tíð utanveltu í skóla og fann sig illa í kerfinu. „Það eru mjög mörg börn með ADHD sem eru í sambærilegum vanda og lýst var hjá henni. Þeim er hættara við að lenda í vanda í skóla, einelti, áhættuhegðun og prófa ýmiskonar hluti,“ segir Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar. Gyða segir að rannsóknir sýni fram á að börn með ADHD séu líklegri til að fá kvíða, þunglyndi og önnur andleg veikindi. Þá fylga röskuninni oft hegðunarvandamál og samskiptavandi.Erum við sem samfélag að standa okkur nógu vel í að halda utan um þessi börn?„Nei, því miður erum við alls ekki að standa okkur nógu vel. Eflaust getur skólinn víða gert betur. Reyndar ekki bara skólinn heldur kerfið í heild. Staðan er sú á Íslandi núna að börn sem að hafa vísbendingar um ADHD og ýmsar aðrar skyldar raskanir þurfa að bíða mjög lengi eftir að fá greiningu á sínum vanda. Það þýðir að þau eru oft ekki að fá aðstoð eða meðferð við hæfi á meðan þau eru að bíða,“ segir Gyða. Yfir fjögur hundruð börn bíða nú greiningar hjá Þroska - og hegðunarstöðinni. Biðtíminn eftir ADHD greiningu getur verið allt að þrjú ár, að meðtalinni bið eftir frumgreiningu. 3-24 mánuði getur tekið að fá frumgreiningu og 7-14 mánuði að fá nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum á ÞHS. „Þetta er mikið áhyggjuefni og bæði foreldrar og tilvísendur eru að hafa samband á biðtíma og óska eftir forgangi, og lýsa því að erfiðleikarnir hafi undið upp á sig. Oft á tíðum er bara verið að lýsa verulega alvarlegri stöðu,“ segir Gyða Haraldsdóttir. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum barna með ADHD segir að fjöldi barna með greininguna lendi í áhættuhópi gagnvart áhættuhegðun og fíkniefnaneyslu. Aukið fjármagn þarf í málaflokkinn þar sem eru viðvarandi biðlistar, en það getur tekið allt að þrrjú ár að fá ADHD greiningu hjá Þroska-og hegðunarstöð Heilsugsæslunnar. Stöð 2 fjallaði á mánudag um Ingibjörgu Melkorku Ásgeirsdóttur, sautján ára stúlku sem lést eftir að hafa tekið inn eina og hálfa E-töflu. Ingibjörg var greind með athyglisbrest og ofvirkni auk þess að glíma við andleg veikindi. Hún var alla tíð utanveltu í skóla og fann sig illa í kerfinu. „Það eru mjög mörg börn með ADHD sem eru í sambærilegum vanda og lýst var hjá henni. Þeim er hættara við að lenda í vanda í skóla, einelti, áhættuhegðun og prófa ýmiskonar hluti,“ segir Gyða Haraldsdóttir forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar. Gyða segir að rannsóknir sýni fram á að börn með ADHD séu líklegri til að fá kvíða, þunglyndi og önnur andleg veikindi. Þá fylga röskuninni oft hegðunarvandamál og samskiptavandi.Erum við sem samfélag að standa okkur nógu vel í að halda utan um þessi börn?„Nei, því miður erum við alls ekki að standa okkur nógu vel. Eflaust getur skólinn víða gert betur. Reyndar ekki bara skólinn heldur kerfið í heild. Staðan er sú á Íslandi núna að börn sem að hafa vísbendingar um ADHD og ýmsar aðrar skyldar raskanir þurfa að bíða mjög lengi eftir að fá greiningu á sínum vanda. Það þýðir að þau eru oft ekki að fá aðstoð eða meðferð við hæfi á meðan þau eru að bíða,“ segir Gyða. Yfir fjögur hundruð börn bíða nú greiningar hjá Þroska - og hegðunarstöðinni. Biðtíminn eftir ADHD greiningu getur verið allt að þrjú ár, að meðtalinni bið eftir frumgreiningu. 3-24 mánuði getur tekið að fá frumgreiningu og 7-14 mánuði að fá nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum á ÞHS. „Þetta er mikið áhyggjuefni og bæði foreldrar og tilvísendur eru að hafa samband á biðtíma og óska eftir forgangi, og lýsa því að erfiðleikarnir hafi undið upp á sig. Oft á tíðum er bara verið að lýsa verulega alvarlegri stöðu,“ segir Gyða Haraldsdóttir.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Sjá meira