Smá högg að Liverpool valdi að taka nafna minn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Ragnar sló í gegn á EM í sumar. Hér er hann í baráttu við Jamie Vardy, leikmann Englands. Kári Árnason fylgist með. Fréttablaðið/Getty Ragnar Sigurðsson er hæstánægður með að vera kominn í ensku B-deildina en hann gekk frá tveggja ára samningi við Fulham í fyrradag, með möguleika á eins árs framlengingu. Með félagaskiptunum rættist gamall draumur en Ragnar hefur stefnt á að spila á Englandi allan sinn feril. Ragnar sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í sumar. Frammistaða hans í 2-1 sigurleiknum á Englandi í 16-liða úrslitum vakti heimsathygli en Ragnar, sem skoraði fyrra mark Íslands, var valinn maður leiksins og þótti frammistaða hans ein sú besta sem miðvörður hefur sýnt í íslenskum landsliðsbúningi. Þessi þrítugi Árbæingur fór aldrei leynt með það að hann vildi komast að á Englandi. Hann sagði það fyrir EM í sumar og ítrekaði það svo á meðan á keppninni stóð. Eftir EM fóru af stað ýmsar sögusagnir um að ensk úrvalsdeildarlið væru með hann í sigtinu.Áhugi en engin tilboð „Þetta var mjög erfitt sumar. Mig langaði svo rosalega mikið til að komast í ensku deildina en vissi um leið að það væri ekkert til í helmingnum af þessu slúðri. En það kveikti samt ákveðnar hugsanir og það tók á að þurfa að bíða svona lengi eftir þessu,“ sagði Ragnar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann neitar því ekki að hann hafi stefnt að því að komast að hjá liði í ensku úrvalsdeildinni. Hann, eins og aðrir, stefnir eins hátt og mögulegt er. „Það voru lið sem höfðu sett sig samband við umboðsmanninn minn en þau voru greinilega aldrei viss því tilboðin komu aldrei. Fulham var eina liðið sem kom með alvöru tilboð. Það var því ekki erfið ákvörðun fyrir mig. Fulham er flottur klúbbur í flottri borg.“Liverpool tók nafna Ragnar fór ekki leynt með þann draum sinn að fá tækifæri hjá Liverpool, félagi sem hann hefur stutt alla sína ævi. Ragnar taldi það ekki svo fjarlægan draum eftir EM í sumar. „Ég veit ekki hvort það hafi verið einhver vitleysa í manni en mér fannst allt eins líklegt að eitthvert lið eins og Liverpool myndi vilja skoða mig eftir EM. Mér fannst möguleikinn á því allavega vera til staðar,“ sagði Ragnar en Liverpool var í miðvarðaleit í sumar og valdi að lokum nafna hans, Eistlendinginn Ragnar Klavan. „Eftir því sem ég best veit var ég aldrei nálægt því að komast til Liverpool. En það var samt smá högg fyrir mig að þeir tóku nafna minn í staðinn. Og vissulega mjög fyndið.“Ragnar glaður í nýja búningnum.mynd/twittersíða FulhamVar að tapa gleðinni Hann ber Krasnodar vel söguna og segir að félagið hafi alla tíð komið vel fram við sig, líka þegar kom að viðskilnaðinum. „Þeir vissu að það var alltaf markmiðið hjá mér að komast að á Englandi. Tíminn minn í Rússlandi var fínn þó svo að það hafi ýmislegt einkennilegt komið upp, enda mikill menningarmunur í Rússlandi. En það var gott að fá að spila með einu besta liði Rússlands og í Evrópudeildinni þar að auki.“ Það má þó heyra á Ragnari að það hafi verið komin ákveðin þreyta í hann eftir tveggja og hálfs árs dvöl í Rússlandi. „Ég vil ekki segja neitt neikvætt um Krasnodar en ég vildi komast á stað þar sem ég hefði gaman af fótbolta aftur. Ég var byrjaður að tapa aðeins gleðinni fyrir íþróttinni og ég var viss um að ef mér tækist að komast í gott lið á Englandi myndi það kveikja aðeins í áhuganum á nýjan leik,“ segir Ragnar hreinskilinn.Njóta þess að spila Hann segist ekki hugsa um annað en að standa sig vel með Fulham úr þessu. Liðið hefur byrjað tímabilið vel á Englandi, er með átta stig eftir fjórar umferðir og er enn taplaust. „Þetta er flottur klúbbur sem á góða möguleika á að komast upp. Ef það tekst ekki er þetta góður gluggi fyrir mig enda mjög sterk deild. En fyrst og fremst ætla ég að njóta þess að spila hér í vetur og svo mun ég sjá til eftir það.“ Enski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson er hæstánægður með að vera kominn í ensku B-deildina en hann gekk frá tveggja ára samningi við Fulham í fyrradag, með möguleika á eins árs framlengingu. Með félagaskiptunum rættist gamall draumur en Ragnar hefur stefnt á að spila á Englandi allan sinn feril. Ragnar sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í sumar. Frammistaða hans í 2-1 sigurleiknum á Englandi í 16-liða úrslitum vakti heimsathygli en Ragnar, sem skoraði fyrra mark Íslands, var valinn maður leiksins og þótti frammistaða hans ein sú besta sem miðvörður hefur sýnt í íslenskum landsliðsbúningi. Þessi þrítugi Árbæingur fór aldrei leynt með það að hann vildi komast að á Englandi. Hann sagði það fyrir EM í sumar og ítrekaði það svo á meðan á keppninni stóð. Eftir EM fóru af stað ýmsar sögusagnir um að ensk úrvalsdeildarlið væru með hann í sigtinu.Áhugi en engin tilboð „Þetta var mjög erfitt sumar. Mig langaði svo rosalega mikið til að komast í ensku deildina en vissi um leið að það væri ekkert til í helmingnum af þessu slúðri. En það kveikti samt ákveðnar hugsanir og það tók á að þurfa að bíða svona lengi eftir þessu,“ sagði Ragnar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann neitar því ekki að hann hafi stefnt að því að komast að hjá liði í ensku úrvalsdeildinni. Hann, eins og aðrir, stefnir eins hátt og mögulegt er. „Það voru lið sem höfðu sett sig samband við umboðsmanninn minn en þau voru greinilega aldrei viss því tilboðin komu aldrei. Fulham var eina liðið sem kom með alvöru tilboð. Það var því ekki erfið ákvörðun fyrir mig. Fulham er flottur klúbbur í flottri borg.“Liverpool tók nafna Ragnar fór ekki leynt með þann draum sinn að fá tækifæri hjá Liverpool, félagi sem hann hefur stutt alla sína ævi. Ragnar taldi það ekki svo fjarlægan draum eftir EM í sumar. „Ég veit ekki hvort það hafi verið einhver vitleysa í manni en mér fannst allt eins líklegt að eitthvert lið eins og Liverpool myndi vilja skoða mig eftir EM. Mér fannst möguleikinn á því allavega vera til staðar,“ sagði Ragnar en Liverpool var í miðvarðaleit í sumar og valdi að lokum nafna hans, Eistlendinginn Ragnar Klavan. „Eftir því sem ég best veit var ég aldrei nálægt því að komast til Liverpool. En það var samt smá högg fyrir mig að þeir tóku nafna minn í staðinn. Og vissulega mjög fyndið.“Ragnar glaður í nýja búningnum.mynd/twittersíða FulhamVar að tapa gleðinni Hann ber Krasnodar vel söguna og segir að félagið hafi alla tíð komið vel fram við sig, líka þegar kom að viðskilnaðinum. „Þeir vissu að það var alltaf markmiðið hjá mér að komast að á Englandi. Tíminn minn í Rússlandi var fínn þó svo að það hafi ýmislegt einkennilegt komið upp, enda mikill menningarmunur í Rússlandi. En það var gott að fá að spila með einu besta liði Rússlands og í Evrópudeildinni þar að auki.“ Það má þó heyra á Ragnari að það hafi verið komin ákveðin þreyta í hann eftir tveggja og hálfs árs dvöl í Rússlandi. „Ég vil ekki segja neitt neikvætt um Krasnodar en ég vildi komast á stað þar sem ég hefði gaman af fótbolta aftur. Ég var byrjaður að tapa aðeins gleðinni fyrir íþróttinni og ég var viss um að ef mér tækist að komast í gott lið á Englandi myndi það kveikja aðeins í áhuganum á nýjan leik,“ segir Ragnar hreinskilinn.Njóta þess að spila Hann segist ekki hugsa um annað en að standa sig vel með Fulham úr þessu. Liðið hefur byrjað tímabilið vel á Englandi, er með átta stig eftir fjórar umferðir og er enn taplaust. „Þetta er flottur klúbbur sem á góða möguleika á að komast upp. Ef það tekst ekki er þetta góður gluggi fyrir mig enda mjög sterk deild. En fyrst og fremst ætla ég að njóta þess að spila hér í vetur og svo mun ég sjá til eftir það.“
Enski boltinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira