Segja fullyrðingar Önnu Sigurlaugar um ítarupplýsingar ósannar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. ágúst 2016 14:57 Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja, aftur, það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. Ritstjóri Reykjavík Media, fyrrverandi fréttamaður Reykjavík Media, ritstjórar Kastljóss og fréttamaður og framleiðandi sænska þáttarins Uppdrag Granskning neita því að hafa fengið í hendurnar ítarupplýsingar um eignarhaldsfélagið Wintris í aðdraganda umfjöllunar um félagið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hlutaðeigandi aðilum. Í viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist í Morgunblaðinu í dag sagði hún að eftir viðtal við eiginmann hennar, þar sem Wintris bar á góma, hafi þau sent upplýsingar til umræddra aðila. Þar hefði verið um að ræða ítarleg gögn sem útskýrðu hvernig í pottinn væri búið.Sjá einnig:Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug í viðtalinu. Í svari fréttafólksins, sem birt var á Facebook, kemur fram að rétt sé að þeim hjónum hafi verið sendur ítarlegur spurningalisti. Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um.Þetta er í annað sinn sem umræddir fréttamenn svara slíkum ásökunum forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi. Sigmundur Davíð bar slíkar ásakanir á torg á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í upphafi júnímánaðar. „Við fórum í það næstu tvær vikurnar að afla gagnanna fyrir þess menn. Alltaf var reynt að svara þeim spurningum sem þeir vildu fá. Svo kom á daginn að þetta snerist aldrei um að afla upplýsinga. Þetta snerist um að halda mér uppteknum í tvær til þrjár vikur. Það var búið að skrifa handritið fyrir framan og búið að æfa það hvernig mætti láta viðtalið líta sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð við það tilefni. Þá svöruðu þeir sem komu að gerð þáttarins ásökunum einnig. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig birtu aðilarnir tölvupóstssamskipi sem þeir áttu í við aðstoðarmann Sigmundar Davíðs. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Ritstjóri Reykjavík Media, fyrrverandi fréttamaður Reykjavík Media, ritstjórar Kastljóss og fréttamaður og framleiðandi sænska þáttarins Uppdrag Granskning neita því að hafa fengið í hendurnar ítarupplýsingar um eignarhaldsfélagið Wintris í aðdraganda umfjöllunar um félagið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hlutaðeigandi aðilum. Í viðtali við Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem birtist í Morgunblaðinu í dag sagði hún að eftir viðtal við eiginmann hennar, þar sem Wintris bar á góma, hafi þau sent upplýsingar til umræddra aðila. Þar hefði verið um að ræða ítarleg gögn sem útskýrðu hvernig í pottinn væri búið.Sjá einnig:Anna Sigurlaug: „Þetta snerist bara um að fella forsætisráðherrann“ „Sigmundur vildi vaða strax í sjónvarpsmennina og óheiðarlega framgöngu þeirra en aðrir töldu ekki rétt að veita þeim slíka athygli. Best væri að leggja bara fram öll gögn og sýna að ávirðingar sjónvarpsmannanna hefðu verið rangar. Það var auðvitað mikið áfall þegar þátturinn var svo sýndur að sjá að það var ekki minnst á svörin frá okkur,“ segir Anna Sigurlaug í viðtalinu. Í svari fréttafólksins, sem birt var á Facebook, kemur fram að rétt sé að þeim hjónum hafi verið sendur ítarlegur spurningalisti. Fréttafólkinu hafi borist svör sem öll áttu það sameiginlegt að svara ekki þeim hlutum sem spurt var um.Þetta er í annað sinn sem umræddir fréttamenn svara slíkum ásökunum forsætisráðherrahjónanna fyrrverandi. Sigmundur Davíð bar slíkar ásakanir á torg á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í upphafi júnímánaðar. „Við fórum í það næstu tvær vikurnar að afla gagnanna fyrir þess menn. Alltaf var reynt að svara þeim spurningum sem þeir vildu fá. Svo kom á daginn að þetta snerist aldrei um að afla upplýsinga. Þetta snerist um að halda mér uppteknum í tvær til þrjár vikur. Það var búið að skrifa handritið fyrir framan og búið að æfa það hvernig mætti láta viðtalið líta sem verst út,“ sagði Sigmundur Davíð við það tilefni. Þá svöruðu þeir sem komu að gerð þáttarins ásökunum einnig. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fékk því margítrekuð tækifæri til að útskýra aðkomu sína og eiginkonu sinnar að aflandsfélaginu Wintris Inc, sem hann kaus að gera ekki,“ segir í yfirlýsingunni. Einnig birtu aðilarnir tölvupóstssamskipi sem þeir áttu í við aðstoðarmann Sigmundar Davíðs.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50