Telur MS geta hindrað vöxt samkeppnisaðila Ingvar Haraldsson skrifar 13. ágúst 2016 07:00 Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús. Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús, gagnrýnir að með búvörusamningum sem nú liggi fyrir Alþingi geti MS hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila sýnist fyrirtækinu svo. Samkvæmt búvörusamningunum sé fyrirtækinu einungis skylt að selja fimm prósent af framleiðslu sinni til annarra vinnsluaðila mjólkur, um sjö milljónir lítra. Nú sé ekkert slíkt ákvæði til staðar. Ólafur segir að það stefni í að framleiðsla KÚ muni aukast hratt á næstu mánuðum og nema um 2,5 til 3,5 milljónum lítra á ári innan árs. „Þá verðum við sjálfsagt komin upp í þetta þak og getum þá ekki vaxið meira,“ segir Ólafur en hann bendir á að framleiðsla Örnu í Bolungarvík sé nú um 1,5-1,6 milljón lítrar á ári og fari vaxandi. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Örnu, sagði í viðtali við Markaðinn á miðvikudaginn að það stefndi í að velta fyrirtækisins tvöfaldaðist á þessu ári. Hálfdán bætti við að markaðshlutdeild Örnu væri eitt prósent en þyrfti að vera um tíu prósent til þess að fyrirtækið væri samkeppnishæft. „Þetta er eitt af þeim atriðum sem nefndin er að skoða,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, um ákvæðið. Hann telji vinnu nefndarinnar við breytingatillögur á búvörusamningunum miða vel en naumur tími sé til stefnu. „Ég geri mér vonir um að það verði miklu almennari sátt um þær tillögur sem koma fram en birtust við málsmeðferðina í vor,“ segir Jón. Haft var eftir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanni atvinnuveganefndar, að stefnt væri að endurskoðunarákvæði í samninginn eftir þrjú ár en upprunalega átti samningurinn að gilda til tíu ára. Ólafur er einnig ósáttur við að KÚ verði ekki lengur flokkuð sem afurðastöð samkvæmt frumvarpinu. Það verði einungis aðilar sem taki við mjólk úr höndum frumframleiðenda til vinnslu, sem þýði að skilgreiningin nái aðeins yfir MS og Kaupfélag Skagfirðinga. Afurðastöðvar í mjólkuriðnaði eru undanþegnar samkeppnislögum. „Verði þetta að lögum verðum við ekki lengur skilgreind afurðastöð né aðrir aðilar sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöluna. Hún verður þá eitt fyrirtækja á mjólkurmarkaði undanþegin samkeppnislögum með 98 prósenta markaðshlutdeild,“ segir Ólafur en bæði Arna og KÚ þurfa að kaupa alla hrámjólk af Mjólkursamsölunni.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinuvísir/eyþór Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira
Ólafur M. Magnússon, framkvæmdastjóri KÚ mjólkurbús, gagnrýnir að með búvörusamningum sem nú liggi fyrir Alþingi geti MS hindrað frekari vöxt samkeppnisaðila sýnist fyrirtækinu svo. Samkvæmt búvörusamningunum sé fyrirtækinu einungis skylt að selja fimm prósent af framleiðslu sinni til annarra vinnsluaðila mjólkur, um sjö milljónir lítra. Nú sé ekkert slíkt ákvæði til staðar. Ólafur segir að það stefni í að framleiðsla KÚ muni aukast hratt á næstu mánuðum og nema um 2,5 til 3,5 milljónum lítra á ári innan árs. „Þá verðum við sjálfsagt komin upp í þetta þak og getum þá ekki vaxið meira,“ segir Ólafur en hann bendir á að framleiðsla Örnu í Bolungarvík sé nú um 1,5-1,6 milljón lítrar á ári og fari vaxandi. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri mjólkurbúsins Örnu, sagði í viðtali við Markaðinn á miðvikudaginn að það stefndi í að velta fyrirtækisins tvöfaldaðist á þessu ári. Hálfdán bætti við að markaðshlutdeild Örnu væri eitt prósent en þyrfti að vera um tíu prósent til þess að fyrirtækið væri samkeppnishæft. „Þetta er eitt af þeim atriðum sem nefndin er að skoða,“ segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, um ákvæðið. Hann telji vinnu nefndarinnar við breytingatillögur á búvörusamningunum miða vel en naumur tími sé til stefnu. „Ég geri mér vonir um að það verði miklu almennari sátt um þær tillögur sem koma fram en birtust við málsmeðferðina í vor,“ segir Jón. Haft var eftir Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og varaformanni atvinnuveganefndar, að stefnt væri að endurskoðunarákvæði í samninginn eftir þrjú ár en upprunalega átti samningurinn að gilda til tíu ára. Ólafur er einnig ósáttur við að KÚ verði ekki lengur flokkuð sem afurðastöð samkvæmt frumvarpinu. Það verði einungis aðilar sem taki við mjólk úr höndum frumframleiðenda til vinnslu, sem þýði að skilgreiningin nái aðeins yfir MS og Kaupfélag Skagfirðinga. Afurðastöðvar í mjólkuriðnaði eru undanþegnar samkeppnislögum. „Verði þetta að lögum verðum við ekki lengur skilgreind afurðastöð né aðrir aðilar sem eru í samkeppni við Mjólkursamsöluna. Hún verður þá eitt fyrirtækja á mjólkurmarkaði undanþegin samkeppnislögum með 98 prósenta markaðshlutdeild,“ segir Ólafur en bæði Arna og KÚ þurfa að kaupa alla hrámjólk af Mjólkursamsölunni.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinuvísir/eyþór
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Sjá meira