13 þúsund manns fylgdust með brúðkaupinu á Snapchat Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 14:21 Snapchat stjarnan og blaðamaðurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir giftist Guðmundi Þór Valssyni við fallega athöfn í Eskifjarðarkirkju um síðastliðna helgi. Brúðurin klæddist fagurgulum, sérsaumuðum kjól og nammibar var í veislunni. Þetta og fleira sáu um 13 þúsund áhorfendur í gegnum Snapchat aðgang Guðrúnar Veigu. Guðrún Veiga er einn vinsælasti snappari landsins en hún byrjaði að nota forritið af fullum krafti í október á síðasta ári. „Fjöldi fylgjenda hefur aukist jafnt og þétt, mér að sjálfsögðu til mikillar gleði og yndisauka,” segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Stundum þjáist ég af svolitlum frammistöðukvíða en hann er nokkuð fljótur að gleymast þegar ég kemst í gírinn og það kjaftar á mér hver tuska. Óþarflega margar og óritskoðaðar tuskur kannski!”Mynd/Ólafur Höskuldur ÓlafssonKynntust í gleðskap á Reyðarfirði Guðrún Veiga og Guðmundur Þór, sem fylgjendur snappsins þekkja betur sem Tusku-Brand, kynntust í gleðskap á Reyðarfirði fyrir tíu árum síðan, en þau eru bæði að austan. „Ég er frá Eskifirði og sótti hann í næsta fjörð, en hann er frá Reyðarfirði,” segir Guðrún Veiga. Þau ákváðu að gifta sig síðasta haust. Fylgjendur Guðrúnar Veigu hafa fengið að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins og svo var athöfnin og veislan einnig í beinni útsendingu. Um 13 þúsund manns horfðu á brúðkaup þeirra hjóna. „Það voru í kringum 13 þúsund manns búnir að horfa þegar ég skoðaði áhorfstölur seinnipartinn á sunnudag, tæplega sólarhring eftir brúðkaup. Ég var að vísu sjálf búin að horfa á atburðinn sirka 13 þúsund sinnum, svona eftir á, en við skulum vona að Snapchat telji bara hvern og einn áhorfanda einu sinni þannig að ég sé ekki að haugaljúga með þessar áhorfstölur og eigi þær alein og skuldlaust.” Guðrún Veiga segir viðbrögðin hafa verið stórkostleg. „Viðbrögðin við þessari beinu brúðkaupsútsendingu voru hreint út sagt stórkostleg og ég er enn að fara yfir þau skilaboð sem mér, tjah okkur, bárust í gegnum Snapchat. Og ég er búin að fara sirka 17 sinnum að grenja yfir orðum og myndum frá ókunnugu fólki og enn er af nógu að taka.” Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Snapchat stjarnan og blaðamaðurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir giftist Guðmundi Þór Valssyni við fallega athöfn í Eskifjarðarkirkju um síðastliðna helgi. Brúðurin klæddist fagurgulum, sérsaumuðum kjól og nammibar var í veislunni. Þetta og fleira sáu um 13 þúsund áhorfendur í gegnum Snapchat aðgang Guðrúnar Veigu. Guðrún Veiga er einn vinsælasti snappari landsins en hún byrjaði að nota forritið af fullum krafti í október á síðasta ári. „Fjöldi fylgjenda hefur aukist jafnt og þétt, mér að sjálfsögðu til mikillar gleði og yndisauka,” segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Stundum þjáist ég af svolitlum frammistöðukvíða en hann er nokkuð fljótur að gleymast þegar ég kemst í gírinn og það kjaftar á mér hver tuska. Óþarflega margar og óritskoðaðar tuskur kannski!”Mynd/Ólafur Höskuldur ÓlafssonKynntust í gleðskap á Reyðarfirði Guðrún Veiga og Guðmundur Þór, sem fylgjendur snappsins þekkja betur sem Tusku-Brand, kynntust í gleðskap á Reyðarfirði fyrir tíu árum síðan, en þau eru bæði að austan. „Ég er frá Eskifirði og sótti hann í næsta fjörð, en hann er frá Reyðarfirði,” segir Guðrún Veiga. Þau ákváðu að gifta sig síðasta haust. Fylgjendur Guðrúnar Veigu hafa fengið að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins og svo var athöfnin og veislan einnig í beinni útsendingu. Um 13 þúsund manns horfðu á brúðkaup þeirra hjóna. „Það voru í kringum 13 þúsund manns búnir að horfa þegar ég skoðaði áhorfstölur seinnipartinn á sunnudag, tæplega sólarhring eftir brúðkaup. Ég var að vísu sjálf búin að horfa á atburðinn sirka 13 þúsund sinnum, svona eftir á, en við skulum vona að Snapchat telji bara hvern og einn áhorfanda einu sinni þannig að ég sé ekki að haugaljúga með þessar áhorfstölur og eigi þær alein og skuldlaust.” Guðrún Veiga segir viðbrögðin hafa verið stórkostleg. „Viðbrögðin við þessari beinu brúðkaupsútsendingu voru hreint út sagt stórkostleg og ég er enn að fara yfir þau skilaboð sem mér, tjah okkur, bárust í gegnum Snapchat. Og ég er búin að fara sirka 17 sinnum að grenja yfir orðum og myndum frá ókunnugu fólki og enn er af nógu að taka.”
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira