13 þúsund manns fylgdust með brúðkaupinu á Snapchat Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 14:21 Snapchat stjarnan og blaðamaðurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir giftist Guðmundi Þór Valssyni við fallega athöfn í Eskifjarðarkirkju um síðastliðna helgi. Brúðurin klæddist fagurgulum, sérsaumuðum kjól og nammibar var í veislunni. Þetta og fleira sáu um 13 þúsund áhorfendur í gegnum Snapchat aðgang Guðrúnar Veigu. Guðrún Veiga er einn vinsælasti snappari landsins en hún byrjaði að nota forritið af fullum krafti í október á síðasta ári. „Fjöldi fylgjenda hefur aukist jafnt og þétt, mér að sjálfsögðu til mikillar gleði og yndisauka,” segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Stundum þjáist ég af svolitlum frammistöðukvíða en hann er nokkuð fljótur að gleymast þegar ég kemst í gírinn og það kjaftar á mér hver tuska. Óþarflega margar og óritskoðaðar tuskur kannski!”Mynd/Ólafur Höskuldur ÓlafssonKynntust í gleðskap á Reyðarfirði Guðrún Veiga og Guðmundur Þór, sem fylgjendur snappsins þekkja betur sem Tusku-Brand, kynntust í gleðskap á Reyðarfirði fyrir tíu árum síðan, en þau eru bæði að austan. „Ég er frá Eskifirði og sótti hann í næsta fjörð, en hann er frá Reyðarfirði,” segir Guðrún Veiga. Þau ákváðu að gifta sig síðasta haust. Fylgjendur Guðrúnar Veigu hafa fengið að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins og svo var athöfnin og veislan einnig í beinni útsendingu. Um 13 þúsund manns horfðu á brúðkaup þeirra hjóna. „Það voru í kringum 13 þúsund manns búnir að horfa þegar ég skoðaði áhorfstölur seinnipartinn á sunnudag, tæplega sólarhring eftir brúðkaup. Ég var að vísu sjálf búin að horfa á atburðinn sirka 13 þúsund sinnum, svona eftir á, en við skulum vona að Snapchat telji bara hvern og einn áhorfanda einu sinni þannig að ég sé ekki að haugaljúga með þessar áhorfstölur og eigi þær alein og skuldlaust.” Guðrún Veiga segir viðbrögðin hafa verið stórkostleg. „Viðbrögðin við þessari beinu brúðkaupsútsendingu voru hreint út sagt stórkostleg og ég er enn að fara yfir þau skilaboð sem mér, tjah okkur, bárust í gegnum Snapchat. Og ég er búin að fara sirka 17 sinnum að grenja yfir orðum og myndum frá ókunnugu fólki og enn er af nógu að taka.” Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Snapchat stjarnan og blaðamaðurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir giftist Guðmundi Þór Valssyni við fallega athöfn í Eskifjarðarkirkju um síðastliðna helgi. Brúðurin klæddist fagurgulum, sérsaumuðum kjól og nammibar var í veislunni. Þetta og fleira sáu um 13 þúsund áhorfendur í gegnum Snapchat aðgang Guðrúnar Veigu. Guðrún Veiga er einn vinsælasti snappari landsins en hún byrjaði að nota forritið af fullum krafti í október á síðasta ári. „Fjöldi fylgjenda hefur aukist jafnt og þétt, mér að sjálfsögðu til mikillar gleði og yndisauka,” segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Stundum þjáist ég af svolitlum frammistöðukvíða en hann er nokkuð fljótur að gleymast þegar ég kemst í gírinn og það kjaftar á mér hver tuska. Óþarflega margar og óritskoðaðar tuskur kannski!”Mynd/Ólafur Höskuldur ÓlafssonKynntust í gleðskap á Reyðarfirði Guðrún Veiga og Guðmundur Þór, sem fylgjendur snappsins þekkja betur sem Tusku-Brand, kynntust í gleðskap á Reyðarfirði fyrir tíu árum síðan, en þau eru bæði að austan. „Ég er frá Eskifirði og sótti hann í næsta fjörð, en hann er frá Reyðarfirði,” segir Guðrún Veiga. Þau ákváðu að gifta sig síðasta haust. Fylgjendur Guðrúnar Veigu hafa fengið að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins og svo var athöfnin og veislan einnig í beinni útsendingu. Um 13 þúsund manns horfðu á brúðkaup þeirra hjóna. „Það voru í kringum 13 þúsund manns búnir að horfa þegar ég skoðaði áhorfstölur seinnipartinn á sunnudag, tæplega sólarhring eftir brúðkaup. Ég var að vísu sjálf búin að horfa á atburðinn sirka 13 þúsund sinnum, svona eftir á, en við skulum vona að Snapchat telji bara hvern og einn áhorfanda einu sinni þannig að ég sé ekki að haugaljúga með þessar áhorfstölur og eigi þær alein og skuldlaust.” Guðrún Veiga segir viðbrögðin hafa verið stórkostleg. „Viðbrögðin við þessari beinu brúðkaupsútsendingu voru hreint út sagt stórkostleg og ég er enn að fara yfir þau skilaboð sem mér, tjah okkur, bárust í gegnum Snapchat. Og ég er búin að fara sirka 17 sinnum að grenja yfir orðum og myndum frá ókunnugu fólki og enn er af nógu að taka.”
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira