13 þúsund manns fylgdust með brúðkaupinu á Snapchat Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2016 14:21 Snapchat stjarnan og blaðamaðurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir giftist Guðmundi Þór Valssyni við fallega athöfn í Eskifjarðarkirkju um síðastliðna helgi. Brúðurin klæddist fagurgulum, sérsaumuðum kjól og nammibar var í veislunni. Þetta og fleira sáu um 13 þúsund áhorfendur í gegnum Snapchat aðgang Guðrúnar Veigu. Guðrún Veiga er einn vinsælasti snappari landsins en hún byrjaði að nota forritið af fullum krafti í október á síðasta ári. „Fjöldi fylgjenda hefur aukist jafnt og þétt, mér að sjálfsögðu til mikillar gleði og yndisauka,” segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Stundum þjáist ég af svolitlum frammistöðukvíða en hann er nokkuð fljótur að gleymast þegar ég kemst í gírinn og það kjaftar á mér hver tuska. Óþarflega margar og óritskoðaðar tuskur kannski!”Mynd/Ólafur Höskuldur ÓlafssonKynntust í gleðskap á Reyðarfirði Guðrún Veiga og Guðmundur Þór, sem fylgjendur snappsins þekkja betur sem Tusku-Brand, kynntust í gleðskap á Reyðarfirði fyrir tíu árum síðan, en þau eru bæði að austan. „Ég er frá Eskifirði og sótti hann í næsta fjörð, en hann er frá Reyðarfirði,” segir Guðrún Veiga. Þau ákváðu að gifta sig síðasta haust. Fylgjendur Guðrúnar Veigu hafa fengið að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins og svo var athöfnin og veislan einnig í beinni útsendingu. Um 13 þúsund manns horfðu á brúðkaup þeirra hjóna. „Það voru í kringum 13 þúsund manns búnir að horfa þegar ég skoðaði áhorfstölur seinnipartinn á sunnudag, tæplega sólarhring eftir brúðkaup. Ég var að vísu sjálf búin að horfa á atburðinn sirka 13 þúsund sinnum, svona eftir á, en við skulum vona að Snapchat telji bara hvern og einn áhorfanda einu sinni þannig að ég sé ekki að haugaljúga með þessar áhorfstölur og eigi þær alein og skuldlaust.” Guðrún Veiga segir viðbrögðin hafa verið stórkostleg. „Viðbrögðin við þessari beinu brúðkaupsútsendingu voru hreint út sagt stórkostleg og ég er enn að fara yfir þau skilaboð sem mér, tjah okkur, bárust í gegnum Snapchat. Og ég er búin að fara sirka 17 sinnum að grenja yfir orðum og myndum frá ókunnugu fólki og enn er af nógu að taka.” Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Snapchat stjarnan og blaðamaðurinn Guðrún Veiga Guðmundsdóttir giftist Guðmundi Þór Valssyni við fallega athöfn í Eskifjarðarkirkju um síðastliðna helgi. Brúðurin klæddist fagurgulum, sérsaumuðum kjól og nammibar var í veislunni. Þetta og fleira sáu um 13 þúsund áhorfendur í gegnum Snapchat aðgang Guðrúnar Veigu. Guðrún Veiga er einn vinsælasti snappari landsins en hún byrjaði að nota forritið af fullum krafti í október á síðasta ári. „Fjöldi fylgjenda hefur aukist jafnt og þétt, mér að sjálfsögðu til mikillar gleði og yndisauka,” segir Guðrún Veiga í samtali við Vísi. „Stundum þjáist ég af svolitlum frammistöðukvíða en hann er nokkuð fljótur að gleymast þegar ég kemst í gírinn og það kjaftar á mér hver tuska. Óþarflega margar og óritskoðaðar tuskur kannski!”Mynd/Ólafur Höskuldur ÓlafssonKynntust í gleðskap á Reyðarfirði Guðrún Veiga og Guðmundur Þór, sem fylgjendur snappsins þekkja betur sem Tusku-Brand, kynntust í gleðskap á Reyðarfirði fyrir tíu árum síðan, en þau eru bæði að austan. „Ég er frá Eskifirði og sótti hann í næsta fjörð, en hann er frá Reyðarfirði,” segir Guðrún Veiga. Þau ákváðu að gifta sig síðasta haust. Fylgjendur Guðrúnar Veigu hafa fengið að fylgjast með undirbúningi brúðkaupsins og svo var athöfnin og veislan einnig í beinni útsendingu. Um 13 þúsund manns horfðu á brúðkaup þeirra hjóna. „Það voru í kringum 13 þúsund manns búnir að horfa þegar ég skoðaði áhorfstölur seinnipartinn á sunnudag, tæplega sólarhring eftir brúðkaup. Ég var að vísu sjálf búin að horfa á atburðinn sirka 13 þúsund sinnum, svona eftir á, en við skulum vona að Snapchat telji bara hvern og einn áhorfanda einu sinni þannig að ég sé ekki að haugaljúga með þessar áhorfstölur og eigi þær alein og skuldlaust.” Guðrún Veiga segir viðbrögðin hafa verið stórkostleg. „Viðbrögðin við þessari beinu brúðkaupsútsendingu voru hreint út sagt stórkostleg og ég er enn að fara yfir þau skilaboð sem mér, tjah okkur, bárust í gegnum Snapchat. Og ég er búin að fara sirka 17 sinnum að grenja yfir orðum og myndum frá ókunnugu fólki og enn er af nógu að taka.”
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira