Baksviðs með FM95BLÖ: Þegar allt trylltist á Þjóðhátíð Stefán Árni Pálsson skrifar 2. ágúst 2016 12:15 Strákarnir gerðu allt vitlaust á laugardagskvöldinu. vísir „Við getum orðað það þannig að ef það væri þak á dalnum, þá myndi það rifna af,“ sagði Egill Einarsson rétt áður en hann steig út á svið með strákunum í FM95BLÖ í Herjólfsdal á laugardalskvöld í Vestmannaeyjum. Það má með sanni segja að strákarnir hafi slegið í gegn í ár og voru tónleikar þeirra magnaðir. Það magnaðir að stemningin mældist á jarðskjálftamælum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fór fram um helgina og þótti hátíðin heppnast nokkuð vel. Sólin skein á gesti Þjóðhátíðar alla helgina og mikið stuð í dalnum um öll kvöld. Vísir og Stöð 2 var á svæðinu og fylgdist vel með. Eyjamenn tala alltaf um það að ekki sé hægt að fylla dansgólfið við stóra sviðið fyrir miðnætti. „Það voru einhverjir Eyjamenn að hlægja að okkur í dag og það hefur aldrei tekist að fylla dansgólfið fyrir miðnætti. Vanalega horfir fólk á flugeldasýninguna og síðan fer liðið á dansgólfið. Ég hló bara til baka og skoraði á þá að fylgjast með.“ Strákarnir komu fyrst saman á Þjóðhátíð í fyrra. „Þetta var bara skemmtilegasta gigg ævi minnar. Enda er ég stressaður núna, ég viðurkenni það,“ sagði Auðunn Blöndal rétt áður en hann steig á sviðið. „Ég vona bara að það verði jafn gaman. Þetta er bara eins og það séu tíu Sauðárkrókar þarna út og það er því ekki hægt að líkja þessu við önnur gigg.“ „Við erum bara íþróttamenn og að sjálfsögðu ætlum við að toppa atriðið frá því í fyrra,“ sagði Egill að lokum. Drengirnir toppuðu atriðið frá því í fyrra og fengu aðstoð frá mönnum eins og Birni Braga, Jóni Jónssyni, Aron Can, Bent og fleirum. Vísir hefur heimildir fyrir því að Þjóðhátíðarnefnd hafi um leið bókað strákana aftur að ári eftir laugardagskvöldið. Hér að neðan má sjá viðtal við strákana rétt áður en þeir fóru upp á svið og svo er þeim fylgt inn á svið. Þarna má sjá glefsur úr nokkrum lögum sem þeir tóku. Einnig hvernig brekkan trylltist þegar Auddi kynnir leynigestinn Aron Can.Á þessu myndbandi má glöggt sjá stemninguna sem skapaðist þegar atriði FM95BLÖ náði hápunkti, rétt áður en flugeldasýningin var keyrð í gang.Egill Einarsson tók sama augnablik upp á myndband uppi á sviði og er hægt að sjá það í spilaranum hér fyrir neðan.Ég fer á Þjóðhátíð í dalnum Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
„Við getum orðað það þannig að ef það væri þak á dalnum, þá myndi það rifna af,“ sagði Egill Einarsson rétt áður en hann steig út á svið með strákunum í FM95BLÖ í Herjólfsdal á laugardalskvöld í Vestmannaeyjum. Það má með sanni segja að strákarnir hafi slegið í gegn í ár og voru tónleikar þeirra magnaðir. Það magnaðir að stemningin mældist á jarðskjálftamælum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fór fram um helgina og þótti hátíðin heppnast nokkuð vel. Sólin skein á gesti Þjóðhátíðar alla helgina og mikið stuð í dalnum um öll kvöld. Vísir og Stöð 2 var á svæðinu og fylgdist vel með. Eyjamenn tala alltaf um það að ekki sé hægt að fylla dansgólfið við stóra sviðið fyrir miðnætti. „Það voru einhverjir Eyjamenn að hlægja að okkur í dag og það hefur aldrei tekist að fylla dansgólfið fyrir miðnætti. Vanalega horfir fólk á flugeldasýninguna og síðan fer liðið á dansgólfið. Ég hló bara til baka og skoraði á þá að fylgjast með.“ Strákarnir komu fyrst saman á Þjóðhátíð í fyrra. „Þetta var bara skemmtilegasta gigg ævi minnar. Enda er ég stressaður núna, ég viðurkenni það,“ sagði Auðunn Blöndal rétt áður en hann steig á sviðið. „Ég vona bara að það verði jafn gaman. Þetta er bara eins og það séu tíu Sauðárkrókar þarna út og það er því ekki hægt að líkja þessu við önnur gigg.“ „Við erum bara íþróttamenn og að sjálfsögðu ætlum við að toppa atriðið frá því í fyrra,“ sagði Egill að lokum. Drengirnir toppuðu atriðið frá því í fyrra og fengu aðstoð frá mönnum eins og Birni Braga, Jóni Jónssyni, Aron Can, Bent og fleirum. Vísir hefur heimildir fyrir því að Þjóðhátíðarnefnd hafi um leið bókað strákana aftur að ári eftir laugardagskvöldið. Hér að neðan má sjá viðtal við strákana rétt áður en þeir fóru upp á svið og svo er þeim fylgt inn á svið. Þarna má sjá glefsur úr nokkrum lögum sem þeir tóku. Einnig hvernig brekkan trylltist þegar Auddi kynnir leynigestinn Aron Can.Á þessu myndbandi má glöggt sjá stemninguna sem skapaðist þegar atriði FM95BLÖ náði hápunkti, rétt áður en flugeldasýningin var keyrð í gang.Egill Einarsson tók sama augnablik upp á myndband uppi á sviði og er hægt að sjá það í spilaranum hér fyrir neðan.Ég fer á Þjóðhátíð í dalnum
Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira