Eyþóra í úrslit í fimleikum: Yndislegt kvöld Óskar Ófeigur Jónsson í Ríó skrifar 7. ágúst 2016 22:35 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í æfingu á jafnvægisslá í kvöld. Vísir/Anton Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. Hún keppir fyrir Holland þar sem hún hefur búið alla sína ævi en hún á íslenska foreldra sem fluttu á sinum tíma út til Hollands. Eyþóra er í áttunda sæti nú þegar aðeins einn hópur á eftir að keppa í undankeppninni í fjölþraut kvenna. Það eru ekki nógu margar sem eiga eftir að keppa til að ýta henni niður fyrir 24. sæti. Sætið hennar er því öruggt. Þetta var frábært kvöld hjá Eyþóru í úrslitum í fjölþraut kvenna en hún fékk samtals 57.566 stig fyrir æfingar sínar. Allt gekk nánast upp hjá henni fyrir utan lítið fall í lok gólfæfinganna. Eyþóra Elísabet, sem talar fína íslensku var líka ánægð í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. „Þetta var alveg yndislegt kvöld. Auðvitað kom þetta litla fall á gólfinu en maður gleymir því ég er kominn í úrslit í fjölþraut og geta því bætt fyrir þetta þar. Þetta var mjög gaman," sagði Eyþóra eftir keppnina í kvöld. En hvað þýddi fallið á gólfinu, fór þar kannski möguleikinn á að komast í úrslitin á gólfinu. „Ég átti kannski möguleika þar en það hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir að öll keppnin klárast. Þá kæmi í ljós hvort að einkunn mín með einum heilum meira hefði verið nóg til að koma mér í úrslitin þar eða ekki," sagði Eyþóra. Eyþór fékk 13.633 í einkunn fyrir gólfið en það var dreginn einn heill frá þeirri einkunn af því að hún datt. „Vonandi ekki því þá líður mér aðeins betur. Ég er komin í ein úrslit og kannski kemst hollenska liðið í úrslit líka þannig að þetta er alveg yndislegt," sagði Eyþóra. „Það verður núna að spennandi að sjá hvort við komust líka í úrslitin í liðakeppninni," sagði Eyþóra. Holland er eins og er í sjöunda sæti en átta efstu liðin komast áfram. Þetta verður því tæpt. Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþrautinni en Eyþóra Elísabet keppir til úrslita í fjölþrautinni á fimmtudagskvöldið. Komist hollenska liðið í úrslit verða þau á þriðjudagskvöldið. Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum í fjölþraut kvenna í fimleikakepni Ólympíuleikanna. Hún keppir fyrir Holland þar sem hún hefur búið alla sína ævi en hún á íslenska foreldra sem fluttu á sinum tíma út til Hollands. Eyþóra er í áttunda sæti nú þegar aðeins einn hópur á eftir að keppa í undankeppninni í fjölþraut kvenna. Það eru ekki nógu margar sem eiga eftir að keppa til að ýta henni niður fyrir 24. sæti. Sætið hennar er því öruggt. Þetta var frábært kvöld hjá Eyþóru í úrslitum í fjölþraut kvenna en hún fékk samtals 57.566 stig fyrir æfingar sínar. Allt gekk nánast upp hjá henni fyrir utan lítið fall í lok gólfæfinganna. Eyþóra Elísabet, sem talar fína íslensku var líka ánægð í viðtölum við fjölmiðla eftir keppnina. „Þetta var alveg yndislegt kvöld. Auðvitað kom þetta litla fall á gólfinu en maður gleymir því ég er kominn í úrslit í fjölþraut og geta því bætt fyrir þetta þar. Þetta var mjög gaman," sagði Eyþóra eftir keppnina í kvöld. En hvað þýddi fallið á gólfinu, fór þar kannski möguleikinn á að komast í úrslitin á gólfinu. „Ég átti kannski möguleika þar en það hefði ekki komið í ljós fyrr en eftir að öll keppnin klárast. Þá kæmi í ljós hvort að einkunn mín með einum heilum meira hefði verið nóg til að koma mér í úrslitin þar eða ekki," sagði Eyþóra. Eyþór fékk 13.633 í einkunn fyrir gólfið en það var dreginn einn heill frá þeirri einkunn af því að hún datt. „Vonandi ekki því þá líður mér aðeins betur. Ég er komin í ein úrslit og kannski kemst hollenska liðið í úrslit líka þannig að þetta er alveg yndislegt," sagði Eyþóra. „Það verður núna að spennandi að sjá hvort við komust líka í úrslitin í liðakeppninni," sagði Eyþóra. Holland er eins og er í sjöunda sæti en átta efstu liðin komast áfram. Þetta verður því tæpt. Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþrautinni en Eyþóra Elísabet keppir til úrslita í fjölþrautinni á fimmtudagskvöldið. Komist hollenska liðið í úrslit verða þau á þriðjudagskvöldið.
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01 Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Eyþóra komin í úrslit Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stóð sig mjög vel í undankeppni í fjölþraut kvenna í fimleikakeppni Ólympíuleikanna en hún keppti í kvöld á sama tíma og Irina Sazonova. 7. ágúst 2016 22:01
Irina skrifaði nýjan kafla í fimleikasögunni en komst ekki í úrslit Irina Sazonova komst ekki áfram í úrslit í fjölþraut kvenna en hún varð í kvöld fyrsta íslenska fimleikakonan til þess að taka þátt í Ólympíuleikum. 7. ágúst 2016 22:00