Lífið

Valdimar fór hálfa leið upp Esjuna með eðal „krúi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásgeir, Valdirmar, Tómas og Andri Snær.
Ásgeir, Valdirmar, Tómas og Andri Snær.
„Eðal krú sem fór með mér hálfa leið upp að Steini,“ segir söngvarinn Valdimar Guðmundsson, sem er maraþonmaður Íslandsbanka þetta árið og ætlar hann sér að fara tíu kílómetra í hlaupinu.

Valdimar hefur lengi glímt við ofþyngd en hefur undanfarið tjáð sig um málefnið og ætlar sér að snúa við blaðinu.

„Esjan verður sigruð næst,“ segir hann að lokum en Valdimar fór í fjallgöngu með þeim Tómasi Guðbjartssyni, Andra Snæ Magnasyni og Ásgeiri Aðalsteinssyni í gærkvöldi.

Valdimari hefur náð góðum árangri í ræktinni og hafa kílóin fokið af honum, auk þess sem söngvarinn hefur bætt á sig miklum vöðvamassa. Íslandsbankahlaupið fer fram 20. ágúst.


Tengdar fréttir

Leið eins og rokkstjörnu á Sólheimum

Forseti Íslands og eiginkona hans heimsóttu Sólheima í gær. Heimsóknin var hans fyrsta í embætti. Íbúar Sólheima tóku forsetanum fagnandi og voru hæstánægðir með að vera fyrstu gestgjafar hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×