Níu mánaða fangelsi fyrir að hafa 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2016 11:57 Hinn aldni átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni þegar hann fór í skoðun á Hornafirði. vísir/pjetur Rúmlega fimmtugur karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands á dögunum dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir misneytingu. Fullnusta sex mánaða refsingarinnar fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Dómurinn var fjölskipaður. Brot mannsins fólst í því að hafa fengið níræðan mann, sem var með Alzheimer og vangetu til að átta sig á tölum, til að ráðstafa alls 42 milljónum króna inn á reikning sinn með þremur millifærslum. Talið var að maðurinn hefði ekki getað áttað sig á þýðingu ráðstafanna eða um hve mikið fé var að ræða. Mennirnir tveir þekkjast mjög vel og hafa gert í fleiri áratugi en hinn sakfelldi var í sveit hjá brotaþola. Að sögn ákærða og eiginkonu hans vörðu þau öllum sínum fríum í útilegu á jörð brotaþola og höfðu gert það í mörg ár.Upphæðin var „kannski tíu þúsund“ Umræddar millifærslur áttu sér stað á haustmánuðum ársins 2014. Þá var brotaþoli vistmaður á hjúkrunarheimili en hann hafði flutt þangað ásamt bróður sínum tæpu ári áður. Brotaþoli bar vitni fyrir dómi. Hann kannaðist við það að hafa farið með sakborningi í bankann en að hann vissi ekki hve mikið hann hefði átt á reikningi sínum. Þar kom fram að honum þótti hans fyrri vinnumaður eiga inni laun vegna vinnu hans á jörð sinni. Þá hafi hann litið á millifærsluna sem lán. Í dómnum kemur fram ljóst var að brotaþoli byggi við verulega minnisskerðingu. Til að mynda taldi hann að hann byggi enn á jörð sinni, árið væri 1962 og að upphæðin sem hann lagði inn á ákærða hefði verið „kannski tíu þúsund“. Eiginkona ákærða gaf skýrslu fyrir dómi. Þar sagði hún að eiginmaður hennar liti á þetta svo að hann stæði í skuld við brotaþola enda hefði hann alltaf talið skuldina fram á skattframtali. Þau hjónin væru skuldug en eigi svo að þau stæðu ekki í skilum enda væri eiginmaður hennar „hátekjumaður“. Umrætt fé hefði verið nýtt til að greiða niður skuldir af húsbíl þeirra, erlent húsnæðislán og yfirdráttarskuld. Framburður hins sakfellda fyrir dómi var eilítið á skjön við framburð hans hjá lögreglu. Hjá lögreglu sagði hann að féð væri gjöf frá brotaþola, sem hinn aldni maður bauð að fyrra bragði, en fyrir dómi var það lán vegna fjárhagsvandræða ákærða. Einnig hafi hann sagt hjá lögreglu að upphæð fyrstu millifærslunnar, 25 milljónir, hefði komið frá honum sjálfum en fyrir dómi þá höfðu þeir ákveðið fjárhæðina í sameiningu.Framburðurinn stöðugur en ótrúverðugur Líkt og áður segir var dómurinn fjölskipaður en meðal dómenda var sérfróður meðdómsmaður. Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða hafi verið það fullljóst að hann var að þiggja fé af brotaþola sem nam langstærstum hluta af bankainnistæðum hans. Ákærði hefði ekki gefið neina haldbæra skýringu á því hví honum hefði þótt eðlilegt að þiggja féð af manninum sem lán eða gjöf. „Í framburði ákærða, sem gaf skýrslu hjá lögreglu mánuði fyrr en eiginkonan, og í samantekt sem hann lagði fram við það tækifæri, kom hins vegar skýrt fram að ákærði leit fremur svo á að um gjöf væri að ræða, þótt hann segðist geta endurgreitt brotaþola hluta fjárins ef hann þyrfti á því að halda. Bendir þetta til þess að ákærði leitist nú fyrir dómi við að fegra sinn hlut er hann heldur því fram að ávallt hafi staðið til að endurgreiða féð,“ segir orðrétt í dómnum.Sjá einnig: Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Dómurinn taldi framburð ákærða og eiginkonu hans, þó stöðugur væri, ekki vera trúverðugan og jafnvel ótrúverðugan um ýmis mikilvæg atriði. Til að mynda væri ótrúlegt að þeim hafi ekki verið ljós hrakandi vitræn geta brotaþola og takmarkanir hans hvað tölur snertir. Hinn sakfelldi á ekki sakaferil að baki. Brot hans beindist gegn háöldruðum manni sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna sjúkleika síns. Dómurinn taldi manninn ekki eiga sér nokkrar málsbætur. Því var refsing ákveðin níu mánuðir en refsiramminn fyrir misneytingu er tveggja ára fangelsi. Í ljósi þess að um fyrsta brot var að ræða var refsingin skilorðsbundin. Að auki var hinum sakfellda gert að endurgreiða milljónirnar 42 og greiða allan máls- og sakarkostnað, alls rúmar tvær milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Austurlands má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hafa 42 milljónir af níræðum Alzheimer-sjúklingi Rúmlega fimmtugur karlmaður á að hafa nýtt sér veikindi mannsins og platað hann til að leggja inn á sig milljónirnar. 1. mars 2016 13:42 Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Rúmlega fimmtugur karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands á dögunum dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir misneytingu. Fullnusta sex mánaða refsingarinnar fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Dómurinn var fjölskipaður. Brot mannsins fólst í því að hafa fengið níræðan mann, sem var með Alzheimer og vangetu til að átta sig á tölum, til að ráðstafa alls 42 milljónum króna inn á reikning sinn með þremur millifærslum. Talið var að maðurinn hefði ekki getað áttað sig á þýðingu ráðstafanna eða um hve mikið fé var að ræða. Mennirnir tveir þekkjast mjög vel og hafa gert í fleiri áratugi en hinn sakfelldi var í sveit hjá brotaþola. Að sögn ákærða og eiginkonu hans vörðu þau öllum sínum fríum í útilegu á jörð brotaþola og höfðu gert það í mörg ár.Upphæðin var „kannski tíu þúsund“ Umræddar millifærslur áttu sér stað á haustmánuðum ársins 2014. Þá var brotaþoli vistmaður á hjúkrunarheimili en hann hafði flutt þangað ásamt bróður sínum tæpu ári áður. Brotaþoli bar vitni fyrir dómi. Hann kannaðist við það að hafa farið með sakborningi í bankann en að hann vissi ekki hve mikið hann hefði átt á reikningi sínum. Þar kom fram að honum þótti hans fyrri vinnumaður eiga inni laun vegna vinnu hans á jörð sinni. Þá hafi hann litið á millifærsluna sem lán. Í dómnum kemur fram ljóst var að brotaþoli byggi við verulega minnisskerðingu. Til að mynda taldi hann að hann byggi enn á jörð sinni, árið væri 1962 og að upphæðin sem hann lagði inn á ákærða hefði verið „kannski tíu þúsund“. Eiginkona ákærða gaf skýrslu fyrir dómi. Þar sagði hún að eiginmaður hennar liti á þetta svo að hann stæði í skuld við brotaþola enda hefði hann alltaf talið skuldina fram á skattframtali. Þau hjónin væru skuldug en eigi svo að þau stæðu ekki í skilum enda væri eiginmaður hennar „hátekjumaður“. Umrætt fé hefði verið nýtt til að greiða niður skuldir af húsbíl þeirra, erlent húsnæðislán og yfirdráttarskuld. Framburður hins sakfellda fyrir dómi var eilítið á skjön við framburð hans hjá lögreglu. Hjá lögreglu sagði hann að féð væri gjöf frá brotaþola, sem hinn aldni maður bauð að fyrra bragði, en fyrir dómi var það lán vegna fjárhagsvandræða ákærða. Einnig hafi hann sagt hjá lögreglu að upphæð fyrstu millifærslunnar, 25 milljónir, hefði komið frá honum sjálfum en fyrir dómi þá höfðu þeir ákveðið fjárhæðina í sameiningu.Framburðurinn stöðugur en ótrúverðugur Líkt og áður segir var dómurinn fjölskipaður en meðal dómenda var sérfróður meðdómsmaður. Í niðurstöðu dómsins segir að ákærða hafi verið það fullljóst að hann var að þiggja fé af brotaþola sem nam langstærstum hluta af bankainnistæðum hans. Ákærði hefði ekki gefið neina haldbæra skýringu á því hví honum hefði þótt eðlilegt að þiggja féð af manninum sem lán eða gjöf. „Í framburði ákærða, sem gaf skýrslu hjá lögreglu mánuði fyrr en eiginkonan, og í samantekt sem hann lagði fram við það tækifæri, kom hins vegar skýrt fram að ákærði leit fremur svo á að um gjöf væri að ræða, þótt hann segðist geta endurgreitt brotaþola hluta fjárins ef hann þyrfti á því að halda. Bendir þetta til þess að ákærði leitist nú fyrir dómi við að fegra sinn hlut er hann heldur því fram að ávallt hafi staðið til að endurgreiða féð,“ segir orðrétt í dómnum.Sjá einnig: Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Dómurinn taldi framburð ákærða og eiginkonu hans, þó stöðugur væri, ekki vera trúverðugan og jafnvel ótrúverðugan um ýmis mikilvæg atriði. Til að mynda væri ótrúlegt að þeim hafi ekki verið ljós hrakandi vitræn geta brotaþola og takmarkanir hans hvað tölur snertir. Hinn sakfelldi á ekki sakaferil að baki. Brot hans beindist gegn háöldruðum manni sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna sjúkleika síns. Dómurinn taldi manninn ekki eiga sér nokkrar málsbætur. Því var refsing ákveðin níu mánuðir en refsiramminn fyrir misneytingu er tveggja ára fangelsi. Í ljósi þess að um fyrsta brot var að ræða var refsingin skilorðsbundin. Að auki var hinum sakfellda gert að endurgreiða milljónirnar 42 og greiða allan máls- og sakarkostnað, alls rúmar tvær milljónir króna. Dóm Héraðsdóms Austurlands má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Ákærður fyrir að hafa 42 milljónir af níræðum Alzheimer-sjúklingi Rúmlega fimmtugur karlmaður á að hafa nýtt sér veikindi mannsins og platað hann til að leggja inn á sig milljónirnar. 1. mars 2016 13:42 Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Ákærður fyrir að hafa 42 milljónir af níræðum Alzheimer-sjúklingi Rúmlega fimmtugur karlmaður á að hafa nýtt sér veikindi mannsins og platað hann til að leggja inn á sig milljónirnar. 1. mars 2016 13:42
Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33