Telja að Sigríður Björk hafi byggt ákvörðun sína á orðrómi en ekki gögnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2016 12:49 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins var ekki heimilt að víkja lögreglufulltrúa tímabundið úr starfi í kjölfar þess að héraðssaksóknari hóf rannsókn á ætluðum brotum mannsins í starfi. Kemur þetta fram í úrskurði innanríkisráðuneytisins um málið en ráðuneytið hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram, samkvæmt frétt RÚV, að Sigríður Björk hafi fyrst og fremst byggt ákvörðun sína á orðrómi frekar en gögnum. Þá hafi hún með ákvörðuninni brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Maðurinn starfaði í fíkniefndadeild lögreglunnar en honum var vikið tímabundið frá störfum í janúar síðastliðnum þar sem hann var sakaður um að hafa átt óeðlileg samskipti við brotamenn. Auk þess að vera vikið úr starfi fór maðurinn á hálf laun. Fyrir rúmum mánuði var greint frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður málið á hendur lögreglumanninum. Ekkert saknæmt kom í ljós við rannsókn málsisn sem var ítarleg, samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara. Þekktur aðili úr undirheimunum hafði einnig stöðu sakbornings í málinu sem má rekja til þess að stór hluti fíkniefnadeildar lögreglu taldi sig ekki geta starfað með umræddum lögreglufulltrúa. Sá gegndi um tíma yfirmannsstöðu bæði í upplýsingadeild og fíkniefnadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem hefur síðan verið breytt. Átta lögreglumenn héldu á fund ríkislögreglustjóra í fyrravor vegna viðbragðsleysis sem þeir töldu sig finna fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnvart ásökunum á hendur fulltrúanum. Tengdar fréttir Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins var ekki heimilt að víkja lögreglufulltrúa tímabundið úr starfi í kjölfar þess að héraðssaksóknari hóf rannsókn á ætluðum brotum mannsins í starfi. Kemur þetta fram í úrskurði innanríkisráðuneytisins um málið en ráðuneytið hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram, samkvæmt frétt RÚV, að Sigríður Björk hafi fyrst og fremst byggt ákvörðun sína á orðrómi frekar en gögnum. Þá hafi hún með ákvörðuninni brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Maðurinn starfaði í fíkniefndadeild lögreglunnar en honum var vikið tímabundið frá störfum í janúar síðastliðnum þar sem hann var sakaður um að hafa átt óeðlileg samskipti við brotamenn. Auk þess að vera vikið úr starfi fór maðurinn á hálf laun. Fyrir rúmum mánuði var greint frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður málið á hendur lögreglumanninum. Ekkert saknæmt kom í ljós við rannsókn málsisn sem var ítarleg, samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara. Þekktur aðili úr undirheimunum hafði einnig stöðu sakbornings í málinu sem má rekja til þess að stór hluti fíkniefnadeildar lögreglu taldi sig ekki geta starfað með umræddum lögreglufulltrúa. Sá gegndi um tíma yfirmannsstöðu bæði í upplýsingadeild og fíkniefnadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem hefur síðan verið breytt. Átta lögreglumenn héldu á fund ríkislögreglustjóra í fyrravor vegna viðbragðsleysis sem þeir töldu sig finna fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnvart ásökunum á hendur fulltrúanum.
Tengdar fréttir Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43
Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22