Telja að Sigríður Björk hafi byggt ákvörðun sína á orðrómi en ekki gögnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2016 12:49 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins var ekki heimilt að víkja lögreglufulltrúa tímabundið úr starfi í kjölfar þess að héraðssaksóknari hóf rannsókn á ætluðum brotum mannsins í starfi. Kemur þetta fram í úrskurði innanríkisráðuneytisins um málið en ráðuneytið hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram, samkvæmt frétt RÚV, að Sigríður Björk hafi fyrst og fremst byggt ákvörðun sína á orðrómi frekar en gögnum. Þá hafi hún með ákvörðuninni brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Maðurinn starfaði í fíkniefndadeild lögreglunnar en honum var vikið tímabundið frá störfum í janúar síðastliðnum þar sem hann var sakaður um að hafa átt óeðlileg samskipti við brotamenn. Auk þess að vera vikið úr starfi fór maðurinn á hálf laun. Fyrir rúmum mánuði var greint frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður málið á hendur lögreglumanninum. Ekkert saknæmt kom í ljós við rannsókn málsisn sem var ítarleg, samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara. Þekktur aðili úr undirheimunum hafði einnig stöðu sakbornings í málinu sem má rekja til þess að stór hluti fíkniefnadeildar lögreglu taldi sig ekki geta starfað með umræddum lögreglufulltrúa. Sá gegndi um tíma yfirmannsstöðu bæði í upplýsingadeild og fíkniefnadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem hefur síðan verið breytt. Átta lögreglumenn héldu á fund ríkislögreglustjóra í fyrravor vegna viðbragðsleysis sem þeir töldu sig finna fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnvart ásökunum á hendur fulltrúanum. Tengdar fréttir Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra höfuðborgarsvæðsins var ekki heimilt að víkja lögreglufulltrúa tímabundið úr starfi í kjölfar þess að héraðssaksóknari hóf rannsókn á ætluðum brotum mannsins í starfi. Kemur þetta fram í úrskurði innanríkisráðuneytisins um málið en ráðuneytið hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans úr gildi. Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV. Í úrskurði ráðuneytisins kemur fram, samkvæmt frétt RÚV, að Sigríður Björk hafi fyrst og fremst byggt ákvörðun sína á orðrómi frekar en gögnum. Þá hafi hún með ákvörðuninni brotið meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Maðurinn starfaði í fíkniefndadeild lögreglunnar en honum var vikið tímabundið frá störfum í janúar síðastliðnum þar sem hann var sakaður um að hafa átt óeðlileg samskipti við brotamenn. Auk þess að vera vikið úr starfi fór maðurinn á hálf laun. Fyrir rúmum mánuði var greint frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður málið á hendur lögreglumanninum. Ekkert saknæmt kom í ljós við rannsókn málsisn sem var ítarleg, samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara. Þekktur aðili úr undirheimunum hafði einnig stöðu sakbornings í málinu sem má rekja til þess að stór hluti fíkniefnadeildar lögreglu taldi sig ekki geta starfað með umræddum lögreglufulltrúa. Sá gegndi um tíma yfirmannsstöðu bæði í upplýsingadeild og fíkniefnadeild sem er gagnrýnisvert fyrirkomulag sem hefur síðan verið breytt. Átta lögreglumenn héldu á fund ríkislögreglustjóra í fyrravor vegna viðbragðsleysis sem þeir töldu sig finna fyrir hjá yfirmönnum sínum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnvart ásökunum á hendur fulltrúanum.
Tengdar fréttir Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15 Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43 Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Eiginnafnið Dór kemur í veg fyrir millinafnið Dór Innlent Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Rannsókn á hendur lögreglufulltrúa felld niður Lögreglufulltrúi sem sakaður var um að hafa rangt við í samskiptum við upplýsingagjafa verður ekki ákærður fyrir brot í starfi. Ekkert saknæmt kom fram við rannsókn málsins. 9. júní 2016 09:15
Greinargerð Karls Steinars: Taldi enga ástæðu til að vantreysta lögreglufulltrúanum Jón H.B. Snorrason segir Karl Steinar Valsson hafa skoðað ásakanirnar og ályktað að ekkert væri hæft í þeim. 14. janúar 2016 13:43
Sendi héraðssaksóknara póst vegna athugasemda lögreglumanna Grímur Grímsson steig til hliðar við rannsókn á lögreglufulltrúa eftir athugasemdir lögreglumanna sem höfðu áhyggjur af hlutleysi við skýrslutökur. 17. febrúar 2016 15:22