Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um leit að ferðamanni sem féll fram af snjóhengju við Sveinsgil.

Þá sjáum við myndir af því þegar Theresa May tekur við sem forsætisráðherra Bretlands og ræðum við formann BSRB sem segir tugprósenta launahækkanir forstöðumanna ríkisstofnana vera enn einn naglann í líkkistu SALEK-samkomulagsins.

Þá verður rætt við framkvæmdastjóra Kjöríss sem segir að ísframleiðslan muni flytjast úr landi eða leggjast af verði búvörusamningar og boðaðar tollabreytingar að veruleika.

Við skoðum einnig svokölluð Safaritjöld sem eru tjöld fyrir tuttugustu og fyrstu öldina, með uppábúnum rúmum, hægindastólum og auðvitað þráðlausu Interneti.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×