Druslugangan 2016: „Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2016 10:08 Skjáskot úr myndbandi Druslugöngunnar þar sem ýmsir þekktir einstaklingar úr þjóðfélaginu útskýra ýmis hugtök sem oft vefjast fyrir fólki og fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða, forvarna og fræðslu. Druslugangan var fyrst haldin hér á landi árið 2011 og hefur farið stækkandi ár frá ári en í fyrra mættu 15 þúsund manns í gögnuna. Í tilkynningu frá skipuleggjendum göngunnar í ár kemur fram að nauðsyn þess að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að sporna við ofbeldinu verð augljósari með hverju árinu sem líður. Það er von skipuleggjenda „að á næstu vikum bregðist samfélagið og stjórnvöld við þessari þörf með aukinni umræðu og aðgerðum. Druslugangan hefur því framleitt örskýringarmyndbönd með það að markmiði að fræða, breyta orðræðu og koma í veg fyrir ofbeldi.“ Hér að neðan má sjá eitt af þessum myndböndum en í því koma meðal annars fram þau Margrét Erla Maack fjölmiðlakona, Þorsteinn Bachmann leikari og Dóra Takefusa athafnakona. Í myndbandinu greinir Margrét frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var 17 ára gömul. „Mér var nauðgað þegar ég var 17 ára og skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum,“ segir Margrét.Í myndböndunum eru ýmis hugtök útskýrð sem oft vefjast fyrir fólki og fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. „Reynt er eftir fremsta megni að útskýra hvers vegna baráttan gegn kynferðisofbeldi er mikilvæg og reynt að fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. Með myndböndunum vill Druslugangan leggja sitt af mörkum til að auka fræðslu og forvarnir og vekja athygli á mikilvægi þeirra. Það sem meðal annars er tekið fyrir er stafrænt kynferðisofbeldi, ofbeldi gegn körlum og druslusmánun,“ segir í tilkynningu. Tengdar fréttir „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Sumarlífið: „Í dag erum við stoltar druslur“ Sumarlífið var að sjálfsögðu mætt í Druslugönguna á laugardaginn. 28. júlí 2015 12:00 Gefa út bækling fyrir brotaþola Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur gefið út bæklinginn "Ef fjölmiðlar hafa samband – Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur“. Bæklingurinn er þýðing á erlendum bæklingi og er hann hugsaður fyrir þolendur kynferðisbrota. Í honum er að finna leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis. 22. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða, forvarna og fræðslu. Druslugangan var fyrst haldin hér á landi árið 2011 og hefur farið stækkandi ár frá ári en í fyrra mættu 15 þúsund manns í gögnuna. Í tilkynningu frá skipuleggjendum göngunnar í ár kemur fram að nauðsyn þess að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að sporna við ofbeldinu verð augljósari með hverju árinu sem líður. Það er von skipuleggjenda „að á næstu vikum bregðist samfélagið og stjórnvöld við þessari þörf með aukinni umræðu og aðgerðum. Druslugangan hefur því framleitt örskýringarmyndbönd með það að markmiði að fræða, breyta orðræðu og koma í veg fyrir ofbeldi.“ Hér að neðan má sjá eitt af þessum myndböndum en í því koma meðal annars fram þau Margrét Erla Maack fjölmiðlakona, Þorsteinn Bachmann leikari og Dóra Takefusa athafnakona. Í myndbandinu greinir Margrét frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var 17 ára gömul. „Mér var nauðgað þegar ég var 17 ára og skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum,“ segir Margrét.Í myndböndunum eru ýmis hugtök útskýrð sem oft vefjast fyrir fólki og fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. „Reynt er eftir fremsta megni að útskýra hvers vegna baráttan gegn kynferðisofbeldi er mikilvæg og reynt að fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. Með myndböndunum vill Druslugangan leggja sitt af mörkum til að auka fræðslu og forvarnir og vekja athygli á mikilvægi þeirra. Það sem meðal annars er tekið fyrir er stafrænt kynferðisofbeldi, ofbeldi gegn körlum og druslusmánun,“ segir í tilkynningu.
Tengdar fréttir „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Sumarlífið: „Í dag erum við stoltar druslur“ Sumarlífið var að sjálfsögðu mætt í Druslugönguna á laugardaginn. 28. júlí 2015 12:00 Gefa út bækling fyrir brotaþola Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur gefið út bæklinginn "Ef fjölmiðlar hafa samband – Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur“. Bæklingurinn er þýðing á erlendum bæklingi og er hann hugsaður fyrir þolendur kynferðisbrota. Í honum er að finna leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis. 22. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Sumarlífið: „Í dag erum við stoltar druslur“ Sumarlífið var að sjálfsögðu mætt í Druslugönguna á laugardaginn. 28. júlí 2015 12:00
Gefa út bækling fyrir brotaþola Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur gefið út bæklinginn "Ef fjölmiðlar hafa samband – Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur“. Bæklingurinn er þýðing á erlendum bæklingi og er hann hugsaður fyrir þolendur kynferðisbrota. Í honum er að finna leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis. 22. ágúst 2015 07:00