Druslugangan 2016: „Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2016 10:08 Skjáskot úr myndbandi Druslugöngunnar þar sem ýmsir þekktir einstaklingar úr þjóðfélaginu útskýra ýmis hugtök sem oft vefjast fyrir fólki og fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða, forvarna og fræðslu. Druslugangan var fyrst haldin hér á landi árið 2011 og hefur farið stækkandi ár frá ári en í fyrra mættu 15 þúsund manns í gögnuna. Í tilkynningu frá skipuleggjendum göngunnar í ár kemur fram að nauðsyn þess að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að sporna við ofbeldinu verð augljósari með hverju árinu sem líður. Það er von skipuleggjenda „að á næstu vikum bregðist samfélagið og stjórnvöld við þessari þörf með aukinni umræðu og aðgerðum. Druslugangan hefur því framleitt örskýringarmyndbönd með það að markmiði að fræða, breyta orðræðu og koma í veg fyrir ofbeldi.“ Hér að neðan má sjá eitt af þessum myndböndum en í því koma meðal annars fram þau Margrét Erla Maack fjölmiðlakona, Þorsteinn Bachmann leikari og Dóra Takefusa athafnakona. Í myndbandinu greinir Margrét frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var 17 ára gömul. „Mér var nauðgað þegar ég var 17 ára og skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum,“ segir Margrét.Í myndböndunum eru ýmis hugtök útskýrð sem oft vefjast fyrir fólki og fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. „Reynt er eftir fremsta megni að útskýra hvers vegna baráttan gegn kynferðisofbeldi er mikilvæg og reynt að fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. Með myndböndunum vill Druslugangan leggja sitt af mörkum til að auka fræðslu og forvarnir og vekja athygli á mikilvægi þeirra. Það sem meðal annars er tekið fyrir er stafrænt kynferðisofbeldi, ofbeldi gegn körlum og druslusmánun,“ segir í tilkynningu. Tengdar fréttir „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Sumarlífið: „Í dag erum við stoltar druslur“ Sumarlífið var að sjálfsögðu mætt í Druslugönguna á laugardaginn. 28. júlí 2015 12:00 Gefa út bækling fyrir brotaþola Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur gefið út bæklinginn "Ef fjölmiðlar hafa samband – Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur“. Bæklingurinn er þýðing á erlendum bæklingi og er hann hugsaður fyrir þolendur kynferðisbrota. Í honum er að finna leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis. 22. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Í ár er sérstök áhersla lögð á mikilvægi fyrirbyggjandi aðgerða, forvarna og fræðslu. Druslugangan var fyrst haldin hér á landi árið 2011 og hefur farið stækkandi ár frá ári en í fyrra mættu 15 þúsund manns í gögnuna. Í tilkynningu frá skipuleggjendum göngunnar í ár kemur fram að nauðsyn þess að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir til að sporna við ofbeldinu verð augljósari með hverju árinu sem líður. Það er von skipuleggjenda „að á næstu vikum bregðist samfélagið og stjórnvöld við þessari þörf með aukinni umræðu og aðgerðum. Druslugangan hefur því framleitt örskýringarmyndbönd með það að markmiði að fræða, breyta orðræðu og koma í veg fyrir ofbeldi.“ Hér að neðan má sjá eitt af þessum myndböndum en í því koma meðal annars fram þau Margrét Erla Maack fjölmiðlakona, Þorsteinn Bachmann leikari og Dóra Takefusa athafnakona. Í myndbandinu greinir Margrét frá því að henni hafi verið nauðgað þegar hún var 17 ára gömul. „Mér var nauðgað þegar ég var 17 ára og skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum,“ segir Margrét.Í myndböndunum eru ýmis hugtök útskýrð sem oft vefjast fyrir fólki og fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. „Reynt er eftir fremsta megni að útskýra hvers vegna baráttan gegn kynferðisofbeldi er mikilvæg og reynt að fyrirbyggja ofbeldi með fræðslu. Með myndböndunum vill Druslugangan leggja sitt af mörkum til að auka fræðslu og forvarnir og vekja athygli á mikilvægi þeirra. Það sem meðal annars er tekið fyrir er stafrænt kynferðisofbeldi, ofbeldi gegn körlum og druslusmánun,“ segir í tilkynningu.
Tengdar fréttir „Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25 Sumarlífið: „Í dag erum við stoltar druslur“ Sumarlífið var að sjálfsögðu mætt í Druslugönguna á laugardaginn. 28. júlí 2015 12:00 Gefa út bækling fyrir brotaþola Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur gefið út bæklinginn "Ef fjölmiðlar hafa samband – Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur“. Bæklingurinn er þýðing á erlendum bæklingi og er hann hugsaður fyrir þolendur kynferðisbrota. Í honum er að finna leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis. 22. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum í kjölfar frétta dagsins. 9. nóvember 2015 17:25
Sumarlífið: „Í dag erum við stoltar druslur“ Sumarlífið var að sjálfsögðu mætt í Druslugönguna á laugardaginn. 28. júlí 2015 12:00
Gefa út bækling fyrir brotaþola Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, hefur gefið út bæklinginn "Ef fjölmiðlar hafa samband – Leiðbeiningar fyrir brotaþola og aðstandendur“. Bæklingurinn er þýðing á erlendum bæklingi og er hann hugsaður fyrir þolendur kynferðisbrota. Í honum er að finna leiðbeiningar um samskipti við fjölmiðla eftir áföll vegna ofbeldis. 22. ágúst 2015 07:00