Sex ára drengur steig í holu í Hveragerði og brenndist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2016 11:09 Drengurinn steig í holu með heitu vatni og hlaut annars stigs bruna. vísir/vilhelm Sex ára rússnenskur drengur brenndist annars stigs bruna á fæti þegar hann steig í holu með heitu vatni við íbúðarhús í Hveragerði í gærmorgun. Fóturinn var kældur meðan beðið var eftir sjúkrabifreið sem flutti drenginn á slysadeild Landspítala. Útkallið var á meðal fjölmargra sem lögreglumenn af Suðurlandi sinnti í liðinni viku. Í almennu umferðareftirliti við Hvolsvöll á laugardag var ökumaður fólksbifreiðar stöðvaður. Ástæða þótti til að kanna hvort farþegi væri með fíkniefni. Hann heimilaði leit á sér og í vasa hans fannst lítið súkkulaðiegg sem innihélt hvítt duft sem grunur lék á að hafi verið fíkniefni. Efnið var haldlagt og verður sent í rannsókn. Maðurinn var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Aðfaranótt sunnudags voru þrír menn í bifreið handteknir á Suðurlandsvegi við Landvegamót. Ökumaður var grunaður um að vera undir áhrifum fikniefna auk þess var grunur um að fíkniefni væru í bifreiðnni. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu á Selfossi og þeir síðar yfirheyrðir. Í bifreiðinni fundust um 20 grömm af kókaíni og nokkrar óþekktar töflur. Ökumaður sagði rangt til nafns og allir neituðu að eiga efnin en voru meðvitaðir um hvaða efni væri um að ræða. Þremenningarnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum.Nóg að gera á hálendinu Þá voru lögreglumenn í hálendiseftirliti kallaðir til vegna franskrar konu sem fótbrotnaði á göngu í úfnu hrauni um tvo kílómetra sunnan við Landmannalaugar. Ékki þótti ráðlegt að bera konuna og því var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að sækja konuna og flytja hana á slysadeild Landspítalans. Um svipað leyti var óskað aðstoðar vegna hlaupakonu í Laugavegshlaupinu sem datt og handleggsbrotnaði. Björgunarsveitarfólk á hálendisvaktinni fluttu konuna á heilsugæsluna á Selfossi. Á laugardag barst hálendiseftirliti lögreglu tilkynning um fjórhjól sem féll ofan í gil við Álftavatn á Fjallabaki syðra. Hálendisvakt Landsbjargar var skammt frá og fór á staðinn til að huga að ástandi þeirra sem voru á fjórhjólinu. Í ljós kom að enginn slasaðist en fjórhjólið skemmtist eitthvað. Þá stöðvuðu lögreglumenn ökumann ferðaþjónustufyrirtækis á Suðurlandsvegi við Hvolsvöll á laugardagskvöld til að skoða búnað bifreiðarinnar. Bifreiðin dró kerru sem var ljóslaus og á nagladekkjum. Stöðuljós bifreiðarinnar voru í ólagi og ástand ökurita aðfinnsluvert. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira
Sex ára rússnenskur drengur brenndist annars stigs bruna á fæti þegar hann steig í holu með heitu vatni við íbúðarhús í Hveragerði í gærmorgun. Fóturinn var kældur meðan beðið var eftir sjúkrabifreið sem flutti drenginn á slysadeild Landspítala. Útkallið var á meðal fjölmargra sem lögreglumenn af Suðurlandi sinnti í liðinni viku. Í almennu umferðareftirliti við Hvolsvöll á laugardag var ökumaður fólksbifreiðar stöðvaður. Ástæða þótti til að kanna hvort farþegi væri með fíkniefni. Hann heimilaði leit á sér og í vasa hans fannst lítið súkkulaðiegg sem innihélt hvítt duft sem grunur lék á að hafi verið fíkniefni. Efnið var haldlagt og verður sent í rannsókn. Maðurinn var yfirheyrður og látinn laus að því loknu. Aðfaranótt sunnudags voru þrír menn í bifreið handteknir á Suðurlandsvegi við Landvegamót. Ökumaður var grunaður um að vera undir áhrifum fikniefna auk þess var grunur um að fíkniefni væru í bifreiðnni. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu á Selfossi og þeir síðar yfirheyrðir. Í bifreiðinni fundust um 20 grömm af kókaíni og nokkrar óþekktar töflur. Ökumaður sagði rangt til nafns og allir neituðu að eiga efnin en voru meðvitaðir um hvaða efni væri um að ræða. Þremenningarnir voru látnir lausir að loknum yfirheyrslum.Nóg að gera á hálendinu Þá voru lögreglumenn í hálendiseftirliti kallaðir til vegna franskrar konu sem fótbrotnaði á göngu í úfnu hrauni um tvo kílómetra sunnan við Landmannalaugar. Ékki þótti ráðlegt að bera konuna og því var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin til að sækja konuna og flytja hana á slysadeild Landspítalans. Um svipað leyti var óskað aðstoðar vegna hlaupakonu í Laugavegshlaupinu sem datt og handleggsbrotnaði. Björgunarsveitarfólk á hálendisvaktinni fluttu konuna á heilsugæsluna á Selfossi. Á laugardag barst hálendiseftirliti lögreglu tilkynning um fjórhjól sem féll ofan í gil við Álftavatn á Fjallabaki syðra. Hálendisvakt Landsbjargar var skammt frá og fór á staðinn til að huga að ástandi þeirra sem voru á fjórhjólinu. Í ljós kom að enginn slasaðist en fjórhjólið skemmtist eitthvað. Þá stöðvuðu lögreglumenn ökumann ferðaþjónustufyrirtækis á Suðurlandsvegi við Hvolsvöll á laugardagskvöld til að skoða búnað bifreiðarinnar. Bifreiðin dró kerru sem var ljóslaus og á nagladekkjum. Stöðuljós bifreiðarinnar voru í ólagi og ástand ökurita aðfinnsluvert.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fleiri fréttir Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Sjá meira