Fjarlægðu skilti sem eiga að vara ökumenn við hættum Reykjanesbrautar Birgir Olgeirsson skrifar 19. júlí 2016 13:19 Vegagerðin fjarlægði í morgun skilti sem ætlað er að vara ökumenn við hættulegum vegarkafla á Reykjanesbraut. Um er að ræða gatnamót Hafnarvegar og Reykjanesbrautar þar sem alvarleg slys hafa orðið í gegnum tíðina en banaslys varð þar 7. júlí síðastliðinn. Í kjölfar banaslyssins var hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ stofnaður á Facebook en markmið hans er að fá stjórnvöld til að klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar.Banaslysið varð þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi en það var á áætlun í ágúst í fyrra þegar tilkynnt var um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi.Það kom þó aldrei til þess en meðlimir hópsins hafa farið fram á að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar strax.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þetta skilti sem Vegagerðin tók niður vera ólöglegt. Það var inni á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og enginn hafi leyfi til að setja neitt þar upp nema Vegagerðin. „Þar að auki eru þessi skilti á mjög óheppilegum stöðum þannig að þau skapa frekar hættu en að minnka hana,“ segir G. Pétur. Hann segir skiltið hafa verið alveg við gangbraut og Vegagerðin setji aldrei neitt slíkt nálægt Hringtorgi. Ef setja á svona skilti til að vekja ökumenn til umhugsunar þurfi það að gerast í samráði við Vegagerðina. „Hópurinn verður að tala við okkur ef hann hefur einhvern áhuga á þessu. Það er ekki okkar að leita eftir því.“ Atli Már Gylfason, blaðamaður og talsmaður hópsins, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að forsvarsmenn hópsins hafi átt fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í morgun þar sem farið var yfir kröfur hópsins. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Vegagerðin fjarlægði í morgun skilti sem ætlað er að vara ökumenn við hættulegum vegarkafla á Reykjanesbraut. Um er að ræða gatnamót Hafnarvegar og Reykjanesbrautar þar sem alvarleg slys hafa orðið í gegnum tíðina en banaslys varð þar 7. júlí síðastliðinn. Í kjölfar banaslyssins var hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ stofnaður á Facebook en markmið hans er að fá stjórnvöld til að klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar.Banaslysið varð þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi en það var á áætlun í ágúst í fyrra þegar tilkynnt var um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi.Það kom þó aldrei til þess en meðlimir hópsins hafa farið fram á að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar strax.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þetta skilti sem Vegagerðin tók niður vera ólöglegt. Það var inni á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og enginn hafi leyfi til að setja neitt þar upp nema Vegagerðin. „Þar að auki eru þessi skilti á mjög óheppilegum stöðum þannig að þau skapa frekar hættu en að minnka hana,“ segir G. Pétur. Hann segir skiltið hafa verið alveg við gangbraut og Vegagerðin setji aldrei neitt slíkt nálægt Hringtorgi. Ef setja á svona skilti til að vekja ökumenn til umhugsunar þurfi það að gerast í samráði við Vegagerðina. „Hópurinn verður að tala við okkur ef hann hefur einhvern áhuga á þessu. Það er ekki okkar að leita eftir því.“ Atli Már Gylfason, blaðamaður og talsmaður hópsins, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að forsvarsmenn hópsins hafi átt fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í morgun þar sem farið var yfir kröfur hópsins.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels