Fjarlægðu skilti sem eiga að vara ökumenn við hættum Reykjanesbrautar Birgir Olgeirsson skrifar 19. júlí 2016 13:19 Vegagerðin fjarlægði í morgun skilti sem ætlað er að vara ökumenn við hættulegum vegarkafla á Reykjanesbraut. Um er að ræða gatnamót Hafnarvegar og Reykjanesbrautar þar sem alvarleg slys hafa orðið í gegnum tíðina en banaslys varð þar 7. júlí síðastliðinn. Í kjölfar banaslyssins var hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ stofnaður á Facebook en markmið hans er að fá stjórnvöld til að klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar.Banaslysið varð þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi en það var á áætlun í ágúst í fyrra þegar tilkynnt var um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi.Það kom þó aldrei til þess en meðlimir hópsins hafa farið fram á að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar strax.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þetta skilti sem Vegagerðin tók niður vera ólöglegt. Það var inni á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og enginn hafi leyfi til að setja neitt þar upp nema Vegagerðin. „Þar að auki eru þessi skilti á mjög óheppilegum stöðum þannig að þau skapa frekar hættu en að minnka hana,“ segir G. Pétur. Hann segir skiltið hafa verið alveg við gangbraut og Vegagerðin setji aldrei neitt slíkt nálægt Hringtorgi. Ef setja á svona skilti til að vekja ökumenn til umhugsunar þurfi það að gerast í samráði við Vegagerðina. „Hópurinn verður að tala við okkur ef hann hefur einhvern áhuga á þessu. Það er ekki okkar að leita eftir því.“ Atli Már Gylfason, blaðamaður og talsmaður hópsins, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að forsvarsmenn hópsins hafi átt fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í morgun þar sem farið var yfir kröfur hópsins. Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Vegagerðin fjarlægði í morgun skilti sem ætlað er að vara ökumenn við hættulegum vegarkafla á Reykjanesbraut. Um er að ræða gatnamót Hafnarvegar og Reykjanesbrautar þar sem alvarleg slys hafa orðið í gegnum tíðina en banaslys varð þar 7. júlí síðastliðinn. Í kjölfar banaslyssins var hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ stofnaður á Facebook en markmið hans er að fá stjórnvöld til að klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar.Banaslysið varð þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi en það var á áætlun í ágúst í fyrra þegar tilkynnt var um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi.Það kom þó aldrei til þess en meðlimir hópsins hafa farið fram á að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar strax.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þetta skilti sem Vegagerðin tók niður vera ólöglegt. Það var inni á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og enginn hafi leyfi til að setja neitt þar upp nema Vegagerðin. „Þar að auki eru þessi skilti á mjög óheppilegum stöðum þannig að þau skapa frekar hættu en að minnka hana,“ segir G. Pétur. Hann segir skiltið hafa verið alveg við gangbraut og Vegagerðin setji aldrei neitt slíkt nálægt Hringtorgi. Ef setja á svona skilti til að vekja ökumenn til umhugsunar þurfi það að gerast í samráði við Vegagerðina. „Hópurinn verður að tala við okkur ef hann hefur einhvern áhuga á þessu. Það er ekki okkar að leita eftir því.“ Atli Már Gylfason, blaðamaður og talsmaður hópsins, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að forsvarsmenn hópsins hafi átt fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í morgun þar sem farið var yfir kröfur hópsins.
Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira