Fjarlægðu skilti sem eiga að vara ökumenn við hættum Reykjanesbrautar Birgir Olgeirsson skrifar 19. júlí 2016 13:19 Vegagerðin fjarlægði í morgun skilti sem ætlað er að vara ökumenn við hættulegum vegarkafla á Reykjanesbraut. Um er að ræða gatnamót Hafnarvegar og Reykjanesbrautar þar sem alvarleg slys hafa orðið í gegnum tíðina en banaslys varð þar 7. júlí síðastliðinn. Í kjölfar banaslyssins var hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ stofnaður á Facebook en markmið hans er að fá stjórnvöld til að klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar.Banaslysið varð þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi en það var á áætlun í ágúst í fyrra þegar tilkynnt var um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi.Það kom þó aldrei til þess en meðlimir hópsins hafa farið fram á að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar strax.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þetta skilti sem Vegagerðin tók niður vera ólöglegt. Það var inni á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og enginn hafi leyfi til að setja neitt þar upp nema Vegagerðin. „Þar að auki eru þessi skilti á mjög óheppilegum stöðum þannig að þau skapa frekar hættu en að minnka hana,“ segir G. Pétur. Hann segir skiltið hafa verið alveg við gangbraut og Vegagerðin setji aldrei neitt slíkt nálægt Hringtorgi. Ef setja á svona skilti til að vekja ökumenn til umhugsunar þurfi það að gerast í samráði við Vegagerðina. „Hópurinn verður að tala við okkur ef hann hefur einhvern áhuga á þessu. Það er ekki okkar að leita eftir því.“ Atli Már Gylfason, blaðamaður og talsmaður hópsins, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að forsvarsmenn hópsins hafi átt fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í morgun þar sem farið var yfir kröfur hópsins. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Vegagerðin fjarlægði í morgun skilti sem ætlað er að vara ökumenn við hættulegum vegarkafla á Reykjanesbraut. Um er að ræða gatnamót Hafnarvegar og Reykjanesbrautar þar sem alvarleg slys hafa orðið í gegnum tíðina en banaslys varð þar 7. júlí síðastliðinn. Í kjölfar banaslyssins var hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ stofnaður á Facebook en markmið hans er að fá stjórnvöld til að klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar.Banaslysið varð þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi en það var á áætlun í ágúst í fyrra þegar tilkynnt var um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi.Það kom þó aldrei til þess en meðlimir hópsins hafa farið fram á að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar strax.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þetta skilti sem Vegagerðin tók niður vera ólöglegt. Það var inni á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og enginn hafi leyfi til að setja neitt þar upp nema Vegagerðin. „Þar að auki eru þessi skilti á mjög óheppilegum stöðum þannig að þau skapa frekar hættu en að minnka hana,“ segir G. Pétur. Hann segir skiltið hafa verið alveg við gangbraut og Vegagerðin setji aldrei neitt slíkt nálægt Hringtorgi. Ef setja á svona skilti til að vekja ökumenn til umhugsunar þurfi það að gerast í samráði við Vegagerðina. „Hópurinn verður að tala við okkur ef hann hefur einhvern áhuga á þessu. Það er ekki okkar að leita eftir því.“ Atli Már Gylfason, blaðamaður og talsmaður hópsins, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að forsvarsmenn hópsins hafi átt fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í morgun þar sem farið var yfir kröfur hópsins.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira