Fjarlægðu skilti sem eiga að vara ökumenn við hættum Reykjanesbrautar Birgir Olgeirsson skrifar 19. júlí 2016 13:19 Vegagerðin fjarlægði í morgun skilti sem ætlað er að vara ökumenn við hættulegum vegarkafla á Reykjanesbraut. Um er að ræða gatnamót Hafnarvegar og Reykjanesbrautar þar sem alvarleg slys hafa orðið í gegnum tíðina en banaslys varð þar 7. júlí síðastliðinn. Í kjölfar banaslyssins var hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ stofnaður á Facebook en markmið hans er að fá stjórnvöld til að klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar.Banaslysið varð þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi en það var á áætlun í ágúst í fyrra þegar tilkynnt var um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi.Það kom þó aldrei til þess en meðlimir hópsins hafa farið fram á að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar strax.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þetta skilti sem Vegagerðin tók niður vera ólöglegt. Það var inni á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og enginn hafi leyfi til að setja neitt þar upp nema Vegagerðin. „Þar að auki eru þessi skilti á mjög óheppilegum stöðum þannig að þau skapa frekar hættu en að minnka hana,“ segir G. Pétur. Hann segir skiltið hafa verið alveg við gangbraut og Vegagerðin setji aldrei neitt slíkt nálægt Hringtorgi. Ef setja á svona skilti til að vekja ökumenn til umhugsunar þurfi það að gerast í samráði við Vegagerðina. „Hópurinn verður að tala við okkur ef hann hefur einhvern áhuga á þessu. Það er ekki okkar að leita eftir því.“ Atli Már Gylfason, blaðamaður og talsmaður hópsins, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að forsvarsmenn hópsins hafi átt fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í morgun þar sem farið var yfir kröfur hópsins. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Vegagerðin fjarlægði í morgun skilti sem ætlað er að vara ökumenn við hættulegum vegarkafla á Reykjanesbraut. Um er að ræða gatnamót Hafnarvegar og Reykjanesbrautar þar sem alvarleg slys hafa orðið í gegnum tíðina en banaslys varð þar 7. júlí síðastliðinn. Í kjölfar banaslyssins var hópurinn „Stopp hingað og ekki lengra“ stofnaður á Facebook en markmið hans er að fá stjórnvöld til að klára tvöföldun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Keflavíkurflugvallar.Banaslysið varð þegar vörubíll tók vinstri beygju inn á Reykjanesbraut frá Hafnavegi en það var á áætlun í ágúst í fyrra þegar tilkynnt var um framkvæmdir við hringtorg við Stekk í Njarðvík að vinstri beygja yrði bönnuð frá Hafnavegi.Það kom þó aldrei til þess en meðlimir hópsins hafa farið fram á að þrjár vinstri beygjur á gatnamótum milli hringtorgsins við Fitjar og hringtorgsins við Keflavíkurflugvöll verði bannaðar strax.G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir þetta skilti sem Vegagerðin tók niður vera ólöglegt. Það var inni á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar og enginn hafi leyfi til að setja neitt þar upp nema Vegagerðin. „Þar að auki eru þessi skilti á mjög óheppilegum stöðum þannig að þau skapa frekar hættu en að minnka hana,“ segir G. Pétur. Hann segir skiltið hafa verið alveg við gangbraut og Vegagerðin setji aldrei neitt slíkt nálægt Hringtorgi. Ef setja á svona skilti til að vekja ökumenn til umhugsunar þurfi það að gerast í samráði við Vegagerðina. „Hópurinn verður að tala við okkur ef hann hefur einhvern áhuga á þessu. Það er ekki okkar að leita eftir því.“ Atli Már Gylfason, blaðamaður og talsmaður hópsins, sagði í samtali við RÚV fyrr í dag að forsvarsmenn hópsins hafi átt fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í morgun þar sem farið var yfir kröfur hópsins.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira