Hætta vegna ferðamanna á vegum Nadine Yaghi skrifar 9. júlí 2016 07:00 Mikil hætta getur skapast á vegum þegar ferðamenn stöðva til að dást að útsýni eða taka myndir. Vísir/GVA Mikið er um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvi bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. „Þetta þekkja allir leiðsögumenn mjög vel. Ferðamennirnir á bílaleigubílunum stoppa ýmist á miðri akbraut eða úti í kanti ef þeir sjá til dæmis hesta, kýr eða kindur, til að taka myndir,“ segir Kári Jónasson leiðsögumaður. Kári bætir því við að þetta sé stórt vandamál á vegum landsins, sérstaklega fyrir þær sakir að þessu fylgir mikil hætta. „Þarna stoppa þeir bara bílinn og gefa engin merki eða neitt.“ G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þeir hjá Vegagerðinni hafi miklar áhyggjur af þessu. „Við vitum alveg af þessu vandamáli en það er heilmikið um þetta. Þess vegna erum við að láta taka út staði sem mögulega væri hægt að setja útskot á en það gæti hugsanlega dregið úr þessu,“ segir G. Pétur og bætir við að þetta sé ekki einungis vandamál á sumrin. Á veturna stöðvi menn bílana skyndilega þegar þeir sjái glitta í norðurljósin. Íslandsstofa, í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í landinu, stendur nú fyrir herferð sem á að hafa jákvæð áhrif á ferðahegðun á landinu en á dögunum var gefið út myndband á netinu með örnámskeiði um ferðaöryggi. Þar er farið í gegnum það hvernig eigi að aka um Ísland með öruggum hætti. „Þetta er í raun kennslumyndband um það hvernig eigi að keyra um landið. Þetta hefur nú þegar fengið frábærar viðtökur frá fólki sem ferðast um landið eða sem er á leið til landsins,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Mikið er um það að ferðamenn á bílaleigubílum úti á landi stöðvi bílinn skyndilega á miðri götu eða úti í vegarkanti til að taka myndir. „Þetta þekkja allir leiðsögumenn mjög vel. Ferðamennirnir á bílaleigubílunum stoppa ýmist á miðri akbraut eða úti í kanti ef þeir sjá til dæmis hesta, kýr eða kindur, til að taka myndir,“ segir Kári Jónasson leiðsögumaður. Kári bætir því við að þetta sé stórt vandamál á vegum landsins, sérstaklega fyrir þær sakir að þessu fylgir mikil hætta. „Þarna stoppa þeir bara bílinn og gefa engin merki eða neitt.“ G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að þeir hjá Vegagerðinni hafi miklar áhyggjur af þessu. „Við vitum alveg af þessu vandamáli en það er heilmikið um þetta. Þess vegna erum við að láta taka út staði sem mögulega væri hægt að setja útskot á en það gæti hugsanlega dregið úr þessu,“ segir G. Pétur og bætir við að þetta sé ekki einungis vandamál á sumrin. Á veturna stöðvi menn bílana skyndilega þegar þeir sjái glitta í norðurljósin. Íslandsstofa, í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki í landinu, stendur nú fyrir herferð sem á að hafa jákvæð áhrif á ferðahegðun á landinu en á dögunum var gefið út myndband á netinu með örnámskeiði um ferðaöryggi. Þar er farið í gegnum það hvernig eigi að aka um Ísland með öruggum hætti. „Þetta er í raun kennslumyndband um það hvernig eigi að keyra um landið. Þetta hefur nú þegar fengið frábærar viðtökur frá fólki sem ferðast um landið eða sem er á leið til landsins,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira