Forsetaáskorun Vísis: Missti af tækifæri til að rannsaka kyrkislöngur í Venesúela Nanna Elísa Jakobsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 21. júní 2016 15:00 Andri Snær er einn af frambjóðendum til forseta Íslands. Hann tekur þátt í Forsetaáskorun Vísis. Vísir Andri Snær Magnason, rithöfundur og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, á hund sem sem er næstum því köttur en líkist blöndu af kengúru og hlébarða. Hann hefur aldrei verið tekinn af lögreglunni á Pajero jeppanum sínum. Leikarinn Alexander Skarsgard myndi leika hann í bíómynd um ævi hans. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Andra Snæs við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Andri Snær Magnason er annar í röðinni.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi.Hundar eða kettir? Hundurinn minn heitir Tromma, hún er næstum því köttur en líkist helst blöndu af kengúru og hlébarða.Andri Snær er mikill sushi maður.Vísir/GettyHver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar börnin okkar fæddust.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi.Hvernig bíl ekur þú?Ég á 10 ára gamlan Pajero jeppa.Besta minningin?Þegar ég horfði í augun á ungri stúlku sem gekk út um dyrnar á kaffistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal.Besta minning Andra er einnig sú rómantískasta en það var þegar hann hitti Margréti Sjöfn Torp eiginkonu sína. Hér sést Andri ásamt Margréti og þremur af börnum þeirra fjórum. Á myndinni eru frá vinstri Hulda Filippía, Margrét sem jafnan er kölluð Magga, Elín Freyja, Andri sjálfur og Kristín Lovísa. Elsta barnið vantar á myndina, Hlyn Snæ.Vísir/AndriHefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, ég hef aldrei verið tekinn eða handtekinn. Hef verið stoppaður í rútínutékki.Hverju sérðu mest eftir? John móðurbróðir minn var sérfræðingur í skriðdýrum, hann bauð mér að fara með sér til Venezuela að rannsaka Anaconda kyrkislöngur. Ég ætlaði alltaf síðar en hann dó svo úr malaríu. Ég lærði að maður á að nýta tækifærin þegar þau gefast.Reykir þú? Aldrei reykt, pabbi er lungnasérfræðingur og ég ólst upp á Hófítímanum. Það var mjög heilbrigður tími.Uppáhalds drykkur(áfengur)? Af einhverjum ástæðum finnst mér áfengi sjaldan bragðgott, eitthvað í bragðlaukunum. Fékk góðan bjór um daginn sem var bruggaður í Vestmannaeyjum. Sölvi heitir hann.Uppáhalds bíómynd? Rokk í Reykjavík.Þetta gæti orðið sýn Andra einn daginn ef hann lætur verða af því að halda í draumaferðalagið.Vísir/GettyUppáhalds tónlistarmaður? Í kvöld er það Thom Yorke.Hvaða lag kemur þér í gírinn? What else is there, Trentemöller remix af Roysopp ft The Knife.Draumaferðalagið? Mig langar að sigla upp Amazon fljótið.Hefur þú migið í saltan sjó? Hef laumast í sjósundi.Hér má sjá mögulegt brot úr kvikmynd um ævi Andra Snæs: Ferðin niður Amazon. Andra myndi leika Alexander Skarsgard.Vísir/GettyHvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ég skrifaði ljóð sem ungfrú Ísland las af stóra stökkpallinum í Sundhöllinni. Gjörningur fyrir Unglist c.a 1996. Ég held að það hafi verið Ragnar Kjartansson sem átti hugmyndina.Hefur þú viðurkennt mistök? Já og beðist afsökunar.Hverju ertu stoltastur af? Sögunni af Bláa hnettinum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Þegar ég sá Möggu koma út um dyrnar á kaffistofu Rafmagnsveitunnar í Elliðaárdal.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég vil lifa til fulls fyrir dauðann. Hitt kemur í ljós.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Alexander Skarsgaard. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, á hund sem sem er næstum því köttur en líkist blöndu af kengúru og hlébarða. Hann hefur aldrei verið tekinn af lögreglunni á Pajero jeppanum sínum. Leikarinn Alexander Skarsgard myndi leika hann í bíómynd um ævi hans. Þetta og fleira kemur fram hér að neðan í svörum Andra Snæs við Forsetaáskorun Vísis. Vísir leggur mikið upp úr því að umfjöllunin um forsetakosningarnar sé ítarleg og úr öllum áttum, líka skemmtileg. Því lögðum við fyrir alla forsetaframbjóðendur skemmtilegan spurningalista með spurningum af öllu tagi, sumar erfiðari en aðrar en allar í persónulegri kantinum. Vísir mun birta svörin nú í vikunni fyrir kosningarnar sem fram fara 25. júní. Andri Snær Magnason er annar í röðinni.Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Ásbyrgi.Hundar eða kettir? Hundurinn minn heitir Tromma, hún er næstum því köttur en líkist helst blöndu af kengúru og hlébarða.Andri Snær er mikill sushi maður.Vísir/GettyHver er stærsta stundin í lífi þínu? Þegar börnin okkar fæddust.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Sushi.Hvernig bíl ekur þú?Ég á 10 ára gamlan Pajero jeppa.Besta minningin?Þegar ég horfði í augun á ungri stúlku sem gekk út um dyrnar á kaffistofu Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal.Besta minning Andra er einnig sú rómantískasta en það var þegar hann hitti Margréti Sjöfn Torp eiginkonu sína. Hér sést Andri ásamt Margréti og þremur af börnum þeirra fjórum. Á myndinni eru frá vinstri Hulda Filippía, Margrét sem jafnan er kölluð Magga, Elín Freyja, Andri sjálfur og Kristín Lovísa. Elsta barnið vantar á myndina, Hlyn Snæ.Vísir/AndriHefur þú verið tekinn af lögreglunni? Nei, ég hef aldrei verið tekinn eða handtekinn. Hef verið stoppaður í rútínutékki.Hverju sérðu mest eftir? John móðurbróðir minn var sérfræðingur í skriðdýrum, hann bauð mér að fara með sér til Venezuela að rannsaka Anaconda kyrkislöngur. Ég ætlaði alltaf síðar en hann dó svo úr malaríu. Ég lærði að maður á að nýta tækifærin þegar þau gefast.Reykir þú? Aldrei reykt, pabbi er lungnasérfræðingur og ég ólst upp á Hófítímanum. Það var mjög heilbrigður tími.Uppáhalds drykkur(áfengur)? Af einhverjum ástæðum finnst mér áfengi sjaldan bragðgott, eitthvað í bragðlaukunum. Fékk góðan bjór um daginn sem var bruggaður í Vestmannaeyjum. Sölvi heitir hann.Uppáhalds bíómynd? Rokk í Reykjavík.Þetta gæti orðið sýn Andra einn daginn ef hann lætur verða af því að halda í draumaferðalagið.Vísir/GettyUppáhalds tónlistarmaður? Í kvöld er það Thom Yorke.Hvaða lag kemur þér í gírinn? What else is there, Trentemöller remix af Roysopp ft The Knife.Draumaferðalagið? Mig langar að sigla upp Amazon fljótið.Hefur þú migið í saltan sjó? Hef laumast í sjósundi.Hér má sjá mögulegt brot úr kvikmynd um ævi Andra Snæs: Ferðin niður Amazon. Andra myndi leika Alexander Skarsgard.Vísir/GettyHvað er það skrýtnasta sem þú hefur gert? Ég skrifaði ljóð sem ungfrú Ísland las af stóra stökkpallinum í Sundhöllinni. Gjörningur fyrir Unglist c.a 1996. Ég held að það hafi verið Ragnar Kjartansson sem átti hugmyndina.Hefur þú viðurkennt mistök? Já og beðist afsökunar.Hverju ertu stoltastur af? Sögunni af Bláa hnettinum.Rómantískasta augnablik í lífinu? Þegar ég sá Möggu koma út um dyrnar á kaffistofu Rafmagnsveitunnar í Elliðaárdal.Trúir þú á líf eftir dauðann? Ég vil lifa til fulls fyrir dauðann. Hitt kemur í ljós.Ef það væri gerð Hollywood kvikmynd um ævi þína, hver ætti að leika þig? Alexander Skarsgaard.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00 Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Forsetaáskorun Vísis: Dama sem mígur ekki heldur fer á snyrtinguna Hildur Þórðardóttir ríður á vaðið í Forsetaáskorun Vísis og er vægast sagt áhugavert að kynnast konunni á bakvið nafnið. 21. júní 2016 13:00