Lífið

Stemning í Köben fyrir framan íslenska sendiráðið

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Sjónvarpsmaður DR klæddi sig í íslenska stuðningsmannabúninginn.
Sjónvarpsmaður DR klæddi sig í íslenska stuðningsmannabúninginn. Vísir/DR
Sjónvarpsstöðin DR mætti fyrir utan íslenska sendiráðið í Kaupmannahöfn fyrir síðasta leik og tók stemninguna á íslensku stuðningsmönnunum. Þar var gríðarlegur fjöldi manna kominn saman og má ekki annað sjá á þessari klippu nema að danski sjónvarpsmaðurinn hafi gengið í stuðningsmannahópinn enda Danmörk ekki með í keppninni í ár.

Meðal þess sem hann lærði á heimsókninni var hið fræga Víkinga-fagn sem vakið hefur gríðarlega athygli á mótinu.

Íslendingarnir í Kaupmannahöfn ætla að safnast saman á sama stað í dag. Blásnir verða upp hoppukastalar fyrir litlu börnin og sölubásar með íslenskum mat verða á staðnum. Um 500 manns söfnuðust þar saman á laugardaginn síðasta og búist er við fleirum þar í dag.

Þeir Íslendingar í Kaupmannahöfn sem vilja frekar horfa á leikinn innandyra ætla að safnast saman í Bremen-leikhúsinu.

Myndband af stemningunni síðast má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×