Innlent

Halla sækir á

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kosið verður á morgun.
Kosið verður á morgun. Vísir/Eyþór
Guðni Th. Jóhannesson er með 44,6 prósent fylgi til embættis forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Gallup. Halla Tómasdóttir fylgir á eftir með 18,6 prósent fylgi. RÚV greinir frá.

Davið Oddsson er í þriðja sæti með rúmlega 16 prósent fylgi en þar á eftir er Andri Snær Magnason með tæplega sextán prósent fylgi. Sturla Jónsson er með 2,5 prósent fylgi en aðrir frambjóðendur mælast með minna fylgi.

Guðni tapar um 6 prósent fylgi sé miðað við síðustu könnun Galluð þar sem hann mældist með 51 prósent fylgi. Þetta rímar við könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis þar sem hann mældist með sjö prósent minna fylgi en frá síðustu könnun.

Halla Tómasdóttir bætir vel við sig, líkt og í könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis þar sem hún mældist með 19,6 prósent fylgi en þar áður hafði hún mælst með um tíu prósent fylgi.

Könnunin var gerð fyrir RÚV dagana 20. - 24. júní. Könnunin var net- og símakönnun, úrtakið var 2901, 1651 svaraði eða 56,9 prósent. 89,1 prósent sem svöruðu könnuninni, tóku afstöðu. Fjögur prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og rétt tæplega sjö prósent neituðu að svara eða höfðu ekki gert upp hug sinn.

Kosið verður á morgun, laugardag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×