Innlent

Davíð og Ástríður kjósa í Hagaskóla

Atli Ísleifsson skrifar
Ástríður og Davíð í Hagaskóla.
Ástríður og Davíð í Hagaskóla. Vísir/Anton
Forsetaframbjóðandinn Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, mættu á kjörstað í Hagaskóla í vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 11 í morgun.Davíð segir að dagurinn leggist afskaplega vel í sig. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn segist hann svo vera. „Ég get ekki endilega verið bjartsýnn á að vinna en ég vona að ég komi sæmilega myndarlega út og eigi dálítið af duldum atkvæðum.“Hvað tekur við hjá þér á morgun?„Ég ætlaði mér að fara upp á Mogga ef ég myndi ekki vinna og þá myndi ég fara að skrifa. Það getur þó vel verið að ég tali við Harald og segist vilja sofa út og koma daginn þar á eftir,“ sagði Davíð við fréttamann fréttastofu.

Vísir/Eyþór
Vísir/Eyþór

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.