Guðni og Halla efst: „Örlagarík og spennandi nótt framundan“ Birgir Olgeirsson skrifar 25. júní 2016 22:30 Halla Tómasdóttir og Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur voru kynntar. „Örlagarík og spennandi nótt framundan,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur komu úr Suðurlandi en þar er mjög lítill munur á honum og Höllu Tómasdóttur. Þar er Guðni með 36,5 prósent, Halla með 35,0 prósent, Davíð með 14,2 prósent og Andri Snær fjórði með 6,9 prósent. Guðni sagði að ljóst væri að kosninganóttin verður meira spennandi en kannanir gáfu til kynna og spennandi nótt væri framundan. Hann sagði greinilegt að kannanir síðustu daga væru ekki að gefa upp sömu stöðu og er og það hafi komið á óvart því kannanir hafi hingað til verið í takt við úrslit kosninga. „Þetta kemur mér á óvart,“ sagði Halla og sagði þetta ánægjulega niðurstöðu og hún væri þakklát fólki í Suðurkjördæmi. Hún sagðist horfa bjartsýn fram á veginn. Davíð Oddsson sagði þetta vera merkilegar tölur og þær væru flottar fyrir Guðna og Höllu. Niðurstaðan með Höllu kæmi vissulega á óvart en hann sagði þetta vera glæsilega niðurstöðu fyrir þau tvö. Spurður hvort þetta væri ekki mikill ósigur fyrir hann, hafandi aldrei tapað kosningum ,sagði hann ekki hægt að taka sína fyrri sigra til baka, hann ætti þá sama hvað. Í Suðvesturkjördæmi er Guðni efstur með 10.750 atkvæði en Halla með 8.150 atkvæði. Guðni sagðist anda rólegra eftir að hafa séð þessar tölur, þær væru meira í takt við skoðanakannanir. Hann sagðist hafa kannski verið full varkár á lokaspretti baráttunnar og það skýri kannski fylgistapið miðað við kannanir. Halla sagði merkilegast við þetta að hún hafi verið spurð þegar hún mældist með lítið fylgi hvort hún ætlaði ekki að hætta og að þetta sýndi að þjóðin vildi ekki skoðanakannanir heldur að fá að kjósa á milli frambjóðenda. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
„Örlagarík og spennandi nótt framundan,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson þegar fyrstu tölur komu úr Suðurlandi en þar er mjög lítill munur á honum og Höllu Tómasdóttur. Þar er Guðni með 36,5 prósent, Halla með 35,0 prósent, Davíð með 14,2 prósent og Andri Snær fjórði með 6,9 prósent. Guðni sagði að ljóst væri að kosninganóttin verður meira spennandi en kannanir gáfu til kynna og spennandi nótt væri framundan. Hann sagði greinilegt að kannanir síðustu daga væru ekki að gefa upp sömu stöðu og er og það hafi komið á óvart því kannanir hafi hingað til verið í takt við úrslit kosninga. „Þetta kemur mér á óvart,“ sagði Halla og sagði þetta ánægjulega niðurstöðu og hún væri þakklát fólki í Suðurkjördæmi. Hún sagðist horfa bjartsýn fram á veginn. Davíð Oddsson sagði þetta vera merkilegar tölur og þær væru flottar fyrir Guðna og Höllu. Niðurstaðan með Höllu kæmi vissulega á óvart en hann sagði þetta vera glæsilega niðurstöðu fyrir þau tvö. Spurður hvort þetta væri ekki mikill ósigur fyrir hann, hafandi aldrei tapað kosningum ,sagði hann ekki hægt að taka sína fyrri sigra til baka, hann ætti þá sama hvað. Í Suðvesturkjördæmi er Guðni efstur með 10.750 atkvæði en Halla með 8.150 atkvæði. Guðni sagðist anda rólegra eftir að hafa séð þessar tölur, þær væru meira í takt við skoðanakannanir. Hann sagðist hafa kannski verið full varkár á lokaspretti baráttunnar og það skýri kannski fylgistapið miðað við kannanir. Halla sagði merkilegast við þetta að hún hafi verið spurð þegar hún mældist með lítið fylgi hvort hún ætlaði ekki að hætta og að þetta sýndi að þjóðin vildi ekki skoðanakannanir heldur að fá að kjósa á milli frambjóðenda.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira