Leiðin til Bessastaða: „Ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2016 15:45 Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi og þá myndi hann ráða Sturlu Jónsson sem aðstoðarmann sinn til að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Ástþór er sjöundi frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurður hvað skoðun hann hafi á stjórnarskrárbreytingum segir hann: „Ég tel auðvitað að það þurfi að uppfæra stjórnarskrána í nútímabúning. Það eru viss atriði sem þarf að skoða þar en ég er ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni. Það þarf að breyta henni þannig að það sé kannski farið meira eftir henni.“ Ástþór segist telja að vandamálið í dag sé aðallega það að ekki sé farið nógu vel eftir stjórnarskránni. Þá er hann fylgjandi að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur komi inn í stjórnarskrána. „Ég er fylgjandi beinu lýðræði. Ég hef verið fyrsti Íslendingurinn til að tala hér um beint lýðræði en ég tala um það í bókinni Virkjum Bessastaði að við eigum að þróa okkur til beins lýðræðis,“ segir Ástþór. Nefnir hann sem dæmi að hraðbankar gætu verið kjörklefar og hægt væri þá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu með litlum tilkostnaði. Hann segist telja að það myndi leiða til meiri friðar og sáttar ef blásið yrði oftar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá segir Ástþór það æskilegra að forsetinn hlusti frekar á þjóðina en sé í því að upplýsa um skoðanir sínar á einstökum málum.Viðtalið við Ástþór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Ástþór Magnússon býður sig nú fram til forseta í fjórða sinn. Nái hann kjöri nú verður hans fyrsta verk að setja sér starfsreglur um það að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um lög frá Alþingi og þá myndi hann ráða Sturlu Jónsson sem aðstoðarmann sinn til að leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar. Ástþór er sjöundi frambjóðandinn sem kemur í forsetaviðtal Vísis og Stöðvar 2. Var öllum frambjóðendum boðið að koma í viðtal hjá Gunnari Atla Gunnarssyni fréttamanni. Í þessari viku og þeirri næstu verða viðtölin birt í heild sinni hér á Vísi en auk þess verður frétt upp úr hverju viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eitt viðtal mun birtast á dag og var dregið um röðina til að gæta sanngirni. Aðspurður hvað skoðun hann hafi á stjórnarskrárbreytingum segir hann: „Ég tel auðvitað að það þurfi að uppfæra stjórnarskrána í nútímabúning. Það eru viss atriði sem þarf að skoða þar en ég er ekkert endilega fylgjandi því að það eigi að breyta stjórnarskránni bara til að breyta henni. Það þarf að breyta henni þannig að það sé kannski farið meira eftir henni.“ Ástþór segist telja að vandamálið í dag sé aðallega það að ekki sé farið nógu vel eftir stjórnarskránni. Þá er hann fylgjandi að ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur komi inn í stjórnarskrána. „Ég er fylgjandi beinu lýðræði. Ég hef verið fyrsti Íslendingurinn til að tala hér um beint lýðræði en ég tala um það í bókinni Virkjum Bessastaði að við eigum að þróa okkur til beins lýðræðis,“ segir Ástþór. Nefnir hann sem dæmi að hraðbankar gætu verið kjörklefar og hægt væri þá að halda þjóðaratkvæðagreiðslu með litlum tilkostnaði. Hann segist telja að það myndi leiða til meiri friðar og sáttar ef blásið yrði oftar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá segir Ástþór það æskilegra að forsetinn hlusti frekar á þjóðina en sé í því að upplýsa um skoðanir sínar á einstökum málum.Viðtalið við Ástþór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15 Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30 Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Leiðin til Bessastaða: „Hvað höfum við að gera við hlutlausan forseta?“ Það fyrsta sem Elísabet Jökulsdóttir myndi gera ef hún yrði kosin forseti væri að horfa til himins. Síðan myndi hún fara að huga að innsetningarræðu sinni en innsetning forseta fer fram á Alþingi að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. 7. júní 2016 15:15
Leiðin til Bessastaða: Vonar að þjóðin beri gæfu til að kjósa fólk á þing sem vill nýja stjórnarskrá Hildur Þórðardóttir þjóðfræðingur býður sig fram til forseta vegna þess að hún hefur ákveðna framtíðarsýn um samfélag þar sem að fólk skiptir meira máli en peningar og samfélagið skiptir meira máli en hagvöxtur og hagræðing. 13. júní 2016 14:30
Leiðin til Bessastaða: Ætlar ekki að setja þumalskrúfur á menn svo stjórnarskránni verði breytt Guðni Th. Jóhannesson telur mikilvægt að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins en segir að stjórnarskránni verði ekki breytt á Bessastöðum. 10. júní 2016 10:30